Útþynning á hlutverki Skipulagsstofnunar

Ljóst er að öfl í þessu samfélagi hafa breytt eðli Skipulagsstofnunar úr því að vera úrskurðaraðili í að vera umsagnaraðili varðandi framkvæmd reglna og laga. Nú virðast orkufyrirtækin ætla að ganga enn lengra og vilja hindra að Skipulagsstofnun setji fram álit eða afstöðu til umhverfisáhrifa.

Það er sterk tilhneiging hjá verktökum, eigendum fjármagns og þeirra pólitísku sendisveinum að innleiða stemmingu þöggunar. Engum er ætlað að hafa skoðun, því niðurstaðan á að vera fyrirfram gefin. Sveitarfélögin sem handhafar skipulagsvalds þurfa sterkt aðhald og leiðbeiningu frá utanaðkomandi fagstofun, eins og Skipulagsstofnun.

Það er aumkunarvert hlutskipti ef stofnunni er eingöngu ætlað að fylgjast með leturstærð og skilafresti á gögnum en sé meinað að tjá sig um innihald þeirra og gæði.


mbl.is Segist ekki hafa hafnað Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"eumkunarvert hlutskipti ef stofnunni"

Ertu ekki kennari eða hvað???

Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gunnlaugur

 Ég ætla að vera örlítið ósammála þér í þessu máli. Mér líkar margt sem Skipulagstofnun hefur sent frá sér, og sannarlega þurfa að vera til aðilar og stofnanir sem geta álfurstanna. Hins vegar hefur mér fundist sem þessi stofnun hafi á tíðum farið offari og jafnvel að fagleg sjónarmið séu sett á hilluna, það er dapurt. Ætla einnig að vera örlítið ósammála þér hvað varðar verktakana vegna þess að þeirra hlutverk er að sjálfsögðu að byggja og það er ekkert óeðlilegt við það. Auðvitað þarf að setja þeim skorður en byggingariðnaðurinn er ekki verri atvinnnugrein en aðar atviinnugreinar.

Vonast hins vegar til þess að komast í Lónið í sumar og fá að kíkja á mjög áhugavert starf sem þú ert að vinna í Mosfellsbænum í mannræktarmálum.

 Svo hef ég mjög gaman af athugasemdinni frá honum Valda. Ég er lesblindur og sé oft ekki þegar ég rugla stöfum eða missi út orð. Þá móðgast fólk oft rétt eins og ég væri nakinn undir frakkanum og opnaði frakkann. Sármóðgað. Ég heyri frekjutóninn í ERTU EKKI KENNARI EÐA HVAÐ??? og síðan kemur þessi skelfilega skeifa á andlitið. Minnir mig á örninn í The Muppet show. Hef lengi langað tii þess að láta hann sérstakan úða til þess að sprauta á þetta lið  

Hafðu það sem allra best.

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir athugasemdina Valdi (Hjördís). Það er bæði rétt hjá þér að ég á það til einstaka sinnum að gera innsláttarvillur og að ég er kennari. En er þó frekar góður í stafsetningu. Kenni líffræði, ekki stafsetningu. Er ekki prófarkalesari eins og þú. Þarf að læra að nota þennan Púka til yfirlestrar. Vil að fólk skrifi athugasemdir undir nafni framvegis, ef þú vilt koma einhverju á framfæri.

Sæll Sigurður. Ég var ekki búin að kynna mér eðli þessa tiltekna máls. Fannst það hinsvegar undarlegt að til þess væri ætlast að stofnunin væri skoðanalaus. Dómar hafa farið þannig að hún hefur ekki úrskúrðarvald. Það er mikilvægt að almenningur og fagaðilar geti átt stofnun sem að tryggir að almannahagsmunir og bestu lausnir séu fundnar í skipulagsmálum. Hafðu það líka sem best-er á Mallorca. mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.5.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband