Móðir jörð og Samfylkingin

Það er Samfylkingunni nauðsyn að að vera betur "jarðtengd" en Alþýðuflokkurinn var. Þó vissulega sé mikilvægt að tryggja neytendum sem ódýrasta vöru þá verðum við að stefna að því að vera sem mest sjálfbær í landbúnaði. Um leið og við opnum fyrir innflutning þá þarf að innleiða neytendavakningu með áherslu á hreinleika og heilnæmi íslensku vörunnar.

Líkt og að neytendur eru nú tilbúnir að borga meira fyrir lífrænt ræktaðar afurðir að þá verði með réttum áherslum hægt að breyta ímynd landbúnaðar að fólki sé hann kær og nákominn. Það verður ávallt eðlilegast að vera hluti af fæðukeðjunni í því vistkerfi sem að maður lifir í. Neytendur hafa áhuga á að komast á markað og kaupa ferska vöru.MonkeyCoke

Það sem veldur mér áhyggjum þessa dagana hversu frjálslega við förum með ræktanlegt land í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar sem flestir munnar eru til að metta. Á Suðurlandi breyta menn hiklaust túnum í sumarbústaðalönd, nema upp í Hreppum hafa þeir hugrekki til að skilgreina svæðið sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Höfuðborgin teygir sig hratt upp um hóla og hæðir, yfir tún og engi. Hratt er gengið á ræktanlegt land. Í Mosfellsdal eru sífellt stærri svæði lögð undir byggð og tún stórjarða seld undir íbúðabyggð eins og á Blikastöðum, Sólvöllum, Helgafelli, Leirvogstungu og Varmadal. Ræktanlegt land í nágrenni Reykjavíkur hefur snarminnkað. Moldinni sem var hringrás fæðukeðju í þúsund ár hefur verið ekið út og suður og nýtist ekki til ræktunar eða manneldis.

Með fyrirhyggju hefði verið hægt að taka frá og vernda túnin til ræktunar og láta tengslin við landbúnað vera part af kúltúr borgarskipulags. Hraun og holt eru oft í jaðrinum, bæði í sumarhúsabyggðinni á Suðurlandi og húsalóðunum á fyrrum bújörðum í nágrenni Reykjavíkur. Þar eru líka oft fjölbreytileiki í landslagi sem gerir lóðirnar áhugaverðar eins og í nýja Krikahverfinu í Mosfellsbæ.

Umhverfismál eru fleira en barátta gegn virkjun fallvatna. Þau snúast um grundvöll að velferð fólks. Í því samhengi má ekki gleymast að fæðuöflun er grunnforsenda lífs. Samfylkingin er lýðræðislegur farvegur samfélagslegrar ábyrgðar og einstaklingsframtaks. Flokkurinn er að feta slóðina að skerpa stefnu og sýn í umhverfismálum. Í því samhengi má ekki gleyma að móðir jörð er uppspretta fæðu og því nauðsynleg forsenda áætlana um landnýtingu.

Íslenskur landbúnaður verður aldrei gamaldags, en hann þolir alveg gróskumikla endurskoðun og uppstokkun. Þar getur Samfylkingin komið inn með ferskar áherslur, þar sem að hún á ekki hagsmuna að gæta við að framlengja úreltu og þvingandi landbúnaðarkerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband