Blóm vikunnar Eyrarrós

Blogborder12Blóm vikunnar er Eyrarrós. Hún er algeng um mest allt land og vex einkum á áreyrum eða grýttum jarðvegi. Þessi teygði sig í átt til sólar þann 8. ágúst 2004 í skriðu stutt frá Stórahnausgili í Kollumúla, Stafafelli í Lóni. Að mæta einni slíkri rós í skriðu sem er jafn grófgerð eins og í þessu tilfelli, dregur svo skýrt fram andstæður náttúrunnar. Viðraði þá hugmynd að hún yrði þjóðarblóm við mér plöntufróðari menn, en þeim fannst að þrátt fyrir fegurðina að þá væri hún líka algeng á suðlægari slóðum og því ekki nógu íslenskt einkenni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gunnlaugur

 Þessi mynd gleður. Það hefur verið á dagskránni að fara í  austur til að ganga. Vonandi læt ég verða af því þetta sumarið.

Með bestu kveðjum

Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 1.2.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigurður

Bestu kveðjur til baka og það eiga örugglega eftir að koma tækifæri og tilefni fyrir gönguferð.

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.2.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott mynd! - Hvaða blóm er aftur þjóðarblómið?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hrönn.  Holtasóley. Þú varst um daginn að biðja um að senda þér mynd af einhverju blómi, en ég er búin að svíkja það. Þú getur tekið kópíu beint af netinu. Láttu mig annars vita á man@man.is

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.2.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Blái liturinn í Dýragrasinu er sérlega tær og sterkur. Var að reyna að átta mig á því Jón, hver tók þessar flottu myndir sem þú bendir á inn á Flickr?

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.2.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Holtasóley - alveg rétt!! Man núna hvað ég var fúl af því að blágresið var ekki valið  Sem var einmitt blómið sem ég var að sníkja af þér snúllinn minn. Fer núna beint í að ræna þig svokölluðu netráni

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband