Ţjáning, ró og friđur

KrossfestingÉg fór ríđandi upp í Laxnes í dag Föstudaginn langa. Fékk mér bjórglas, en ţađ var bara lítiđ. Kom svo til baka og sá ađ ţađ var sveifla og friđarrof í öđru hverju hesthúsi. En ég fór heim fyrir kvöldmát og tók lítinn ţátt í ţessu. Reyndar söng ég "Fram í heiđanna ró". Ţar sem ađ áherslan í textanum er á sköpunarverkiđ og kyrrđina sem ađ ţar ríkir ţá vona ég ađ ţađ hafi ekki brotiđ reglur um helgidagafriđ.

Ţađ sem gćti ţó hafa rofiđ nćđi og friđ almennings í Mosfellsdal má rekja til ţess ađ Haraldur í Andra tók undir og hann er miklu kröftugri söngmađur en ég. En ţađ var nú bara ţetta eina lag. Auk ţess var hún Lilla hestakona líka og henni liggur sjaldan lágt rómurinn. Nú er ég ţví orđin svolítiđ efins um hvort ađ ţarna hafi veriđ brotin lög og vanvirtur hinn kristni siđur ţegar mađur sér ađ snarólöglegt er ađ spila bingó á Austurvelli.

Ţađ er mikiđ af forpokuđum íhaldskreddum í fćrslu Guđmundar Jónasar "Vantrúađir vanvirđa kristna trú!" en ég er sammála meginpunkti í fćrslu Ómars Ragnarssonar "Skynsemi hvíldardagsins". Ţađ er sameiginlegt flestum trúarbrögđum ađ taka frá ákveđna daga eđa tímabil til hvíldar og föstu. Mikilvćgt er ađ viđ eyđileggjum ekki ţađ svigrúm sem tekiđ er frá fyrir kyrrđ og ađ hćgja ađeins á amstri og stressi dagana.

Ţetta er speki sem er forn og meitluđ inn í trúarbrögđ og helgidagahald af nauđsyn. Ţó Föstudagurinn langi hafi veriđ allra daga leiđinlegastur í minningunni sem barn, ađ ţá var gott ađ fá einn dag á ári sem ađ allt var meira og minna stop. Ţunglamaleg dagskrá á Gufunni o.s. frv. Hinsvegar tókst Vantrú međ bingóinu á Austurvelli ađ benda réttilega á kjánalegt valdbođ sem ađ er sett inn í lög. Ađ bingó skuli brjóta í bága viđ lög en ekki ýmislegt annađ.

Vantrú skautar hinsvegar alveg fram hjá ţeirri stađreynd ađ píslargangan og frásagnir henni tengdar eru ađ stórum hluta spurningar um meginţćtti í mannlegu eđli, glímuna milli hins góđa og hins illa. Krossfesting Jesú er ţví á vissan hátt af holdi og blóđi í nútímanum. Hún opinberar grimmd og ţjáningu, sem verđur til ţess ađ á mörgum heimilum er dregiđ í hálfa stöng. Fáninn blaktir rólega í golunni af ţví ađ ţessi saga hefur sígilda merkingu og inntak.


mbl.is Vantrúađir spila bingó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvćmlega  ......     eđa bara hafa ţađ eins og helv......íhaldssömu bretarnir.... "just" a bankholiday!!!    Yes????

Edda (IP-tala skráđ) 23.3.2008 kl. 05:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband