Bandaríkin 2,2% vs Ísland 15%

 Krónan

Það er torskilið að bandarískur seðlabanki bregðist við þrengingum með því að lækka stýrivexti í 2,2% en íslenskur seðlabanki bregst við sömu þrengingum með því að hækka þá í 15%. Enn eitt heimsmet Íslendinga! Hér virðist um örvæntingarfulla skammtimalausn að ræða. Það verður fyrirtækjum og heimilum dýrkeypt að halda úti þessum gjaldmiðli.

Þó að ég telji það rétt mat hjá ríkisstjórninni að vera ekki að bregðast við óróleikanum fyrir páska með yfirlýsingum um inngrip. Slíkt hefði getað skapað enn meiri óvissu. Margt bendir til að markaðir hafi nú róast verulega og þá er kominn tími til að ríkisstjórnin geri áætlun um að koma hér á eðlilegu fjármálaumhverfi og vaxtastigi.

Ein leiðin til að innleiða stöðugleika og traustari gjaldmiðil er aðild að ESB og að taka upp evru. Hún er nærtækust, en ef vilji er að fara einhverja fjallabaksleið, þá förum við hana. Þessi hávaxtastefna mun murka lífið úr rekstri og nýsköpun í landinu. Verðum því að skilgreina langtímalausnir.


mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skoðaðu sögu vaxta í USA á níunda áratug síðustu aldar.

Fannar frá Rifi, 25.3.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er að benda á mismunandi viðbrögð við sömu alþjóðlegu niðursveiflunni. Afhverju Íslendingar bregðast einir við með hækkun stýrivaxta er að Seðlabankinn er að örvæntingarfull tilraun til að gera krónuna girnilega fyrir fjárfesta. Aðalmálið er að skilgreina leiðir í langhlaupinu að vextir hér á landi verði 2-5%.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 13:29

3 identicon

Það er ósköp einföld skýring á þessu:
Íslenskir bankar hafa miklu auðveldara með að græða á fólki heldur en hinir erlendu.
Það er miklu færara starfsfólk í Íslenskum bönkum og svo er almúguring svo heimskur að láta kúga sig svona.
Þvílíkt rugl.
Íslendingar, standið upp gegn:
vaxtakúgun
verðtryggingu
gengisleikaraskap

Langbest er að ganga í Evrópusambandið áður en allt fer út um þúfur.
Hvernig er hægt fyrir 300 þúsund manna þorp að halda uppi eigin gjaldmiðli í viðskiptum á heimsvísu?
Það er ekki hægt að halda áfram með þennan hálfkæring. Annað hvort einbeitum við okkur að okkur sjálfum og "export/import" eða höldum áfram útrás sem fullgildur aðili í þessu ríkjabandalagi.

Einar (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það þarf alla vega að fara fram vitræn og málefnaleg umræða um inngöngu í ESB og Evruna.  Það er leiðinlegt hvað sumir eiga auðvelt með að gaspra einhverja vitleysu (ekki að ég sé að beina því til neins hér á þessu spjalli).

Garðar Valur Hallfreðsson, 25.3.2008 kl. 14:17

5 identicon

Flestir sem vilja ganga í ESB, eru að gaspra einhverja vitleisu (ekki að ég sé að beina því til neins hér á þessu spjalli).

ÓBJ (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:08

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Lausnin felst þá í því að leggja eitthvað vitrænt inn í umræðuna. Þetta er auðvitað flókið mál og því auðvelt að grípa til einfaldra slagorða. Það er íhugunarefni að þeir sem eru andsnúnir frekari skoðun á Evrópuleiðinni og leggja ekki til einhverjar nýjar fjallabaksleiðir, þeir nota sömu rökin og notuð voru gegn EES.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 17:23

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef það væri núna 3% stýrivextir, eða 2.2% eins í USA. hvernig væri þá ástandið Gunnlaugur? Gerir þú þér einhverja grein fyrir því? eða ertu bara að gaspra út í loftið til þess að knýja á ESB inngöngu?

Með 3% vöxtum eða lægri væri verðbólgan í hundruðum prósenta. já hundruðum. par með fasta vinnu og segjum 500.000 á mánuði (fyrir skatt). bara 3% vexti á neyslu lán.

fasteignir væru tvisvar sinnum hærri. 45 milljón króna lán. ekkert mál. neyslu lán, bílalán. allt þetta væri mun mun algengara með lægri lánakjörum. þá er samt ofan á mikið að bæta þar sem við höfum tekið stór lán á nokkuð háum vaxtakjörum.

og hverjir fara ferst útúr þessu? nú þeir sem minnst meiga sín og fara hægast upp launa stigan. verkalýðurinn. landið færi í einn hnút nema þá að ríkið myndi draga úr umsvifum sínum um 50%. bæði í útgjöldum og með því að segja upp 50% af öllum þeim sem vinna hjá því.

samt þegar ég skrifa þessi orð, þá held ég að ég sé að berja hausnum í stein. ég held að þú sért öfgatrúaður ESB sinni og munir aldrei lýta viðlits eða taka mark á nokkrum rökum gegn þinni trú og sannfæringu. 

Fannar frá Rifi, 25.3.2008 kl. 18:50

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fyrir þremur árum var ég á móti ESB og taldi að hér væri allt mest og best, við gætum verið öllu og ölum háðir. Svona um það bil. Man að ég hitti ítalskan þingmann fyrir um fjórum árum sem sagði við mig að það væri óumflýjanlegt að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það kviknaði þessi þrá að sína fram á að við gætum staðið utan þess og allt þetta tal um beinu samningana.

Síðan sé ég að það var ekki að hann væri að segja að við yrðum þvinguð til inngöngu. Heldur einfaldlega að það er óhollt að berja hausnum við steininn til lengdar. Það eru samlegðaráhrif margs konar sem eru jákvæð og mynda tækifæri fyrir menningu og fjárfestingar. Margs konar löggjöf sem tengd er ESB og öðrum alþjóðasamningum hafa verið mikil gæfuspor og skapað þegnunum margs konar réttindi.

Mér sýnist þú vilja hafa hér á landi efnahagsstjórn með áherslum sem að er öll með öfugum formerkjum miðað við það sem gerist á meginlandi Evrópu og í Ameríku. Gjaldmiðillinn er það lítill og alþjóðleg umsvif bankana það mikil að þau geta stillt af krónuna eins og þeim hentar. Við verðum að leita einhvers staðar í skjól undan ókostum krónunnar. Það er ekkert þjóðlegt við krónuna, hún er arfleifð frá Dönum.

Það er örugglega orðinn mikill meirihluti þjóðarinnar sem sér að það að hafa slíkan gjaldmiðil hefur fleiri ókosti en kosti. Eins og ég sagði einfaldasta lausnin er að klára það sem eftir er af inngöngunni í ESB og taka upp evru, nema að menn nái sátt um eitthvað annað sem ég kalla fjallabaksleið. Hvað vilt þú - svissneskan franka, norska krónu .....

Það getur ekki verið að þér sem frjálshyggjumanni finnist þetta í lagi. Hugmyndaríkur og skapandi einstaklingur sem vill setja af stað fyrirtæki býr við svo margfalt verri kjör til lánafyrirgreiðslu en í öðrum löndum. Þar er það að hafa lága vexti kallað að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Hér virðist það vera að frjálshyggjan felist í að mergsjúga einstaklinginn, eða hvað?

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 20:42

9 identicon

Sorrý, við skulum hætta með heimskulegar athugasemdir og byrja á "vitrænum".
OK, ég er búinn að búa í Þýskalandi í 23 ár og þetta ástand sem Fannar frá Rifi finnst ekki hér. Ég byggði hús hérna fyrir 2 árum, lánið óverðtryggt og 3,75% vextir.
Af hverju eru lágir vextir svona slæmir?
Það er ekki hægt að banna fólki að neyta með því að refsa því með of háum vöxtum. Íslendingar eru ekkert vanþroskaðri en aðrar þjóðir að því leyti, eða hvað?
Það er hægt að reyna að koma í veg fyrir óhóflega áfengisdrykkja landans með því að leggja háa tolla og skatta á áfengi.
Flestir sem ekki vilja inngöngu í ESB er illa menntaður verkalýður. Alltaf hræddir við breytingar, það jaðrar við fasisma (ÓBJ: "vitleysa" skrifar maður með y).
Það er allt í lagi að gaspra ef maður hefur gott til málanna að leggja og er með ferskar, uppbyggilegar hugmyndir. Ekki bara niðurdragandi, neikvætt nöldur.
Það er hægt að kjafta allt í hel. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að það séu fjölmiðlarnir sem sannfæri okkur um það að nú sé að koma kreppa. Auðvitað byrja allir að halda að sér með fjárfestingar. Svoleiðis fer "kreppan" af stað.

Einar (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:09

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Það getur ekki verið að þér sem frjálshyggjumanni finnist þetta í lagi. Hugmyndaríkur og skapandi einstaklingur sem vill setja af stað fyrirtæki býr við svo margfalt verri kjör til lánafyrirgreiðslu en í öðrum löndum"

að svigrúm til umsvifa og þróunar versni eins og þau eru í ESB þar sem stöguleikinn er svo mikill að ný sköpun á sér varla stað nema í gömlu sovétlöndunum sem eru að komast út úr margra ára kreppu.

" Þar er það að hafa lága vexti kallað að fá hjól atvinnulífsins til að snúast."

Til þess að verðbólgan eins og áður segi fari af stað á milljón. afhverju helduru að þennslan sé búinn að vera svona mikil? atvinnuleysið hefur farið niður fyrir það sem kallað er "náttúrulegt atvinnuleysi". náttúrulegt atvinnuleysi eru þeir sem eru á milli starfa, vilja ekki vinna og eru að koma úr námi. atvinnuleysið fór í 0.8%. einhverja mánuði. og það þrátt fyrir gríðarlegan innflutinging á fólki frá öðrum ríkjum.

svo getum við talað um skattanna. Reiði ESB gagnvart Sviss og sjálfstæðri og samkeppnishæfni skattastefnu er gott dæmi um valdahrokan í Brussel. reyndar eru hugmyndir um sameiginlegt skattakerfi ESB á umræðu og málamiðlunarstiginu. miðað við skatta í Frakklandi og Þýskalandi, í minna falli Spánn, Ítalí og að einhverju leiti Bretland (þetta eru þau ríki sem allt miðast við í ESB, allt annað eru auka leikarar) þá myndu skattar á einstaklinga og fyrirtæki hækka. Sem verkamaður (já ég vinn sem verkamaður hjá Verktaka í Borgarnesi) þá er ég ekkert hrifin af því að stór hluti tekkna minna fari í skatt.

Lánin sem ég hef tekið eru mín ábyrgð. ég hefði alveg getað sleppt því að kaupa bíl, en gerði það ekki því tel mig geta borgað af lánunum. ég hefði líka alveg getað sleppt því að kaupa íbúð, en einhverstaðar verð ég að búa. ég hefði getað keypt ódýrari íbúð en ég vildi frekar þessa sem ég er í. vandi minn og annarra er heimatilbúinn. ég ásamt öðrum hef ýtt íbúðaverðinu upp.

ef við eigum að segja skilið við krónuna þá Evran það vitlausta sem við myndum taka upp. ef myndum byrja á morgun þá myndi það taka í besta falli 5 ár að komast inn í ESB. besta falli. síðan þurfum við að uppfylla helling af skylyrðum til að taka upp evruna. það tæki svona 10 ár í besta falli.

að mínu mati ættum við frekar að horfa til þess að útvíkka Ísland-Færeyjar fríverslunar sáttmálan sem er einn víðtækasti á sínu sviði í heiminum og gerir löndin tvö nánast að einu í efnahagslegu tilliti. Grænland og Noregur ættu heima inn í honum og þá erum við kominn með mjög stórt efnahagssvæði sem nær yfir allt norðanvert atlantshaf. sameiginlegur gjaldmiðill væri að einhverju leiti ásættanlegur í slíku umhverfi. 

annar samruni en þessi efnahagslegi væri með öllu óásætannlegur. þjóðfáni, þjóðsöngur, sameiginlegur þjóðhöfðingi, sameiginlegt löggjafarþing og framkvæmdarvald, sameiginleg utanríkisstefna eða einhverskonar önnur árátta til þess að búa til eitthvert stórveldi væri ekki til umræðu. 

að lokum, ef bankarnir fara eitthvað að brúka sig þá er mjög einfalt ráð til. Annað hvort hagið þið ykkur eins og seðlabankinn segir eða þið munið ekki fá á nokkurn hátt ríkisábyrgð ef í harðbakkann slær. seðlabanki íslands er núna að sína að honum er alvara um að berja bankanna og aðra í fjármálaheiminum á íslandi til hlíðni.  

Fannar frá Rifi, 25.3.2008 kl. 21:17

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar, hvernig er atvinnuástandið í þýskalandi? sama og þegar kreppann mikla stóð sem hæst kannski?

Fannar frá Rifi, 25.3.2008 kl. 21:18

12 identicon

Fannar, þetta eru mjög áhugaverðar hugmyndir og er ég sammála að mörgu leyti.
Hér í Þýskalandi er mikill skortur á tæknilega menntuðu fólki og hefur verið lengi.
Atvinnuleysið fer batnandi. Ástæðan að atvinnuleysinu hérna er allt önnur: fólksfækkun sem stuðlar að samdrætti. Ástandið er langt frá því að vera eins og í Weimarer Republik.
Hérna hafa auðvitað nokkrir bankar orðið fyrir barðinu á verðbréfahruninu. Það er bara eðlilegt. Þetta gerist reglulega í kapítalismanum. Sjá www.zeitgeistmovie.com, 3. kafli.
Yfirleitt eru kvaðir og álögur ESB til þess að vernda borgara þess.
Ef það er ekki hægt að uppfylla þær lágmarksgæðakröfur sem ESB gerir, þá er sjálfsagt best að halda sér sem fjærst því.
Hvað mundi breytast með inngöngu í ESB:
Engir

Einar (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:36

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannar, þú svarar ekki spurningunni varðandi það hvort ekki sé æskilegt fyrir heimili og fyrirtæki og þá sérstaklega með tilliti til nýsköpunar, athafanfrelsis einstaklingsins, að búa við sambærileg vaxtakjör og finnast á meginlandi Evrópu og í Ameríku.

Þú ferð að tala um minni þenslu á meðal milljónaþjóða heldur en ríkt hefur hér í tengslum við þá tilbúnu loftbólu sem hér hefur ríkt. Þanin út með erlendri lántöku og ríkisvæddri stóriðjustefnu. Lokaniðurstaða - Íslendingar eru skuldsettasta þjóð í heimi. Sex milljónir á hvern einstakling eftir að eignir hafa verið dregnar frá (fasteignir gætu þó auðveldlega talist ofmetnar).

Við eigum að efla íbúalýðræði og frelsi einstaklingsins í sínu nærumhverfi, sameina Norðurlöndin, Grænland og Færeyjar svo þau geti komið fram með álíka vægi og stórþjóðirnar.

Fæ ekki alveg séð hvernig þú færð það út að Seðlabankinn sé að berja á bönkunum með stýrivaxtahækkun! Er einhver Davíðsdýrkun að laumast þarna í gegn .... ?

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nýsköpun þarf starfkrafta. við gætum dælt peningum inn í samfélagið og ekkert nema verðbólga myndi verða afleiðinginn af því ef við það er ekki fleyri sem geta hafið störf við ný fyrirtæki. Bankarnir fóru í keppni sín á milli á eftir hæfu starfsfólki, yfirbuðu gríðarlega sem leiddi til gríðarlegra launahækkanna. þær eru ekki slæmar í sjálfum sér, en eru í þegar á heildina er litið þennslu aukandi með tilheyrandi verðbólgu.

Ef gæti núna tekið lán á lágum (2.2% vöxtum), auðveldlega upp á +20 milljónir á íbúð, síðan stofnað ehf í einhverju, og tekið hærra lán og hafið rekstur, þá myndu allir hafa það tækifæri. það er ekki slæmt. nema vegna þess að ég gæti ekki ráðið neinn. síðan myndu peningarnir sem ég fengi gufa upp því allir aðrir væru með eins mikla peninga og við færum í keppni um alla starfskrafta. 

20%+ hækkun launa er æðisleg, en þeir sem vinna við að selja okkur nauðsynjar myndu hækka einnig í launum sem þýddi aukinn verðbólga á nauðsynjavörum. á endanum myndi öll launahækkun tapast í verðbólgu og þannig myndi hagur hvers og eins ekkert batna. 

6 milljónir á hvern einstakling. já er það ekki að miklu leiti hagstæðum neyslu lánum að þakka? ég meina íbúðarlánasjóður hefur verið að undirbjóða markaðinn í þeirri þennslu sem hefur átt sér stað. stór hluti af þessu er lán sem ég og þú erum búnir að taka. myndi staða okkar batna ef við værum með 2% lán af 40 milljónum en ekki 4% af 20? svo við tökum einfalt dæmi?

ég hef engan áhuga á því að sameina norðulöndin pólitískt. efnahagsleg og varnarleg samvinna er hagstæðust fyrir alla aðila. afhverju ættum við að afnema lýðveldið eftir rétt 64 ár af sjálfstæði og gangast undir lög annarra? við getum sagt að við höfum sjálfstæði með þingi undir ESB, en við höfðum líka löggjafar þing hér á landi eftir að við gengum undir noregskonung með gamla sáttmála. vorum við ennþá sjálfstæð þá?

íbúalýðræði? við erum með ákveðin svæðisstjórsýslueiningar sem eiga að sinna einstaklingum í samfélaginu á þann hátt sem þann sem ríkið sinnir þeim. þetta kallast sveitarfélög. ef það ætti að auka "íbúalýðræði" þá er spurning um það að skipta um höfuðborgarsvæðinu eða öðrum stórum og fjölmennum bæjarsamfélögum í minni stjórnsýslueiningar. það er búa til fleyri sveitarfélög.

ég er að segja með seðlabankann, að hann verður að taka sömu stöðu gegn verðbólgu og seðlabanki bandaríkjanna sem þú vitnar svo mikið í hérna með sína 2.2% vöxtum, gerði þegar þeir áttu í messtu erfiðleikum með verðbólgu á níunda áratugnum.

þegar kemur að einkahlutafélögum, þá skipta lánin engu máli fyrir mig og þig. þessi félög gætu verið skráð í bretlandi eða á jómfrúareyjum. þá færi erlend lán þeirra hærri. málið er að allir skulda. sérstaklega í niðursveiflum. lán einkafyrirtækja er mál og vandamál þeirra sem eiga þau fyrst og fremst. þeir tapa messt ef þau fara á hausinn. helduru að eigendur FL group hafi brosað þegar félagið tilkynnti halla í rekstri félagsins?

stóriðjustefna? nú þar er ég að mörgu leiti sammála. stóriðjustefnan hefur verið af pólitískum toga. landvirkjun á ekki að standa í pólitískum framkvæmdum. en oftast ef eitthvað er minnst á þetta "almennings" hlutafélag þá verða allir vitlausir af reiði. síðan verða þeir sömu oft alveg vitlausir af reið þegar það gerir eitthvað. ákveðið ykkur, á Landsvirkjun og önnur almenningseignar orkufyrirtæki eins og OR, að sjá um nauðsynlega þjónustu fyrir almenning eins og td. með rafmagni og heitu og köldu vatni, eða á það að vera í stjórnmálum og setja niður álver eða önnur iðnaðarmannvirki eftir vilja stjórnmálamanna? 

Fannar frá Rifi, 25.3.2008 kl. 23:32

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka þér fyrir törnina Fannar. Þú ert þó ekki slík gunga sem félagi þinn Hjörtur að vera búin að loka sig inn í skáp með sína Euro-speki.

Getum við ekki dregið þetta saman þannig, að við þurfum að hafa frelsi og vera virk í sveitarstjórn, landstjórn, Norðurlandaráði, Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum. Þetta er svona lagskipting valds og ekkert lag má skyggja á hitt. Mikilvægast af öllu eru völdin, frelsið og valið, sem við höfum sem einstaklingar og í einkalífi, en þau eru mest og ríkulegust ef að allar hinar víddirnar eru að virka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.3.2008 kl. 00:54

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að mínu mati á þetta að vera svona:

Sveitarstjórnarstigið - þjónusta við einstaklinga og fjölskyldur þeirra. bein eða nánari tengsl milli íbúa og stjórnmálamanna en á nokkru öðru sviði. innan þessarar þjónustu ættu öll heilbrygðismál að heima sem ekki eru vegna eðlisíns hægt að sinna nema á landsvísu. ég myndi vilja sjá landsspítala stofnaðann aftur og sér borgarspítala. mennta og menningarmál, skiplags og síðan allt annað sem núna fellur undir sveitarstjórnir á að vera þar áfram. aukinn hlutur sveitarfélaga í skattinu, bæði virðisauka og tekjuskattinum. vald til að stjórna innheimtunni mun frekar og getað þá lækkað og hækkað skatta að einhverju marki. með þessu væri einnig hægt að minnka þörfina á jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 

Landsstjórnarstigið:  - stjórna á landsvísu þar sem málefni allra eða margra svæða er um að ræða. messt megnis eins og það er í dag nema með miklum samdrætti í stærð hins opinbera á vegum ríkissins vegna tilfærslan til sveitarfélaga. öll samskipti við erlend ríki. 

Sameinuðuþjóðirnar: - umræðu og ákvörðunar staður sjálfstæðra og fullvalda þjóða. eitt ríki = eitt atkvæði

ESB er að mínu mati ekki til þess fallið að leiða hagsmuni Íslands til lengri tíma. jú við gætum reddað einhverju með því í dag en til lengri tíma litið, sérstaklega með tilliti til þess að ESB hefur verið með sí auknu mæli að þróast til sambandsríkis, bæði leint og ljóst. EES eða tvíhliðunar samningar gætu verið mun betri til þess fallnir að auka kjör okkar.

Við eigum frekar að taka upp það sem gott er í lögum og reglum ESB og annarra landa og sneiða hjá ókostunum. EES var gríðarlega gott á sínum tíma. EES samningurinn var á þeim tíma þegar ísland var opnað fyrir umheiminum. án EES hefði verið erfitt að breyta mörgum hlutum sem þá voru sjálfsagðir að mörgum fannst. í dag erum við ekki lengur einhver útnári heldur að verða miðpunktur.

Siglingaleiðinn um norður íshaf til asíu er í sí auknumæli að verða greiðfærari. sem land sem stendur utan stærstu valdakjarnanna höfum við tækifæri á því að auka mikilvægi okkar. Sviss var mikilvægt hér áður í evrópu sem miðpunktur fyrir stórveldi álfunar. hlutlaust ríki hjálpaði stórveldunum mikið í samskiptum sín á milli. Við erum núna að verða á milli, Evrópu, USA, Rússlands og Kína. 

Ef við viljum halda í það sem Bjarni Ben lagði að vörn sé í hlutleysi gagnvart stórveldunum, þá þurfum við að vera þeim öllum mjög nauðsynleg. í ESB myndum við lenda innan deilna sem ESB mun eiga við önnur ríki. Stál og Bananna deilan hérna um árið er gott dæmi um það.  

Fannar frá Rifi, 26.3.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband