Fullkominn, heilnæmur og auðmjúkur

"Ég er tilbúinn að stökkva upp á þrep sjálfsþekkingar" sagði Bergur Þór leikari þar sem að hann túlkaði Dante í uppfærslunni á Dauðasyndunum í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta var aukasýning og því miður er sýningum nú lokið. Verkið er alveg kjörið fyrir hina taugaveikluðu íslensku þjóðarsál.

Við skemmtum okkur alveg konunglega allan tímann. Frábær naflaskoðun klædd í einfaldan og persónulegan búning. Samskipti leikara við gestina í salnum er skemmtilegur spuni og andrúmsloftið varð fyllt af eftirvæntingu. Margt óvænt gæti gerst.

Boðskapurinn er að við eigum val. Við höfum frjálsan vilja. Við getum valið hið góða eða hið illa. Á leiðinni heim eftir að hafa farið með Dante í gegnum hreinsun alla leið niður til heljar og séð hann svífa á heiðríkju hugans eftir að hafa fundið ljósið, þá langaði mig að finna og miðla orðum sem eru falleg og nærandi.

Orð kvöldsins á aðventu eru; FULLKOMINN, HEILNÆMUR og AUÐMJÚKUR. Finnið rólega djúpa öndun með því að telja upp að fimm, í takti kyrrðar, á útöndun og innöndun. Hvíslið síðan, með sama hrynjanda og opnu hjarta, þessum fallegu orðum að ykkur sjálfum í trúnaði. Vilji er allt sem þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband