Humarsúpa og hálsbólga

 Humarsúpa

Mín reynsla af kvefpestum er sú að þær fæ ég ekki nema eftir nokkura daga leti. Að lokinni stífri líkamlegri keyrslu í leiðsögn og skipulagningu gönguferða á fjöllum hafði ég í vikunni tekið tvo daga í hlutlausum gír, lesa blöðin og leggja mig, fara á fætur og leggja mig aftur. Slíkt háttalag boðaði ekki gott, því ég var tveimur dögum síðar komin með einhverja kvefpest, hálsbólgu og óáran í kroppinn. Eins og oft gerist líka á önninni í kennslu að þá pikka ég helst upp pestir í miðannarleyfi, jóla- eða páskafríi.

Ég er áhugamaður um samspil sálar og líkama. Finnst það hart ef ég þarf að taka upp það viðmið að hætta slökun með öllu. Trúlega er betra að minnka ofurkeyrsluna og taka reglulegar slökun. Til dæmis að hlýða bara reglum almættisins um að halda hvíldardaginn heilagan. Ætli þa geti ekkið verið þrungið visku, með tilliti til starfsemi ónæmiskerfisins að slappa af á sjö daga fresti. Gera eitthvað allt annað og losa sálartetrið undan hversdagslegum kröfum og tímaleysi.

Af einhverjum ástæðum hafa verkaskipti á heimili hér við kvöldmáltíðir þróast þannig að húsfreyjan eldar en húsbóndinn vaskar upp. Hún hittir síðan iðulega á fólk sem verið hefur með mér í gönguferðum til fjalla og fær frásagnir af tilþrifum mínum í eldamennsku fjarri mannabyggðum. Nú er hún í dag búin að vera með pestina og er raddlaus. Ég ákvað því að útbúa humarsúpu, við góðar undirtektir. Við fengum okkur hvítvín frá Chile, sem heitir Montes Alpha (Chardonnay).

Já, alveg rétt það er sunnudagur á morgun, en ég sem ætlaði að klára að skrifa líffræðibókina, svo hún verði tilbúin í fjölföldun á mánudag. Svo þyrfti ég að vinna aðeins í garðskálanum sem við erum að lagfæra og ... og.... og...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband