Hið frjálsa vín

SKáriHún er alltaf svolítið skondinn þessi umræða sem fer árlega af stað um hvort fólk vilji heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Það sem er merkilegt í þessu er að helstu talsmenn tillögunnar halda greinilega að þeir séu að sýna einhverja staðfestu og styrk með því að vinna gömlum trúarsetningum úr Heimdalli eða SUS brautargengi. Sigurður Kári og Guðlaugur Þór hafa verið þarna forystumenn. Satt best að segja man ég ekki eftir að þeir hafi séð ástæðu til að taka upp hanskann fyrir nein brýnni þjóðfélagsmál. Það sem gerir líka málið snúnara fyrir þá að vinna að þessum frelsisdraumum sínum er að annar missti ökuréttindi vegna áfengisneyslu og hinn er heilbrigðisráðherra sem meðal annars ber ábyrgð á forvarnarmálum í landinu.GÞór

Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að endurskoða sölu áfengis í takt við tíðaranda. Auðvitað hefur margt breyst síðan menn stóðu í biðröð við afgreiðsluborð og mest seldist af brennivíni og vodka. Margt breyst frá því að þeim var veitt sérstök athygli sem að sóttu áfengið á pósthúsið út á landsbyggðinni. Nú er fjölbreytnin mikil og þjónustan vönduð. Búið er að taka niður ÁTVR merkin og það stendur Vínbúð og reksturinn er einkarekin að verulegu leyti. Finnst fyrirkomulag á rekstri vínbúða megi alveg ræða, þó að ég sé í aðalatriðum ánægður með núverandi fyrirkomulag. Sé ekki fyrir mér að hægt sé að setja áfengi í matvöruverslanir þar sem vinnuaflið er að stærstum hluta undir lögaldri til áfengiskaupa.

Frelsið er ágætt, sérstaklega ef það fær fylgd skynseminnar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gulli,ég vil gjarnan skreppa út í búð og kaupa eina rauðvín en ég vil þá líka hafa starfsfólkið eldri en 13............Í öllum löndum öðrum en Íslandi getur maður keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun. Þetta er ;venjuleg neysluvara;

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 02:03

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hólmdís. Þetta er alltaf sagt að áfengi sé í matvöruverslunum í "öllum löndum". Ég bjó nokkur ár í Kanada og Bandaríkjunum og þar þurfti maður að fara á einn stað til að kaupa bjór og önnur verslun með áfengi.

Ég væri heldur ekkert á móti þvía að keypt mér rauðvín út í búð. Er bara ekki viss um að svona hreintrúarmenn á frelsi í viðskiptum finni bestu leiðina. Í aðalatriðum eru þessi mál í lagi nema hið fáránlega verðlag hér á landi.

Ef ég væri þingmaður, þá veit ég ekki hvort ég vildi láta vísa til þess sem helsta hugsjóna og baráttumáls, að berjast fyrir auknu frelsi í sölu áfengis ????  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.10.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband