"Fólk er búið að fá nóg"

Síðustu daga erum við búin að heyra endurtekið af "aðgerðaleysi" ríkisstjórnarinnar og jafnvel oftar hefur verið sagt "fólk er búið að fá nóg". En það er skrítið að fá nóg af þeim sem ekkert er sagður gera. Erum við ef til vill búin að fá nóg af góðærinu, eyðslunni og spennunni? Eru nýju trukkarnir sem fengnir voru með bílaláni orðnir of margir og samkeppnin það hörð að það er ekki rekstrargrundvöllur? Erum við það skuldsett að niðursveifla stuðlar að alls herjar rótleysi og taugaveiklun. Sennilega eigum við nóg af efnislegum gæðum?

Nú þurfum við að læra að lifa lífinu í jafnvægi og sátt. Ekki sveiflast frá því að vera þjóðin sem var fyrir áramót að kaupa upp Danmörku, Bretland og lönd um álfur allar og í þjóðina sem var eftir áramótin að stefna með alla banka landsins í gjaldþrot. Þetta eru merki um alvarlega taugaveiklun í þjóðarsálinni. Sennilega var skynsamlegast fyrir ríkisstjórnina að gera fátt og vera ekki þátttakandi í óróanum. Þannig gefst líka svigrúm til að við áttum okkur á því hvert og eitt að við berum ábyrgð.

Í löndum þar sem að er slíkt undirliggjandi óöryggi og misskipting verður áherslan á að efla lögregluna. En meðalið sem við þurfum helst og mun reynast best og mest er kærleikur og innri ró. Það á við jafnt um vörubifreiðastjóra sem eru "búnir að fá nóg" og víkingasveitir sem eru komnar með hátt hlutfall af einstaklingum sem hafa litla hæfni í mannlegum samskiptum en snöggir til að lenda í hasar. Af þeim sökum treystir almenningur ekki lögreglunni nægjanlega vel.

Kærleiksmiðstöðvar og skilningur væri betri sending en að efla lögreglustöðvar og valdbeitingu. Kirkjurnar gætu gegnt slíku hlutverki ef þaðan yrði miðlað margvíslegu mannbætandi starfi. Þar er trúlega of mikið klerkaveldi til að blómstri farvegur sjálfsprottins manngildis og ástúðar. Staður þar sem við getum glaðst án tilefnis, þar sem við getum þakkað fyrir að vera búin að fá nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gulli, það hafa það ekkert allir gott á Íslandi. Og það er ekki vegna eyðslu og spennu hjá öllum.  Og óánægjan er ekki bara tilkominn vegna þessarar ríkisstjórnar, það nær lengra aftur. Ég kaus sama flokk og þú. En ég vildi aldrei þessa ríkisstjórn. Það heyrist ákaflega lítið í "okkar" fólki.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hólmdís. "Við" erum búin að fá nóg, svo er það bara skipting kökunnar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur er einmitt að fjalla um þetta í Mogganum í dag að málið snýr að minnstum hluta að ríkisstjórninni. Fyrst og fremst skuldsetning og vinnuálag.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.4.2008 kl. 07:19

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ok.Gulli

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 08:04

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög æskilegt hefði verið að ráðherrar hefðu boðið þungaflutningabílstjórum að fara yfir stöðu mála þegar í upphafi þessara mótmæla. Að ræða saman yfir kaffi og einhverju góðu meðlæti hefði ábyggilega verið unnt að koma í veg fyrir alla þessa vitleysu sem á eftir kom. En því miður, ríkisstjórnin virðist vera svo upptekin af við að reyna að leysa flest vandamál heimsins að svo virðist sem enginn tími sé að leysa nokkurn hnút heima við. Í því tekur ríkisstjórnin upp á aðferð strútsins. Er þetta annars ekki ríkisstjórnin þín Gunnlaugur? Reyndar nánast sama ríkisstjórn og ætlar að hafa Lónsöræfi og aðrar gamlar bændaeignir undir sig þegjandi og hljóðalaust undir yfirskyni að um einhverjar „þjóðlendur“ sé um að ræða, hvernig svo sem á að skilja það skrýtna orð?

Hvet þig eindregið til skrifta, þú ert með flugbeittan penna í höndunum. Beittu þínum einföldu en skíru rökum gegn þeirri lögleysu sem framin hefur verið gagnvart þeim bændum sem jafnvel hafa keypt sömu eignir af sama ríkisvaldi!

Baráttukveðjur

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 25.4.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband