Tíminn og tengslin

Bláar hendurFinnst það gera málið enn verra að hinn ungi sonur og fóstursonur skuli valinn til starfa á þessum degi. Á meðan landsmenn undirbúa jólahátíðina á að lauma slíkri ráðningu í gegn. Þann 21. desember er stystur sólargangur og sjálfsagt kjörið að gera myrkraverk á þessum degi. Jafnframt vel útreiknað, að svigrúm á umræðu og svekkelsi er minna en ef þetta hefði verið tilkynnt í byrjun nýárs.

En höldum þessu til haga. Það er brýnt mál fyrir almenning að tryggja sjálfstæði dómsvalds frá framkvæmdavaldi. Æskilegt að samstaða um hvaða bakgrunnur hentar best til starfsins og væntanlega eðlilegt að sérfróðir aðilar setji slík viðmið. Þetta snýst um mannréttindi og jafnrétti. Það er ónotatilfinning sem fylgir því þegar tengslin eru nýtt til að koma einhverjum fremst í röðina og brjóta þannig á hinum. 


mbl.is Gagnrýna skipun í dómaraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer ekki á milli mála að þessir tveir ráðherrar hafa líkt og tíðkaðist áður fyrr selt landsmönnum maðk í mjöli og eru að telja fólki í trú um að það sé hreint.

Það væri gott að geta sópað þessum mönnum burt og ættu þeir að telja sig heppnir að losna svo vel. Það er skuggi ósæmdar sem þyrlast um þá báða.

ee (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er heilmikið til í þessu,en við gerum ekkert í málinu nema  tuða um spillingu og einkavinavæðingu,og kjósa hana svo reglulega yfir okkur á fjögurra ára fresti.

Á meðan svo er breytist ekkert.  Með ósk um  gleðileg jól,kveðja 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 22.12.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Gleðileg jól Gulli.
Í Guðs friði!
Þorsteinn

Þorsteinn Sverrisson, 24.12.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband