Mitt á meðal heiðingjanna

Well, well. Ég er búin að vera kjaftstop í nokkra daga. Er einn af þeim sem trúði þeirri kennisetningu að Samfylkingin væri flokkurinn sem myndaði mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Hafði sagt fyrir kosningar að Samfylkingin þyrfti að ná 30% til að vit væri í því fyrir Samfylkingu að fara í samstarf og gæti þá gert það á jafnræðisgrundvelli. En spurningin um hinn eina sem rokkaði alla nóttina til og frá milli stjórnarandstöðu og ríkisstjórnarflokkana gerði gæfumuninn. Ef hann hefði lent hjá stjórnarandstöðu þá hefði Ingibjörg verið með öll tromp á hendi og væri nú orðin forsætisráðherra. En Geir gat notað valdagráðuga og vængbrotna Framsókn meðan hann brúaði bilið yfir til Samfylkingar. Að halda þeim volgum um áframhald gerði það að verkum að erfitt var fyrir Ingibjörgu að ræða við þá og reyna að fá þá til liðs við nýtt banadalag. Jafnframt er greinilegt að samstarf á vinstri væng var ekki mikið keppikefli Steingríms Joð. Hann virtist hafa meiri áhuga á bandalagi "sigurvegara" heldur en félagshyggjustjórn. Að biðja Framsókn um að verja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti var auðvitað móðgun eins og Guðni Ágústsson orðaði það. 

ÞingvellirÞegar þetta tvennt lá fyrir stjórnarmeirihlutinn hélt velli og Vinstri grænir héldu áfram að vera með sjálfseyðingarhvötina sem aðalvopn og afla sér óvina, frekar en samstarfsaðila á vinstri vængnum, þá var ekkert eftir fyrir Samfylkinguna annað en hjóla í Sjálfstæðisflokkinn og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það er líka sannleikur í orðum Hrafns á Hallormsstað, þegar hann var spurður að því hvort það væri ekki ósamræmi í því að hann gallharður Stalínisti væri í Framsóknarflokknum. Hann var snöggur til svars; "Hvar á trúboðinn að vera annars staðar en mitt á meðal heiðingjanna?" Framganga Ingibjargar Sólrúnar lofar mjög góðu. Nú er búið að mynda "Velferðarstjórn" án Vinstri grænna. Stjórn sem mun tryggja hag heimilanna, skattaumhverfi, atvinnu, efnahag. Það sem mun verða frábrugðið við fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, fyrst Viðeyjarstjórn og síðan Framsóknarsamstarfið, er að Ingibjörg Sólrún mun ekki líta á það sem fyrstu skyldu sína að fylgja handriti Geirs H. Harde, heldur miklu fremur leita leiða til að sannfæra hann um þau mál sem að hún telur mikilvæg fyrir það umboð sem hún hefur frá kjósendum. Hef fulla trú á að hún sýni styrk sinn með því að vera skapandi og virk í hlutverki sínu

Til lengri tíma litið tel ég þó æskilegt að kjósendur geti gengið út frá samstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna eftir kosningar. Það var jákvætt í núverandi kosningum að þessir tveir flokkar eydddu minna púðri í átök sín á milli, heldur en oft áður. Þetta þyrfti að vera líkt og á Norðurlöndum að þessir flokkar vinna að leiðum til að mynda ríkisstjórn. Hinsvegar held ég að Steingrímur sé af gamla skólanum og að persónuleg óvild í garð Samfylkingar risti djúpt og því hafi hannn ekki síður horft til Sjálfstæðisflokks. Öðru máli gegnir um Katrínu Jakobsdóttur og marga unga Vinstri græna, sem líta á Samfylkinguna sem bandamann. Það gefi af sér aukna hugmyndauðgi að hafa tvo flokka, en jafnframt gefið að þeir stefna að samvinnu eftir kosningar. Það gæti verið heilladrjúg þróun að flokkarnir gæfu afgerandi út slíkar yfirlýsingar fyrir kosningar. Við værum með velferðarstjórn þar sem Vinstri grænir væru með á bátnum ef Katrín Jakobsdóttir væri við stjórnvölinn.

Hver trúir á "nýfrjálshyggju-hægrikratískar" stjórnmálaskýringar Steingríms sem leggur meira upp úr því að vera geðvondur út í allt og alla, heldur en að vinna að leiðum og úrlausnarefnum fyrir fólk og heimili í landinu. Niðurstaða mín er því sú að ég er orðinn ánægður með núverandi stjórn, fyrst að niðurstaðan úr þreifingum og viðræðum varð sú að foringi vinstri grænna væri ósamstarfshæfur.

                           Lifi velferðin ... og Þingvellir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband