Landsprófið

Hitti nýlega á mann og tókum við spjall saman um ýmislegt. Meðal annars menntun og fyrri störf. Hann hafði hætt allri skólagöngu á sínum tíma, af því að það vantaði einhverjar kommur upp á að hann næði Landsprófi. En það var ákveðin forsenda fyrir frekari skólagöngu allt til ársins 1976.

Viðhorf til framhaldsmenntunar breyttust síðan á skömmum tíma. Flestum var ætlað að fara veg í átt að stúdentsprófi. Ráðgjöf og aðstoð virkjuð til að hjálpa helst öllum yfir lækinn. Þykir ekki tiltökumál þó að nemendur fari 2-3 sinnum í sama áfangann til að ná viðunandi einkunn.

Þó að vissulega sé margt jákvætt við aðgengi unga fólksins í dag að menntunarmöguleikum, þá má ekki gera framhaldsskólana að geymslustöðum fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill. Óviðunandi hátt hlutfall nemenda í framhaldsskólum er ekki tilbúið að axla ábyrgð á eðlilegri námsframvindu.

Metnaðarlaus og stefnulítill flækingur um fjölbrautir skólana skilar oft lélegri uppskeru. Á ráðgjöfin ekki oftar að ganga út á hvatningu til leitar að viðfangsefni þar sem einstaklingurinn blómstrar af áhuga, frekar en að draga alla yfir lækinn í átt að stúdentsprófi?

Á endanum eru það ekki prófin sem telja heldur að vera sáttur við hvernig maður hafur þróað hæfileika sína og hvort viðfangsefnin eru spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Birna le Sage de Fontenay

Það er mikið til í þessu hjá þér :) 

Ég held að það væri ráð að viðurkenna grunnskólann sem uppeldisstofnun og virkja hann sem slíkan, efla félagslegan stuðning og nám í lífsleikni, heimspeki og gagnrýninni hugsun á kostnað mötunar á staðreyndum - því hvað skilur hún eftir? Nám án áhuga og tilgangs fellur því miður fljótt í gleymsku. 

Aðal atriði grunnskólanna ætti að mínu mati að vera að byggja upp heilsteypta einstaklinga og hjálpa þeim að rækta sína hæfileika. Auðvitað þarf að kenna þær grunn greinarnar sem nauðsynlegar eru fyrir einstaklinga til að þeir geti lært það sem þeir hafa áhuga á og vegið og metið upplýsingar og heimilidir á gagnrýninn hátt. En númer 1, 2 og 3 er að byggja upp sjálfstraust krakkanna og hjálpa þeim að finna farveg til að vaxa og þroskast því þá er eftirleikurinn léttur, námið verður leikur einn, markvissara og skemmtilegra

Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 25.11.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég var einmitt að hugsa um þetta í gær þegar ég heyrði í fréttunum að það ætti að gera kennaranám að mastersnámi.  Án þess að gera lítið úr kennarastarfinu finnst mér að þriggja ára háskólanám hljóti að vera nóg, amk fyrir leik- og grunnskólakennslu. Auk þess kemur þetta nám til með að kosta ríkið mikið og lækka ævitekjur kennara þar sem þeir koma seinna og skuldsettari á vinnumarkaðinn.  Ég held að það væri sterkari leikur að hækka laun kennara til að auka vinnugleði og sporna við því að hæfileikafólk flosni upp úr kennslu vegna launa.

Þorsteinn Sverrisson, 28.11.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband