Minkasíur

MinkasíurÞað var ánægjulegt að sjá viðtal við Reynir Bergsveinsson föðurbróður minn frá Gufudal áðan í Kastljósinu. Hann hefur þróað svokallaðar "minkasíur" sem er afkastamikil aðferð til að hreinsa ár og vötn af hinum grimma skaðvaldi sem slapp á sínum tíma út í íslenskt vistkerfi.

Reynir er mikið náttúrubarn og búin að vera við veiðar í meira en hálfa öld. Hann hefur safnað mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði sem að er gott að hann nái nú að nýta og miðla með þessum hætti. Þó hann sé ekki eins léttur í spori og þegar hann var tvítugur þá fer hugurinn hratt yfir.

Myndin er af vef BB á Ísafirði. Hér eru tenglar inn á fréttir af síunum og veiðiaðferðum Reynis.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=51666

http://www.bbl.is/index.aspx?groupid=38&TabId=46&ModulesTabsId=191&NewsItemID=1661


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband