Siðblinda

Economist_no-regretsÞað er ástæða til að óska fjölskyldu Halldórs Laxness til hamingju með niðurstöðu Hæstaréttar. Framganga Hannesar í þessu máli hefur öll verið honum til minnkunar. Að fara fram af slíku kappi við ævisagnaritun í óþökk ættingja og bæta síðan um betur og gera frásagnir skáldsins að sínum er mikið tillitsleysi.

Í þokkabót virðist hann ekki kunna að skammast sín og iðrast einskis, samkvæmt viðbrögðum lögmannsins. Málið er sagt snúast um lagatæknileg atriði, en ekki um hvað var gert rangt. Engin sjálfsgagnrýni. Hannes á möguleika á að toppa siðblindu þingmanns úr sama flokki sem fékk á sig fangelsisdóm, en virtist aldrei sjá að hann hefði gert neitt rangt.

Sumir eru of stoltir til að viðurkenna veikleika eða mistök, en einmitt sú tilhneiging opinberar að þeim er ekki treystandi.


mbl.is Höfundarréttur tekinn alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Að fara fram af slíku kappi við ævisagnaritun í óþökk ættingja..."

Halldór Laxness var ekki maður úti í bæ. Hann er töluvert mikilvæg persóna í Íslandssögunni.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er enginn aðdáandi Hannesar en hef á tilfinningunni að þetta hefði ekki orðið svona mikið mál ef einhver annar hefði skrifað þetta. Hef ekki lesið bókina.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hefði átt að segja ef einhver annar hefði gert þetta!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvatinn að ritun bókarinnar var að sýna fram á að Halldór Laxness hefði ekki verið góður pólitíkus.

Árni Gunnarsson, 13.3.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: haraldurhar

     Sú spurning hlítur að koma upp hvort Hannes sé hæfur til að gegna stöðu sinni hjá Háskóla Íslands eftir að hafa hlotið dóm fyrir ritstuld, og þar að auki jafnvel dóm fyrir ærumeiðandi ummæli. 

   Mitt svar er að hann sé óhæfur og hafi verið það alveg síðan Sverrir skipaði hann í lektorsstöðuna.

haraldurhar, 14.3.2008 kl. 00:26

6 identicon

Hvað sem menn segja um Hannes þá eru bækurnar hans um Laxnes virkilega skemmtilegt lesning og miklu betra en annað sem hefur verið skirfað um kappann.

Villi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:55

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

.."skemmtileg lesning"..  þökk sé HKL sem skrifaði frumtextann?

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.3.2008 kl. 07:25

8 identicon

Líka áfellisdómur yfir Háskóla Íslands. Þar hlýtur að vera gerð krafa um gripsvit leiðbeinenda. Og þegar það er augljóslega ekki til staðar hlýtur bæði að verða að gripa til ráðstafana og einnig velta fyrir sér hvernig einstaklingur af þessu tagi gat fengið þar vinnu.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 07:55

9 identicon

Það verður gaman að sjá hverjir skipa Hæstarétt ef málið fer þangað.  Jón Steinar, Ólafur Börkur, Þorsteinn Davíðsson ........?

Alli (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:39

10 identicon

Það er slæmt að þeir fjölmörgu sem urðu fyrir því að HKL rændi og ruplaði höfundaverk þeirra, eins og bent er á í bókum Hannesar, skuli ekki hafa átt vini og vandamenn, sem undantekningalítið hafa verið á framfæri hins opinbera alla sína tíð, til að sækja fébætur vegna höfundaréttarbrota.

 Jafnframt ítreka ég þá skoðun mína, að það eigi að skila öllum "gjöfum" fjölskyldu HKL til "íslensku þjóðarinnar" og "selja" þeim aftur þær eignir sem voru keyptar óheyrilegu verði!

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:12

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

HHG sem boðar frelsi, einkaframtak og minni ríkisafskipti hefur undantekningalítið verið á framfæri hins opibera ... ?

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.3.2008 kl. 09:33

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Að fara fram af slíku kappi við ævisagnaritun í óþökk ættingja "

Var HKL ekki alla ævi að geðjast almenningi og reyna að verða hans eign?

Svo má ekki skrifa um konung ritstuldarins.

Þú manst eflaust hvar HKL leitaði fanga fyrir Íslandsklukkuna.

Ég tek undir það að þjóðin þarf ekki á Gljúfrasteini að halda eða öðrum minningum um þennan mann.

Guðný getur bara rekið þetta í eigin reikning.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.3.2008 kl. 10:48

13 identicon

Ég hef einmitt hugleitt mikið stöðu Hannesar hjá HÍ. Ég er í námi við HÍ og þar er það skýrt tekið fram í hvert sinn sem við skilum ritgerð að ritstuldur sé brottrekstrarsök úr skólanum. Þannig er það bara.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:51

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið siglir nú lítið fólk hér. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði ævisögu sem er engu síðri en ævisaga Halldórs Guðmundssonar. "Ættinni" var sýndur sómi með þeim mikla áhuga sem er á Halldóri Laxness. Málaferli þessi eru eina siðblindan sem ég get séð. Hatrið út í Hannes Hólmstein er frekar sjúkt og Gunnlaugur B. Ólafsson í sæti dómara götunnar er ekki spennandi dómskerfi. Dómur Hæstaréttar er að vissu leyti áfall fyrir réttarkerfið á Íslandi. Eiga pólítískir trúbræður eða sérvalið fólk í framtíðinni að skrifa Íslandssöguna? Þá verður ekki skrifuð nein saga, kammeratar. Sagan frá einni hlið er ráðsstjórn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.3.2008 kl. 15:33

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mitt innlegg er að fagna niðurstöðu Hæstaréttar að taka á þjófnaði og að furða mig á því að hann kunni ekki þá háttvísi að biðja fólk sem hann hefur brotið á afsökunar. Orðalag Vilhjálms sýnir nú vel hver er í hlutverki götustráks.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.3.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband