Faðir vor er himinn

KjuregejAlexandara Kjuregej Argonova er engum lík. Hún hefur búið hér á Íslandi í tæp fjörutíu ár og haft litrík og góð áhrif á íslenskt samfélag. Verið virk í leiklist, myndlist og heilsutengdu starfi s.s. nuddi.

Kjuregej kemur frá Jakútíu í Síberíu og stóð í gær fyrir vígslu á húsi við botn Hvalfjarðar sem byggt er að jakútískum stíl. Húsið verður menningarsetur landanna sem aðsetur fyrir skapandi fólk.

Ef einhvern tíma var ástæða til að vera með myndavél þá var það í gær. En hún gleymdist. Húsbyggjandinn var í essinu sínu og í búning frá heimalandinu ásamt fleiri gestum.

Prestar frá sitt hvoru landinu sameinuðu andana. Það var gaman að heyra af trúarviðhorfum jakúta. Þar er jörðin móðir, himininn er faðir, eldurinn afi og vatnið er amma.

Þannig að ef til vill höfum við einhvers staðar villst af leið með því að halda fram að faðir vor sé á himni. Hugsanlega er hann bara himinn og frjóvgar jörðina. Er þá nokkur þörf fyrir kvennakirkju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Man svo vel eftir Alexöndru Kjuregej í uppfærslu á hárinu fyrir margt mörgun árum.Tad var í Glaumbæ sem brann kannski ca 1968 eda 69.Ma ég svindladi mér inn á´sýninguna bakatil hef sennilega ekki verid komin á aldur til ad sjá sýninguna eda hreinlega ekki med aldur til ad koma inn í húsid...Man tetta ekki alveg svo vel.Tessi kona er ótrúlega kraftmikil og mikill gullmoli.Gaman hefdi verid ad sjá myndir frá tessum atburdi....

Knús á tig inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Trúi því að hún hafi verið komin í gír gjörninganna í Glaumbæ. Takk fyrir góðar óskir og sömuleiðiðis, gangi þér vel í uppbyggingu á gistingunni. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.6.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband