Jón forseti lendir í hremmingum

Ó Jón

Sjálfstæðismenn vilja hanna ímynd mikilfengleikans. Það hefur meðal annars komið fram á þann veg að þeir hafa iðulega takmarkað umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika skoðana. Hagræða sannleikanum og sögutúlkun þannig að þeir hafi einir staðið á sviðinu í þróun íslensks samfélags. Einn harðasti fulltrúi slíkrar nálgunar notar pistil dagsins í að snúa út úr ummælum mínum, en hefur jafnframt lokað á möguleika minn að gera athugasemdir.

Þeir sem ekki hafa fylgt flokkslínunni hafa iðulega verið púaðir niður og gerðir útlægir. En ég stefndi nú ekki á frama í Flokknum svo það skapar ekki teljandi vandamál fyrir mig að vera útilokaður frá umræðu. Hinsvegar hef ég miklar áhyggjur af því að þessi ötuli talsmaður er byrjaður að innlima í Flokkinn látna þjóðhöfðingja sem að gætu bætt og elft ímyndina. Þannig er búið að stilla Jóni Sigurðssyni forseta upp´sem fyrstum í röð forystumanna Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er auðvitað bara fyndið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi myndaröð Hjartar er misnotkun á persónu Jóns forseta að mínu mati. Miklir hæfileikamenn eru þarna, hver um annan þveran, því verður ekki á móti mælt; en þetta gefur í skyn einhverja náttúrlega hefðarröð, sem eigi að enda á eðlilegasta máta í Davíð Oddssyni öllum samtímamönnum okkar fremur. Þeirri goðsagnarsmíð hafna ég.

Jón Valur Jensson, 12.3.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú er ég sammála Jóni Vali og er það nú ekki oft.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 02:11

3 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Verð að vera sammála bloggara og ofangreindu fólk, vel orðað Jón Valur!

Ísleifur Egill Hjaltason, 12.3.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Í færslu minni vís ég til Jóns Sigurðssonar og Hannesar Hafstein sem "þjóðhöfðingja" í merkingunni að þeir voru forystumenn íslenskrar þjóðar á sinni tíð. Þeir voru ekki "head of state" ef hugtakið er túlkað þannig.

Í afmælisstandi og ævisögu tókst Davíð Oddssyni að skilgreina sig sem óskilgetið afkvæmi Hannesar Hafstein. Það er svo sem þekkt söguskýring að ákveðinn hluti af Heimastjórnarflokknum hafi orðið að Sjálfstæðisflokknum.

En þetta eru alveg nýjar hremmingar sem Jón Sigurðsson er að lenda í með sögutúlkun Hjartar og leið hans til að upphefja sólguðinn Davíð sem settur er síðast í rununni.

Félagi Bjarni Harðar gagnrýnir Hjört fyrir meðferðina á Jóni forseta og að "stilla honum upp með formönnum Sjálfstæðisflokksins. Það er bara hallærislegt - Jón var okkar allra og af nútímastjórnmálamönnum líkist Ólafur Ragnar Grímsson honum mest í taktík og hugsun! Ekki ætlarðu að setja hann þarna í borðann!"

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.3.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þarn a á hann Jón forseti vel heima og er ég þess fullviss, að einmitt þarna hefði hann viljað vera, hjá þjóðræknum og íhaldssömum flokki grandavara manna, af báðum kynjum.

Sveiflan fer þarna afar nærri vilja Jóns forseta.  Hann var Vestfirðingur og góður og gegn þjóðræknismaður, líkt og með okkur hina innan Flokksins.

Miðbæjaríhaldið

Íslandi allt

ef ekki  þá, -- Vestfjöörðum meiri mátt

Bjarni Kjartansson, 12.3.2008 kl. 15:39

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sé engan svip með Jóni Sigurðssyni og herra Ólafi Ragnari Grímssyni.

Sjálfur er ég Vestfirðingur að góðum hluta og vil ekki, að nafn Jóns forseta sé misnotað svona á nokkurn hátt eða neinum nútímapólitíkus til upplyftingar. Þeir geta reynt að standa sig í sínu stykki sjálfir. Ef við í alvöru færum að líkja þeim við Jón Sigurðsson, værum við einungis að draga hann niður og nær meðalmennsku okkar hinna.

Jón Valur Jensson, 12.3.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Ólafur Als

Svona, svona, Jón Valur. Vertu nú ekki að ræna nafna þinn hans pólitísku sannfæringu. Hann var um margt flókinn maður en umfram margt annað var hann fulltrúi frelsis á mörgum sviðum, jafnvel svo að líkja má við klassíska Laissez-faire stefnu. Öll frjálslynd stjórnmálaöfl mættu taka viðhorf Jóns Sigurðssonar sér til fyrirmyndar um hluti á borð við verslunarfrelsi og frelsi einstaklingsins - og ef svo ber undir; telja sig í sérstöku andlega sambandi við manninn.

Ólafur Als, 12.3.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi orð þín, Ólafur, eru þó alger brauðfótarök fyrir því að álykta, að hefðin frá Jóni forseta hafi líkamnazt í þeim sem nú situr í Seðlabankanum.

Jón Valur Jensson, 14.3.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband