Blogg er fitandi

FyrirEftirÍ fyrsta skipti á ævinni er ég nokkrum kílóum of þungur. Ég hef alltaf verið 84 kg og ekki þurft að hafa áhyggjur af því þó að ég sletti úr svona hálfum rjómapela yfir morgunkornið. Nú er þetta allt í einu orðið meira. Ég er ákveðinn að láta ekki af rjómadrykkjunni. Það hefur heldur ekkert með það að gera að jólafríið sé nýbúið eða að ég sé kominn á þann aldur að kílóin læðist að manni, án þess að spyrja um leyfi. Búin að finna skýringuna - BLOGGIÐ ER FITANDI.

Frekar en að hætta að skrifa og lesa blogg, hætta í rjómanum, þá þarf bara að auka flæðið og dansinn með hækkandi sól. Já, ein skýringin gæti auðvitað verið að ég sé bara eins og gerist hjá mörgum spendýrum, t.d. hestum, að þeir bæta á sig smá einangrun til að standa af sér köldustu mánuðina. Allavega, til öryggis þá ætla ég að innleiða þá reglu að ég verði að hreyfa mig jafn mikið og ég dvel meðal vina netsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ægir, þú ert eitthvað að misskilja, ég er bara að tala um sjálfan mig. Hvaða viðmið ég vilji setja mér. Velta því upp að aukin seta við tölvu, stundum hálftíma, klukkutíma á dag hlítur að hafa áhrif í kaloríutalningunni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 skrifa bara hraðar...........

Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ægir, góður!  

Hrönn ætli það sé ekki til fótstigtæki, þannig að ef ég eyk brennsluna út í hendur með því að skrifa hraðar og gæti verið síðan að púla með einhverju fótaæfingatæki. Vissum að það hlítur að vera búið að þróa eitthvað slíkt svo að tölvunördarnir fái hreyfingu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gætir líka verið með fótstiginn rafal til að knýja tölvuna.....

Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hrönn kemur þarn með lausnina  - eins og alltaf

Marta B Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Benedikt, ég er nú þakklátur Hirti að setja upp oft á dag verkefni sem hleypa kappi í kinn. Trúi ekki öðru en það fyylgi því aukinn efnaskiptahraði :)

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: kloi

Sæll Gulli minn. Klói heiti ég og er að fara í framboð til borgarstjóra. Treysti á stuðning þinn Gulli minn. Hvaða embætti viltu.   Ég er að vísu með nokkur aukakíló, hleyp þau af mér í kosningabaráttunni.....

Áfram klói.......X - Klói.... Einn fimmaur á dag kemur skapinu í lag.

kloi, 28.1.2008 kl. 23:12

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 04:00

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Gera eins og Hrönn segir, skrifa hraðar og síðan má hugsa hraðar, fara hraðar á milli bloggvina, það er hægt að gera allan fjandann hraðar. En alveg brilljat uppástunga að stunda hreyfingu í samræmi við tímann í tölvunni.

Kv Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 11:01

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú fengir allavega háa og granna fingur

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband