Á lífi

Tónleikarnir Mús Mos voru í Álafosskvos í dag. Skipuleggjendur voru íbúar í kvosinni og Varmársamtökin með stuðningi frá Mosfellsbæ. Samtökin héldu fyrir rúmu ári stórtónleika með Sigurrós og fleiri undir slagorðinu "Lifi Álafoss". Þrátt fyrir þá skerðingu á þessari veröld sem að er mjög sérstök, með veglagningunni alræmdu, þá var í dag sérlega fagurt og fjölbreytilegt mannlíf undir bláhvítum fána á þessum sögulega stað. Stallarnir í brekkunni frá samkomuhaldi fyrr á tíð nýttust vel og sól var bæði í sinni og hátt á himni.

Set hér inn myndir frá þessum degi sem tókst í alla staði sérlega vel og verður vonandi að hefð í mannlífi Mosfellsbæjar. Ég þekkti ekki hluta af þeim sem eru á myndunum. Hægt er að klikka á myndina til að hún stækki.

MúsMos01MúsMos02MúsMos36

MúsMos03MúsMos04

MúsMos05MúsMos06MúsMos35

MúsMos07MúsMos08

MúsMos09MúsMos10

MúsMos11MúsMos12

MúsMos13MúsMos14

MúsMos15MúsMos18

MúsMos16MúsMos17MúsMos38

MúsMos19MúsMos23MúsMos43

MúsMos24MúsMos31

MúsMos26MúsMos27

MúsMos22MúsMos30

MúsMos25MúsMos28MúsMos29

MúsMos20MúsMos33

MúsMos34MúsMos41

MúsMos40MúsMos38MúsMos45

MúsMos44MúsMos48

MúsMos37MúsMos39

MúsMos49MúsMos56MúsMos50

MúsMos52MúsMos53

MúsMos57MúsMos58

MúsMos54MúsMos42MúsMos55


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad hefur verid flott tátttaka hjá ykkur í Kvosinni.Ædislegur skreytti WV inn á einni myndinni.KNús inn í gódann sunnudag.

Gudrún Hauksdótttir, 15.6.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þátttakan var fín, en það var alveg pláss fyrir fleiri. Hljómsveitirnar, krakkarnir og held ég allir nutu þess að vera þarna í sól og blíðu. Bestu kveðjur sömuleiðis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.6.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Takk fyrir þessar fallegu myndir. Ég leitaði auðvitað eftir mynd af sonardóttur minni, Stefaníu, sem syngur með hljómsveitinni Bob Gillian og Ztrandverðirnir sem kom fram á þessari samkomu. Amman var fjarri góðu gamni - því miður.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæl Ragnheiður. Því miður náði ég ekki myndum af öllum sem komu fram, en þau stóðu sig vel. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.6.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband