Stjórnleysi og stress er eitraður kokteill

VinnuálagÍ grein sem birtist í gær í European Heart Journal er sýnt fram á að vinnutengd streita er sterkur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Um er að ræða langtímarannsókn, The Whitehall Study, þar sem opinberir starfsmenn mættu endurtekið til skoðunar og mælinga. Meðal annars mat á því hvort að þeir hefðu stjórn á vinnuálagi eða væru í vinnu með miklar kröfur og tímapressu.

Samkvæmt rannsókninni eykur vinnuálag líkur á hjartasjúkdómum um tæp sjötíu prósent. En eftir er að sýna betur fram á hvaða þættir eru að verki í þessum tengslum. Tauga- og hormónakerfið, breytingar á lífsmynstri (reykingar, svefnleysi, hreyfingarleysi, óhollt mataræði) eða sem er líklegast að báðir þættir séu að verki.

Þessi rannsókn sýnir með meira afgerandi hætti en áður að streita hefur áhrif á líkamlega þætti og þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Hægt er að nálgast greinina frítt á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband