Sumar í Mosó

Kirsuberjablóm

Ţađ er randafluga á sveimi milli bleiku blómanna á kirsuberjatrénu í garđinum. Tréđ er um ţađ bil hálfblómgađ. Í Washington innsiglar blómgun trjánna sumarkomuna í hugum fólks. Á síđasta ári var tréđ í hámarksblóma 12. maí. Miđađ er viđ ađ 70% blómanna séu útsprungin. Ţá hafđi ţetta merki sumarkomunnar látiđ ljós sitt skína 5. apríl í höfuđborg Bandaríkjanna. Ţađ ćtti ađ vera búiđ ađ gefa út formlega komu sumarsins núna fyrir helgi hér á Mosfellsbćjarhálendinu. Ţađ er sem sagt nokkrum dögum seinna sumariđ í ár heldur en í fyrra.

Í maí hef ég veriđ síđustu fjögur árin međ göngur á fellin umhverfis Mosfellsbć. En áđur hafđi ég merkt hringleiđir á Helgafell, Reykjafell, Reykjaborg og Úlfarsfell í samvinnu viđ bćinn og landeigendur. Nú á fimmtudag byrja hinar árlegu göngur á fellin. Byrjunarpunktur hefur veriđ Álafosskvosin og verđur svo enn, ţó hún sé í sárum. Lagt er af stađ klukkan fimm (17:00). Fyrsta felliđ sem fariđ verđur á 15. maí  er Helgafell, nćsta ţriđjudag 20. maí verđur fariđ á Reykjafell, fimmtudaginn 22. maí á Reykjaborg og ţriđjudaginn 27. maí verđur gengiđ á Úlfarsfell. Allir eru velkomnir í ţessar síđdegisgöngur.

Fellin voru á sínum tíma merkt í litum regnbogans, međ rauđum, gulum, grćnum og bláum stikum. Merkingin verđur endurnýjuđ samhliđa gönguferđunum. Ţađ er unniđ í samvinnu viđ útivistarhóp Varmársamtakanna. Ţar er komin grćnn kjarni vaskra meyja og pilta sem vill leggja uppbyggingu útivistarmöguleika í bćjarfélaginu liđ. Leiđirnar á fellin eru eitt af ţví sem gefur Mosfellsbć sérstöđu og fellin hafa mikla möguleika til ađ verđa ađdráttarafl til útivistar fyrir almenning af höfuđborgarsvćđinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Gulli
Ţađ vćri gaman ađ fara á fellin en ţetta er erfiđur tími fyrir fólk í vinnu. Hvernig vćri ađ skipuleggja fellagöngur um helgar? - eđa jafnvel ađ kvöldlagi. Bara uppástunga! Atorkusamur ađ vanda.
Bestu kveđjur,

Sigrún P (IP-tala skráđ) 13.5.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hć Sigrún. Formleg brottför hefur oftast veriđ korter yfir fimm. Fólk á ekki ađ vinna lengur en fram undir fimm, fara í ríflega tveggja tíma göngu og njóta matar í framhaldi. Kvöldin eru ekki betri og á helgum er ég farin ađ fljúga stundum í austurveg. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Eru litirnir ţá í samrćmi viđ erfiđleikastigin eđa bara út í loftiđ?

Hrönn Sigurđardóttir, 13.5.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mitt kirsuberjatré er í fullum blóma.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.5.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hrönn ţetta er e.t.v. ekki alveg út í loftiđ ađ láta hvert fell hafa sinn einkennislit og hringurinn sem ţau mynda gefi tóna regnbogans. En ţetta segir ekkert um erfiđleikastig. Ţar eru ţau nokkuđ svipuđ ađ hćđ, en mislangt.

Hólmdís ég var búin ađ sjá ađ ţú varst orđin drjúg međ ţín blóm 5. maí. En viđ hérna upp á hásléttunni og e.t.v. líka áhrif á lofthita ađ ég er nokkurn spöl frá sjónum. Fór í afmćli í Fossvoginn í gćr. Ţar var kirsuberjatré í fullum blóma. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2008 kl. 23:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband