Gull og gersemi

Bjarni Harðarson er með skemmtilegustu mönnum sem að Ísland hefur alið. Slíka skapandi og hugmyndaríka karaktera þarf að hafa í fremstu víglínu þjóðarinnar, jafnt fyrir og eftir fulla aðild að samvinnu ríkja í Evrópu.

Fáir taka virkari þátt í mannlífinu. Um það vitna áhrif hans í safnamálum, blaðaútgáfu og kaffihúsarekstri á Suðurlandi. Þó að honum hafi orðið á alvarleg mistök í þessu máli, á hann almennt hrós skilið fyrir að vera blátt áfram og heiðarlegur í framgöngu.

Út frá sínum mannkostum og grósku held ég að hann njóti persónuhylli og hlýleika fólks. Hann fær nú víða hrós fyrir ákvörðun um afsögn og pólitískt hugrekki. Það er því viðeigandi fyrir Bjarna að minnast annars Íslendings, sem gat verið mistækur en vinamargur.

Ég er gull og gersemi
gimsteinn elskuríkur
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur

 Sölvi Helgason


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Var það nú ekki einmitt skortur á heiðarleika og dómgreind sem varð Bjarna að falli?

Skemmtanagildi trúðanna hefur oft ekkert að segja með hreinlyndi þeirra

Benedikt Sigurðarson, 11.11.2008 kl. 13:44

3 identicon

http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/pages/Bjarni-Hararson/96610280566?ref=nf

Dísa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála pistlinum Bjarni er bráðskemmtilegur  og hnyttinn, og mikil eftrisjá í honum af þessum vettvangi ( ég er ekki framsóknarmaður )

Ég er ekki sammála Benedikt. Bjarni var að nota þau spil sem stjórmálamenn nota almennt, en kunni ekki spilareglurnar.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 11.11.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...kunni þær kannski alveg - en var bara með smá flumbrugang.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Sammála þér Gulli, það er eftirsjá að Bjarna af Þingi. Kæmi mér þó ekki á óvart að hann kæmi þangað aftur síðar tvíefldur. Gott viðtalið við Bjarna á MBL.is þar sem hann fer yfir málið og útskýrir þessi mistök sín, sem hann gerir í hita leiksins. Hygg að margir fyrirgefi honum þetta, þó auðvitað hafi hann ekki mátt gera þetta, enda sá hann það sjálfur nokkrum mínútum síðar. Það er mannlegt að gera mistök, en Bjarni tekur á þeim af karlmennsku. Það geta ekki allir leikið eftir.

Ólafur Björnsson, 11.11.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband