Samvinnumenn allra landa sameinist

Co-opMér sýnist það borðleggjandi að skipta þurfi upp þrotabúi Framsóknarflokksins og nokkuð augljóst að svigrúm er fyrir einlæga samvinnu- og jafnaðarmenn með áherslur á sköpun og frumkvæði einstaklingsins í Samfylkingunni. Þar er fjölbreytileiki í skoðunum jafnframt styrkur flokks og lýðræðis.

Held að flokkurinn geti helst skapað sér serstöðu í dreifbýli, en þó mun lítill hluti kjósenda aðhyllast þjóðrækna bændapólitík. Flestir slíkir framsóknarmenn eru orðnir vinstri grænir. Samfylkingin er því valkostur þeirra sem vilja komast í húsaskjól undir merkjum "frjálslynds félagshyggjuflokks" eins og Steingrímur Hermannsson hefur skilgreint flokk sonarins, ásamt því að bæta við að Framsóknarflokkurinn hafi verið slíkur flokkur.


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sammála þér nema að einu leiti.  Samfylkingin tók við af Framsókn sem stærsta vinnumiðlun landsins sbr. ráðningar lykilfólks í Samfylkingunni á góðar stöður hjá hinum opinbera undanfarið.  Samfylkingin sér um sína!

Mér finnst Samfylkingin var and-landsbyggðarflokkur enda er meirihluti fylgis við hana á Höfuðborgarsvæðinu og svo virðist vera sem að forysta flokksins sjái ekki lengra en að svæði sem markast frá Borgarfirði og suður um til Árborgarsvæðis.

Byggðastefna Samfó er plaggið um "Fagra Ísland" sem í hnotskurn gengur út á að gera alla landsbyggðina að einum allsherjar útivistarsvæði og þjóðgarði sem einungis er opinn þrjá mánuði á ári.  Engar stórframkvæmdir eiga að vera á þessu svæði um aldur og ævi því öll uppbygging á að eiga sér stað á Suðvesturhorninu skv. plagginu um "Fagra Ísland".

Önundur Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband