Sunnudagsmorgunn

ValdísKynþokkafyllsti útvarpsþáttur allra tíma er með Valdísi Gunnars á Bylgjunni. Það er gott að vakna upp með henni, eins og segir í auglýsingu. Í morgun var súkkulaðimeistarinn og ofurbakarinn Hafliði Ragnarsson gestur hennar. Valdís gaf frá sér alls kyns fögur hljóð meðan hún ræddi um góðgætið eða bragðaði á því. Hafliði hefur rekið Mosfellsbakarí við góðan orðstír síðustu ár. Bakaríið er eitt Haflidiaf betri fyrirbærum í bæjarkryddinu. Kona mín er með Tómstundaskóla Mosfellsbæjar og þar er Hafliði skráður með páskaeggjanámskeið sem á að byrja á þriðjudaginn kl. 19:00, en vantar fleiri þátttakendur.

En það haldreipi sem ég gat haldið í svo ég missti mig ekki alveg inn á svið hinna taumlausu nautna var að ég hafði áður Ævarnáð nokkrum góðum mínútum af viðtali Ævars Kjartanssonar við bloggvin og félaga Sr. Baldur Kristjánsson. Stundum hefur manni þótt jaðra við að kynþokkinn færi yfir strikið hjá Valdísi og að gáfurnar ætluðu alveg að fara með Ævar á stundum. Í morgunn var þetta allt í passlegum skömmtum, sennilega af því að maður þekkti viðmælendurnar. Þakka þessu góða fólki Baldurfyrir ánægjulega morgunstund. Þetta er besti tími vikunnar, heima við, til útvarpshlustunar. Ný vika að byrja, en samt ekki búin að leggja neinar kvaðir á hugann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sammála þessu með umræðuna hjá Ævari. Hlusta nú frekar á hann en Valdísi en fræðilega umræðan fer stundum langt yfir skilning almennings. A.m.k. er það mitt mat.

Þetta á auðvitað ekki við ef menn eru menntaðir guðfærðingar þá hafa menn örugglega gaman af.

Anna Kristinsdóttir, 25.2.2008 kl. 11:47

2 identicon

Mér finnst hún Valdís elskuleg aaaaðeins of væmin fyrir minn smekk.. það jaðrar við að maður fái ofsætu tilfinningu eins og þegar borðuð er of sykursæt terta... Ef hún myndi aðeins draga úr þessari sætu þá væri hægt að hlusta.. ég bara get það ekki núna.. ég fæ kipp upp í augað.. en kannski er það bara ég..

Björg F (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:03

3 identicon

Hún var ágæt í byrjun,en í dag nei takk,hún kann varla Íslenskt mál,,,,geðveigt,,,,ógeðslega,,,,Þetta er hún að nota í sí og æ.Bless Valdís.

Númi (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir athugasemdir. Er ekki einmitt málið að stundum er maður sjálfur þannig innstilltur að maður vill hafa aðra eftir eigin viðmiði og stundum er maður jákvæður á fjölbreytileikann og kann að meta hann. Þennan morguninn var ég þannig stemmdur að ég var bæði til í gáfulegar umræður um fordóma og nautnalegar stunur yfir sukkulaði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.2.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband