Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hinn slyngi sláttumaður

Hvítar rósir 

Hið óvænta getur gert mann orðlausan. Svo hefur gilt um mig hér á síðunni síðustu dagana. Tveir samferðamenn dóu óvænt með sólarhrings millibili.

Samkennari við Borgarholtsskóla til margra ára lést af slysförum vegna gassprengingar við þrýstingsprófun á fimmtudag. Hann var góður vinur, traustur og kankvís. Hafði hringt í hann á miðvikudagsmorgun en þá var hann staddur í Varmahlíð. Þar var hann að stússa við flutninga á ræktunarmeri. Hitti hann í hádeginu á fimmtudag og við heilsuðumst með bros á vor. Hann sagði að ferðalagið hefði gengið vel. Nokkrum klukkustundum síðar var hans vegferð lokið og ekki fleiri hrókeringar með góðgæðinga.

Frá því um áramót hef ég haft stóðhest hjá sómamanni í Gusti, Kópavogi. Hef sest niður með honum á kaffistofunni og við höfum rætt um framtíð sveitanna, enda báðir utan af landi. Hvort börn okkar hefðu áhuga á hestum. Hann var stoltur af því að eiga ungan afleggjara sem var líklegur til að koma með honum í hestamennskuna á næstu árum. Á föstudagskvöldið varð hann bráðkvaddur við gegningar í hesthúsinu.

Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra, fullur þakklætis fyrir góð kynni. Slíkir atburðir snúa við hugsanagangi hversdagsleikans. Hann verður grárri. En sólin fer ört hækkandi á himni aftur og það þýðir ekki annað en grípa í tauminn, sækja sér orku, stefna á að fara í vor aukareiðtúr inn í sólarlagið þeim til heiðurs.


Minkasíur

MinkasíurÞað var ánægjulegt að sjá viðtal við Reynir Bergsveinsson föðurbróður minn frá Gufudal áðan í Kastljósinu. Hann hefur þróað svokallaðar "minkasíur" sem er afkastamikil aðferð til að hreinsa ár og vötn af hinum grimma skaðvaldi sem slapp á sínum tíma út í íslenskt vistkerfi.

Reynir er mikið náttúrubarn og búin að vera við veiðar í meira en hálfa öld. Hann hefur safnað mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði sem að er gott að hann nái nú að nýta og miðla með þessum hætti. Þó hann sé ekki eins léttur í spori og þegar hann var tvítugur þá fer hugurinn hratt yfir.

Myndin er af vef BB á Ísafirði. Hér eru tenglar inn á fréttir af síunum og veiðiaðferðum Reynis.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=51666

http://www.bbl.is/index.aspx?groupid=38&TabId=46&ModulesTabsId=191&NewsItemID=1661


Núsi púsi

KókkarlinnLitli Magnús er að verða stór manneskja á fimmta ári með sín persónueinkenni. Smábarnið víkur fyrir einstaklingi sem getur dansað, sungið, föndrað og lesið smávegis. Strákur sem er skapandi. Nýtir vilja sinn og ásetning til að leysa sífellt flóknari verkefni.

Nýlega fór hann allt i einu að bauka við kókflösku. Einbeittur að vöðla saman pappír og troða ofan í hana. Rúlla upp papír og stinga ofan í stútinn. Losa límmiðann af miðjunni og festa hann langs á flöskuhálsinn. Allt í einu segirPrinsessa hann; "Sjáðu karlinn". Útskýrði svo sköpunarverkið, þennan flotta karl sem hafði hendur, höfuð og að sjálfsögðu skykkju.

Tveimur dögum síðar var hann komin með skæri og byrjaður að klippa út ræmur og miða. Spurði um límband til að líma bútana saman, en það var ekki til. Hann var svo einbeittur í því hvað hann vildi að hann notaði bara kennaratyggjó til að setja þetta saman og sagðist vera búin að búa til prinsessu.

Risa drekiFyrir nokkru hafði hann tekið öll spjöldin úr símanúmeraskránni og lagt þau á gólfið og raðað í langa röð og sagði að þetta væri risa dreki. Stórt og smátt í fari barnanna beinir athyglinni að hinu eina sanna ríkidæmi og allt krepputal verður svo víðs fjarri í huganum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband