Leiðtogar, konur og einstaklingar

Upphaf landsfundar Samfylkingarinnar einkenndist af sérlega góðri stemmingu. Ræða formannsHalle var góð eins og við var að búast. En manneskjulegir og norrænir tónar kölluðu fram bros og hlýju í brjóstum fundargesta. Diddú söng með tilþrifum og síðan komu beint úr flugvél Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt formenn sænskra og danskra jafnaðarmanna. Það var gaman að sjá hversu ólíkir þessir þrír formenn norrænna jafnaðarmannaflokka eru, en samt allir svo frambærilegir á sinn hátt.

Þarna voru konur sem þorðu bara að vera þær sjálfar sem einstaklingar. Ingibjörg rökföst og sköruleg, Mona róleg og kankvís, Halle einlæg og uppörvandi. Þær eiga eftir að verða hver á sinn hátt fyrirmyndir kvenna sem vilja hasla sér völl í stjórnmálum framtíðarinnar. Heimsókn formannana tveggja undirstrikar að meðal jafnaðarmanna monageta konur sótt fram á eigin verðleikum og að við viljum tilheyra hinu norræna samfélagi. Hún undirstrikar líka mikilvægi  samstarfs Norðurlanda, verðmæti þess sem vettvangs í sameinaðri, mannlegri og fjölbreyttri Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband