Fegurđin er skuldlaus

Nú er ég kominn í jólafrí frá skólanum. Lokiđ törn í yfirferđ á prófum. Sameiginlegt jólahlađborđ međ vinnufélögum í gćrkvöldi og tónleikar međ Bubba Morthens í Hlégarđi í framhaldi. Fór svo í steypuvinnu međ félaga mínum, sem stendur í endurbyggingu á hesthúsi og vorum viđ ađ til klukkan ţrjú í nótt. Ţađ voru ţví lúin bein og útkeyrt stjórnkerfi sem lćddust undir sćng.

Í morgun var svo ţessi fallega stilla og heiđskýr himinn. Einn af ţessum dögum sem ađ fá mann til ađ njóta heiđríkjunnar. Staldra viđ. Góđ tilfinning. Allt svo jólalegt. Stutt ţangađ til dag fer ađ lengja. Nokkur öflug vetrarveđur í janúar og febrúar. Svo fer ađ losna um klakabönd til fjalla. Hver dagur hluti af hringrás og um leiđ nýtt upphaf.

Fyrir tćpri viku hitti ég á ungan mann fyrir utan leikskólann. Mamma hans var inni ađ ná í stóra bróđur. Ég sagđi hć viđ hann. Hann var svo íhugull á svipinn, en sagđi svo af mikilli innlifun og undrun; "Sjáđu tungliđ". Ţađ var ţessi hreini tónn í röddinni. Fölskvalaus ađdáun, ásamt hćfileikanum til ađ geta tekiđ eftir og dáđst ađ hinu smáa, sem verđur oft hversdagslegt.

Ég ákvađ í framhaldi ađ taka mynd af ţessu fallega og fulla tungli sem ađ strákur hafđi bent mér á. Ţađ var ţarna í mestu makindum yfir Helgafelli og sést á milli trjánna úr garđinum. Núna ţegar ég vaknađi í morgun ţá smellti ég tveimur myndum af fegurđinni hér í garđinum.

Hjá húsinu sem ađ viđ eigum ekkert í lengur ef reiknađ er eftir krónu, en viđ eigum ennţá helminginn í ef reiknađ er eftir evrum. Tungliđ sem var fullt yfir Helgafelli fyrir viku er i dag hálft yfir Úlfarsfelli. Fegurđin er samt óbreytt og skuldlaus. Reiknast ekki í krónum. 

 

     Fullt tungl                Ulfatungl

 

Listaskáli

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórbergur Torfason

Velkominn í jólafríiđ Gulli.

Ertu nokkuđ ađ gefa fćri á ţér međ ţessu Evru kjaftćđi?

Ţórbergur Torfason, 19.12.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Ţórbergur Torfason

Yndisleg náttúra óspillt af manna völdum, er ţađ fegursta sem finnst í ţessum heimi ef frá eru taldar ?????. Hvađ vćri fullkomnara en ósnortin náttúra af öllu tagi um landiđ ţvert og endilangt.

Hvernig vćri nú Gulli ađ beita ţessum skuldsettu krataţingmönnum og ná í eitthvađ af ţessum moldríku, iđjulausu, útlendingum sem hafa ekkert fyrir stafni og koma ţeim í okkar ómetanlegu náttúru.

Mín skođun er ađ í stađ ţess ađ hugsa bara um ađ skera niđur á bćđi borđ, vćri nćr ađ afla tekna uppí svínaríiđ. Ţví miđur getur ţessi vesćlasta ríkisstjórn lýđveldisins ekki hugsađ eđa framkvćmt fram fyrir nefiđ á sér svo best er ađ gleyma öllum svona draumórum.

Annars Gulli eigđu hagkvćm jól og vonandi kemurđu međ "hagnađi" út úr ţeim.

Ţórbergur Torfason, 19.12.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleđleg jól.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 22:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband