Kosningar snúast um að fá kjötborð í kaupfélagið

Opið og lýðræðislegt flokksstarf snýst um hagsmuni fólks. Það gerist oft að fulltrúar flokka lokast af í fílabeinsturnum. Gleyma því að vera í virkum og skapandi tengslum við fólk. Hlusta á áhyggjur þess og beita áhrifum sínum á jákvæðan hátt.

Sú var tíðin að Júlli í Nóatúni stóð sprækur fyrir innan glerið með mikið af ferskum fiski og kjöti. Maður sagði "já, ætli maður fái ekki þennan, svona tæpt kíló". Síðan kom nútíminn, ekta 2007. Byggður var stór og mikill kumbaldi sem varð helsta verslunarmiðstöð bæjarins.

Öll ferskvara varð innpökkuð. Allt plastað. Hvergi þjónustufólk að sjá. Hver ákvað þetta? Ekki neytendur. Við þurfum að krefjast þess að fá ferska voru í kjöt og fiskborði. Það þarf líka að stórefla tengslin milli afurða landbúnaðar hér í sveitinni og neyslu bæjarbúa.

Það er t.d. ótækt að eingöngu sé selt útlent og plastað brokkóli í "kaupfélaginu" á meðan miklar birgðir eru til af nýuppteknu káli upp á Reykjum. Fólk vill geta keypt vöru úr nágrenninu með þekktan uppruna. Slík vakning er um allan heim.

Sveitarstjórn á að beita sér fyrir því að efla sölumarkaði fyrir afurðir bænda. Það er allt önnur tilfinning að kaupa kalkúninn af Jóni á Reykjum og grænmetið af Helga í Garðagróðri og rósirnar af Gísla í Dalsgarði. 

Kosningar snúast um val, að við fáum það sem við viljum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við erum greinilega búin að missa allt manneskjulegt og jarðneskt samband

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hefði ekki getað orðað þetta betur Finnur. Þetta er spurningin um að næra sig, ekki bara með plöstuðum kaloríum. Tengslin við sjálfan sig og umhverfið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2010 kl. 17:06

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Gulli og gleðilegt ár. Ofstjórnun og reglugerðarveiki er búin að skemma íslenskan landbúnað, íslenska menningu og eðlileg samskipti bænda og neytenda.  Hvers vegna mega bændur t.d. ekki sláta lömbum og selja beint til neytenda eða í búðir merkt framleiðanda? Yfirvöld segja að þetta sé stórhættulegt en staðreyndin er samt sú að fjöldi fólks borðar heimaslátrað kjöt þrátt fyrir bann og það er enginn að deyja af þeim völdum. 

Þorsteinn Sverrisson, 11.1.2010 kl. 20:10

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll sömuleiðis Steini og gleðilegt ár. Við þekkjum þetta sveitapiltarnir. Ætli það geti ekki verið að fjarlægðirnar milli bæja og frá þéttbýlinu hafi ekki búið til þetta miðstýrða og ópersónulega sölukerfi.

Í Mosfellsbæ er nálægðin svo mikil við sveitina og möguleikarnir svo miklir að gera tengsl bænda og neytenda sterk. Þannig er ég að kanna hversu mikið ræktanlegt við þurfum til að metta ársgrænmetisþörf Mosfellinga, ef við nýtum vel lendur innan bæjarfélagsins.

Í fyrra opnaði fiskbúð hér í Mosfellsbæ og þvílíkur happafengur. Það vantar hinsvegar sárlega kjötborð. En þeir bændur sem að eru með markaði fá mjög jákvæð viðbrögð. Þessi samskipti þarf að efla.

Þróunin þarf að byggja á gagnkvæmum samskiptum. Bændur þurfa að sannfæra bæjarbúa að nýta sér þær afurðir sem að hann framleiðir, en framleiðandinn þarf líka að hlusta á langanir neytandans.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2010 kl. 23:10

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo er hin hliðin á peningnum, 25% Bandaríkjamanna fá matareitrnun árlega vegna gamalla og úreltra reglna um eftirlit matvæla

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 08:41

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vann við kjötborð á íslandi og byrjaði minn kjötiðnaðarferil í kjötborði SS á laugarvegi 116 upp úr 1980. þá var allt ferskt selt yfir disk af fagmönnum og kunnáttufólki...  ég vann einnig í Kjötmiðstöðinni sálugu í mörg ár... Ég vinn í dag í "kjötborði" í noregi.

Munurinn á þessum löndum er mikill. þegar ég kom fyrst til noregs árið 1997 þá þekktist varla þjónusta í noregi nema að nafninu til, á sama tíma var ísland mikið þjónustuland..  ég flyt "heim" árið 2005 og fer aftur að vinna við kjötborð og þá hjá nóatúni.. þjónustulundinn var horfinn og gæðin slök.. græða á daginn og rilla á kvöldin var við líði og allir hugsuðu um rassg a´sjálfum sér.. hroki eigendanna gagnvart starfsfólkinu var svakalegur.. svo ég entist ekki lengi í nóatúni, ekki frekar en margir aðrir. 

núna bregður svo við að noregur er með þjónustu en ísland ekki svo dæmið hefur snúist við á 10 árum eða svo.. og gæðin er einnig talsvert meiri á matvælum hér í noregi en heima á íslandi... 

btw.. það fæst ágætis skyr í verslunum hér.. framleitt í noregi.

Óskar Þorkelsson, 12.1.2010 kl. 21:23

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Áhugavert Óskar - Það er einmitt þessi sjálfselska sem elur af sér skort á vitund fyrir þessum hlutum. Við erum að þróast í neysluvenjum í átt að bandarískum ósiðum. Í staðinn fyrir að næra okkur með ferskri vöru og hollustu, matvælum sem við eigum hlutdeild í vegna þess að við vorum sannfærð af söluaðila sem var stoltur af gæðum sinnar voru, er okkur eingöngu boðið upp á þetta umbúðaþjóðfélag í ópersónulegum stórverslunum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband