Davíð og Haraldur eru góðir drengir

Helgar tíðirRitstjórar Morgunblaðsins sendu okkur í gær hugljúft bréf, þar sem þeir segjast vera bestu skinn. Því séu þeir til í að senda okkur blaðið frítt í mánuð til að við sjáum hversu vandaðir þeir eru til orðs og æðis. Í framhaldi getum við gerst aftur áskrifendur.

Var ekki verið að segja að þetta væri allt í himnalagi að það væru fleiri sem hefðu gerst áskrifendur heldur en þeir sem að völdu þann kost að segja upp áskriftinni? Það segir Hannes Hólmsteinn og aðrir úr hinni nálægu hirð. Þetta sé allt fagnaðerefni fyrir land og þjóð. Eina sem að geti sameinað hana í styrk og trú á betri tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þú sem vinnur að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu hlýtur að vera sammála þessu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.10.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það væri nú annað hvort að ég vildi efla allt það sem gitt er. Hefði t.d. áhuga á að hitta á þá með firðarkerti niður við tjörn. En ákvörðunin um að veita LÍÚ klíku Sjálfstæðisflokksins ekki fjárstuðning í yfirtöku á Moggsnum stendur.

Þeir sem að stóðu að þeim gjörningi Óskar Magnússon o.fl. þurfa að vera snöggir að ráða faglega einhvern mannasættir að ritstjórninni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.10.2009 kl. 07:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kanski það sé ábyrgðarleysi að gerast ekki áskrifandi nú þegar að DV. Það er alla vega ábyrgðarleysi að vera áskrifandi að DO (mbl) eingöngu. Sjálfstæðar skoðanir almennings hafa aldrei verið mikilvægari á Íslandi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband