Yndislegt

Davíð Oddsson leggur fram hugmynd að því hvernig er hægt að láta stjórn landsins hætta að snúast um hans persónu. Við þurfum nýja áhöfn í Seðlabanka og Fjármálaeftirlit. Hvað Davíð gerir í framhaldi er einkamál hans. Ef hann telur að þörf sé á starfskröftum hans í stjórnmálum hefur hann sama rétt og aðrir að gefa kost á sér.

Jafnvel spurning hvort að hann vilji leiða nýjan Frjálshyggjulista þar sem hann væri í fyrsta sæti, Hannes Hólmsteinn í öðru sæti, Jón Steinar Gunnlaugsson í  þriðja sæti, Kjartan Gunnarsson í fjórða sæti. Þannig gæti þjóðin gert upp við pólitík og hugmyndaheim síðustu tveggja áratuga á opinn og lýðræðislegan hátt. Stefnuna sem sigldi okkur í strand og björgunarsveitina sem gerði ekkert í málunum. Hið besta mál.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti Björn Bjarnason ekki vera með í þeim flokki? Mig langar svo að losna við hann úr pólitík.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Ekki gleima Halldóri Ásgrímsyni , hann væri fínn í heiðursætið .

Vigfús Davíðsson, 4.12.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jú, Björn væri sterkur kandídat. - Davíð segist muni snúa "aftur" í stjórnmálin ef hann verði látin víkja úr Seðlabankanum. Vandinn við að hann gegni áfram stjórnunarstöðu í hinnni opinberu stofnun, sem á að vera fagleg og óháð stjórnvöldum er að hann hætti aldrei að gegna hlutverki hins pólitíska vígamenns. Í stað þess að láta mál njóta sanngjarnrar umfjöllunar þá sest hann í dómarasætið og flokkar fólk í "lýðskrumara" og "óreiðumenn".

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.12.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband