Frábær páskapredikun

Páskapredikun Hr. Karls Sigurbjörnssonar var full af inntaki og vegarnesti til að hugsa og melta. Talar fyrst um hið trúarlega samhengi kærleika og trausts. En hann hefur líka þor til þess að tengja trúna við okkar tíma og þjóðfélag. Leyfi mér að setja hér inn kafla úr ræðu hans;

"Upprisa hins krossfesta er yfirlýsing Guðs um helgi lífsins og eilíft gildi. Við þurfum að hlusta eftir því og taka mark á, þegar sífellt fleiri upplýsingar benda til að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af manna völdum. Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlMichelangiloausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar. Boðskapur fagnaðerindisins er köllun til iðrunar og afturhvarfs. Biblían talar um fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfaoflæti sem er frá heiminum. „Og,“ segir Jóhannes postuli:„heimurinn ferst og fýsn hans, en sá sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“

Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Við verðum að fara að horfast í augu við að draumar okkar og framtíðarsýnir séu ef til vill byggðar á kolröngum forsendum. Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta, er tál. Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta og ágóða, þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta. Meistarinn, sem dó á krossi og reis af gröf, er frelsari heimsins, frelsari þinn."

Fannst hinsvegar tímasetning á kæru átta þjóðkirkjupresta á hendur fríkirkjupresti óheppileg. Magni hefur réttilega bent á mismunun kirkjudeilda og trúlega gripið til sterkrar samlíkingar með tilvísun í að trúin á stofnunina sé orðin sterkari trúnni á Guð. En ef til vill er upphrópun hans skiljanleg. Aðskilnaður ríkis og kirkju mun eiga sér stað fyrr eða síðar, en hinsvegar er engin ástæða fyrir okkur að gefa öllum trúarbrögðum jafnt svigrúm í umræðu og uppbyggingu. Við erum með okkar sögu sem að er samofin kristinni trú og þróum okkar trúmál út frá þeim viðmiðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband