Aldrei rétti tíminn

Andmælendur fullrar þátttöku Íslands í samvinnu innan Evrópu nota iðulega orðalag á þeim nótum að það sé ekki mögulegt við "núverandi aðstæður". Í fyrra var bent á mikilvægi þess að halda úti sjálfstæðri peningamálastefnu svo hægt sé að redda þjóðarskútunni frá því að sigla upp á sker. Áherslan var á mikilvægi þess að geta stýrt gengi og vöxtum miðað við innlendar forsendur.

Nú eru allir karlar sem vetlingi geta valdið uppteknir á strandstðað við að ausa vatni úr bátnum eða hét það að verið væri að brjóta ísinn af skipinu áður en það sekkur? Örsök skipskaðans liggur að stórum hluta í rangri peningamálastefnu og litlu myntsvæði. En umræða um ESB gæti truflað einbeitingu björgunarsveitarinnar og er sagt seinni tíma umræðuefni.

Síðan er haft eftir hinum finnska stækkunarstjóra sambandsins að ferlið taki innan við eitt ár. Þá má ekki ræða málið af því að það er sagt í stjórnarsáttmálanum að það sé ekki á dagskrá! Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er 70% þjóðarinnar hlynntur aðild og evru. Stærstur hluti Íslendinga er því "lýðskrumarar" og "óróamenn". Kall dagsins er því að Þorgerður Katrín, Valgerður og Ingibjörg Sólrún sameinist um að hrinda þessum þjóðarvilja í framkvæmd.

Það verður að hafa það þó að fámennur áhugahópur karla um skútusiglingar og björgunaraðgerðir missi svefn yfi málinu. Það er gott að sækja um aðild í "veikleika" okkar og tryggja lýðrættindi, sjálfstæði og "styrkleika" fyrir komandi kynslóðir. Það er betra að Ísland sé virkt í samruna Evrópu áður að stór hluti Íslendinga flytur til Evrópu.


mbl.is Ísland endurskoði ESB-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég vil lýðréttindi og helst þjóðaratkvæðagreiðslur um stærstu mál þjóðarinnar.  En þú vilt ESB og eitthvað sem þú kallar "lýðrættindi".    Engin rök koma með inngöngu nema EVRA og losna við Davíð bankastjóra.  Þetta eru reyndar fín rök en við getum alveg sjálf losað okkur við Davíð og passað betur upp á krónuna.  Að gefast upp og heimta innlögn á erlendan spítala er ófögur framtíðarsýn.

Björn Heiðdal, 27.10.2008 kl. 19:01

2 identicon

Í góðæri eins og ríkt hefur undanfarin á, forðast fólk allar ákvarðanir sem fela í sér einhverjar breytingar. Skynsemin sefur.

Þegar harðnar á dalnum vaknar skynsemin, og fólk er tilbúið að meta nýja kosti.

70% þjóðarinnar hafa nú skynsemina að leiðarljósi og þeim fjölgar hratt.

sigurvin (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:42

3 identicon

Rétt hjá þér Rugludallur, - fólk er hrætt og leitar að efnahagslegu skjóli. Það er einmitt við slíkar aðstæður sem fólk kemur auga á hvar skjól er að fá. Það leitar enginn að skjóli þegar allt leikur í lyndi og góðærið blómstrar. Þessvegna hafa fáir velt ESB fyrir sér undanfarin ár.

En nú hefur reynslan kennt okkur að ekkert skjól er að hafa í núverandi umhverfi.

sigurvin (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ófmetin króna var ástæða mögulegrar skuldsetningar þjóðarinnar. Vaxtamunur milli Íslands og meginlandsins. Bankarnir gátu þannig stillt af gengi krónunnar eins og þeim hentaði og búið til þenslu þegar mikið framboð var á lánsfé.

Síðan þegar fjármálakerfi heims heldur í lánsfé að þá hrinur spilaborgin sem keyrð hefur verið áfram á skammtímalánum. Lægðin og erfiðleikarnir verða mun dýpri og erfiðari heldur en annars staðar. Ástæðan sú sama og fyrir þenslunni. Óstöðugur gjaldmiðill sem bankarnir gátu ekki lengur nýtt sér til lánveitinga.

Í okkar litla heimi hafa orðið til heildir sem er æskilegt að tilheyra. Við tilheyrum frændþjóðum á Norðurlöndum og síðan öðrum þjóðum í álfunni. Flestar þessar þjóðir hafa myndað með sér bandalag um samvinnu á ýmsum sviðum. Einmitt til að draga úr sveiflum, ótta og óvissu. Við erum hluti af Evrópu og innan EES. Löggjöf sem Ísland hefur þurft að taka upp í tengslum við samninginn um efnahagssvæðið hefur iðulega tryggt margs konar lýðréttindi.

Umbætur hafa orðið á réttindum einstaklinga gagnvart stjórnvöldum, upplýsingaskyldu, persónuvernd, neytendavernd. Einnig réttindi sem tryggja aðkomu einstaklinga að skipulagsmálum. Að frmhjá almenningi sé ekki gengið við stefnumótun á eigin búsvæði og umhverfi.

Helstu mótrök sem mér finnast veigamikil eru umráðaréttur yfir fiskveiðiauðlindum. En menn í fremstu víglínu innan ESB hafa lýst því yfir að hægt sé að semja um það atriði (Færeyskur þingmaður fékk nýlega hliðstætt fyrirheit).

Hvað hafa menn þá helst að óttast? Jú, að hafa ekki sjálfstæða peningamálastefnu með eigin seðlabanka og mynt. En eins og áður segir þá hefur íslensk peningamálastefna og króna búið til djúpan og alvarlegan vanda frekar en vera lausn. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.10.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband