Varmársamtökin 2ja ára

Þrátt fyrir að Varmársamtökin hafi ekki náð markmiði sínu um verndun Álafosskvosar og að beina umferð að nýju Helgafellsshverfi í annan farveg heldur en í gegnum útivistar- og verndarsvæðið meðfram Varmá, þá hafa þau haft veruleg áhrif og geta gegnt mikilvægu hlutverki til framtíðar. Í fyrsta lagi sér fólk hversu hratt sveitin er að breytast í borg með litlum kössum á lækjarbakka og í öðru lagi skynjar það mikilvægi þess að vandað sé til skipulagsvinnu. Meginþema aðalskipulags Mosfellsbæjar "sveit í borg" má ekki verða orðin tóm. Almenningur þarf að vera virkur og mótandi aðili um eigin umhverfi. Fyrir þessi gildi, mikilvægi útivistar, tengsl við náttúruna og þátttöku íbúa í mótun bæjarfélagsins, hafa Varmársamtökin staðið vaktina. 

Þann 8. maí eru tvö ár frá stofnun Varmársamtakanna og því við hæfi að halda framhaldsaðalfund samtakanna þann dag. Hann verður í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna og hefst kl. 20.30. Áður en aðalfundur hefst mun fulltrúi frá Mosfellsbæ segja frá undirbúningi að nýju miðbæjarskipulagi. Gert er ráð fyrir almennum umræðum um skipulagið að lokinni kynningu. Á dagskrá fundarins er tillaga að lagabreytingu og kosning í stjórn. Ljóst er að mörg áhugaverð verkefni eru framundan og mikilvægt að fjölmenna á fundinn. Einnig er nauðsynlegt að fá til stjórnarsetu dugmikið fólk, með hjartað á réttum stað, sem er tilbúið í að taka þátt í góðu flæði hugmynda og sköpunar, til eflingar mannlífs í Mosfellsbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eru ekki samtökin farin til Spánar??

Farin fljótlega eftir að þau fengu breytingu á deiliskipulaginu og að hús sem þau fengu eftir Schramarana, áður nefndur sumarbústaður (frístundahús) er nú kommið sem venjulegt einbýli.

 Lítið á svona liði byggjandi, eða hvað?

Miðbæjaríhaldið

situr fast í 101 Rvík

Bjarni Kjartansson, 30.4.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Um er að ræða íbúasamtök í Mosfellsbæ þar sem allir eiga möguleika til áhrifa á opinn og lýðræðislegan hátt. Veit ekki hvort það geti talist vottur um virðingu fyrir slíku opnu félagsstarfi að vísa til þess sem "lið". Slíkt vitnar um óheilbrigt yfirlæti. Flóra mannlífsins er fjölbreytilegri en svo að henni verði skipt upp í - "the chosen ones and the frozen ones"?

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.4.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband