Lýðskrumarar og málþófsmenn munu þagna

Þjóðaratkvæði í þessu máli mun leiða til að við losnum við lýðskrumarana og málþófsmennina sem eru til í að gera hvað sem er til að spilla fyrir árangri fyrstu tveggja flokka vinstri stjórnarinnar. Meira að segja talsmaður InDefence segir að það þurfi að standa við skuldbindingar og endurgreiða lágmarkstryggingu vegna Icesave reikningana.

Ef við neitum gildistöku laga þá taka formlega við fyrri lögin. En þau eru ekki samþykkt af Bretum og Hollendingum. Munurinn milli þessara laga liggur í því að þeir féllust ekki á tvo fyrirvara í fyrri samningi. Fyrirvara um að greiðslur miðuðust við hagvöxt og fyrirvara um að éftirstöðvar láns muni afskrifast að vissum tíma liðnum.

Nú verður hver og einn að gera upp við sig hvort að munurinn á fyrirvörunum á greiðslutilhögun sé nægjanleg ástæða til að halda hagsmunum þjóðarinnar í áframhaldandi óvissu.


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gunnlaugur, voru bara 2 fyrirvarar? var ekki eitthvað um lagalegan rétt okkar sem þeim hugnaðist ekki?

Eyjólfur G Svavarsson, 5.1.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnlaugur. Það er því miður fullt af fólki sem trúir því raunverulega að við þurfum ekki að borga það sem flæddi viðstöðulaust úr seðlabanka Íslands í útrásina.

Að tæma seðlabanka þjóðarinnar og rúmlega það er vandamál Íslands sama hvað hver segir. Við getum barið hausnum við steininn endalaust og sagt að við ætlum ekki að borga eins og Davíð blessaður gerði með þeim hörmulegu afleiðingum sem við þekkjum öll.

Meira af slíku myndi leiða til meiri vanda. Allir með ábyrgðartilfinningu skilja þetta. Þjóðin fær nú tækifæri til að taka ábyrga afstöðu og standa og falla með ákvörðun sinni. Það er svosem ágætt. Við verðum víst að þjálfa okkur dálítið í að hætta að benda á hina og fara að vinna með hinum. Ég þarf þess allavega. M.b.kv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er ákvæðið sem kennt er við Ragnar Hall. Því var breytt úr því að samningurinn falli úr gildi í að það þurfi að taka upp viðræður.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 00:53

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Rétti andinn Anna! Samkennd og fegurð í mannlífinu er mottó ársins. 'eg hef engar áhyggjur að þjóðin vilji taka þá áhættu að fella samninginn og fara í stríð við heiminn. En ávinningurinn væri að þá næðist friður um málið. Flokkstengd átakastjórnmál hafa skapað þessa sundrungu sem almenningur er orðinn dauðþreyttur á að horfa upp á. Verð því miður að viðurkenna þann veikleika minn að mér verður flökurt að sjá Sigmund Davíð. Hann virkar svo sterkur fulltrúi sundurlyndisins í landinu. En ég verð að hemja mig og temja. Eins og fleiri ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 01:00

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég ætla að láta það eftir mér að verða áfram flökurt þegar ég sé Sigmund Davíð, ég tala nú ekki um að hlusta á hann. Set hann trúlega á þögn hér eftir.

Það er mikið rétt að nú er verk að vinna. Ég er búin að blogga við þó nokkra sem virðast halda að við getum kosið okkur alveg frá ICESAVE. Sem sagt að við getum sloppið alveg við að borga pakkann með því að fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þvílík firra sem búið er að dæla í fólk. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 05:41

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Núverandi stjórnvöld í Bretlandi hafa sagt, að ef LÖGIN SEM NÚ VORU SAMÞYKKT verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu muni þeir gjaldfella ,,lánið" sem þeir lánuðu okkur til að greiða út sparifjáreigendum í Bretlandi. Þannig að ef lögin verða felld í þjóðaratkvæði munu Bretar ekki fallast á fyrri lög.

Því er auðveldlega hægt að kjósa sig FRÁ þessu bulli.

Svo er annað mál, að á Guardian er kosning þar sem langt yfir 80% taka undir að þjóðin eigi ekki að borga.

Það eru kosningar fyrir stafni, Brown er valtur og Darling er ekki ástmögur bresku þjóðarinnar.

Ergo

kjósum og fellum vitfirruna, sem jafnvel Ingibjörg skrifaði fjögurra blaðsíðna grein gegn.

Mibbó

e,s.

Gleðilegt ár.

Bjarni Kjartansson, 6.1.2010 kl. 13:35

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þeir sem eru svo pólitískt staurblindir að þeir þola ekki  nema "ritskoðaðar athugasemdir" þeir  eru  líklegastir til að teljast  "lýðskrumarar og málþófsmenn".

Vinstri pólitíski áróðurinn er að aðrir séu "hrunflokkarnir" eða "fulltrúar fjármagnsins"... eða sjálfir lýðskrumararnir telja sér trú um að þeir einir séu "fulltrúar fólksins" og  sem "fulltrúar fólksins" geti þeri alltaf haft rangt við í öllum málum -  ert svart hvítt - eða öfugt...  en ætlast alltaf til að aðrir séu óskeikulir.

Meira að segja forsetinn er nú orðinn "óvinur fólksins" þar sem hann hlýðir ekki - og hræðist ekki hótunarbréf um hræðsluáróður...

Gamla sagan um flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga.

Kristinn Pétursson, 6.1.2010 kl. 14:03

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Munið þið aldrei læknast af Davíðs-heilkenninu. 

Reynið þið nú að standa í lappirnar og sýna að þið eruð Íslendingar og halda fram málstað okkar í stað þess að ganga erinda Breta og Hollendinga - nýlendukúgaranna !!  Málflutningur ykkar og vinstri ríkisstjórnarinnar í gær er og verður ykkur til ævarandi skammar.

Nú ef þið viljið greiða þessa skuld, skrifið þá bara upp á þetta sjálf, en ekki reyna að draga meirihluta þjóðarinnar með ykkur,  hún vill það ekki.

Sigurður Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 16:45

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bjarni það er nú jákvætt að þú sjáir vonarglætu fyrir land og þjóð eftir einhver ár þegar búið er að þvæla og þrasa um þetta áfram. Mín skoðun er sú að það sé best að koma þessu frá. Þetta er það sem síðustu tvær ríkisstjórnir hafa lofað að borga. Nú eigum við bara að leyfa þjóðinni gera upp sinn hug í kyrrð og ró.

Já Kristinn mér fannst ekki ástæða til að birta einhverja "þú ert" aðdróttun frá þér hér fyrir nokkrum dögum. Þetta innlegg þitt er líka innantómt tuð. Betra væri að þú innstilltir þig á fallegri bylgjulengd. Hverjir eru draumar þínir og þrár fyrir þjóðina. Þú virðist reiður og bitur er það ekki að einhverju leiti út í þann flokk sem þú hefur hangið á í gegnum þykkt og þunnt. Nei, alveg rétt Davíð bannaði að stefnan yrði endurskoðuð og farið yfir hvað hefði misferist.

Dettur hér inn enn einn staurinn, Sigurður, reiður og bitur Flokksmaður sem fylgir Flokkslínunni. Auðvitað er þessi athugasemd varla birtingarhæf. Ekki bara af því að þú ert svo kjánalega skömmóttur heldur ekki síður á því að þú áttir þig ekki á að það er verið að ganga erinda Íslendinga með því að vinna að sátt við breta og hollendinga. Það er verið að vinada ofan af græðgisvæðingu og sóunarskeiði Sjálfstæðisflokksins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband