Ofbeldi og lýðræði

Ofbeldi

Við stöndum frammi fyrir alvarlegum afleiðingum þess að Íslendingar kunnu ekki að fara með aukið frelsi í fjármálum. Nú erum við komin á þann punkt að við virðumst ekki geta komið okkur saman um hvað sé lýðræði. Það virðast vera tveir kostir í stöðunni að styðja það að víkingasveitin verði efld og draumar Björns Bjarnasonar verði að veruleika eða öfl reiðinnar undir handleiðslu Ögmundar Jónassonar innleiði allsherjar ringulreið í landinu.

Lýðræðið byggist á því að við finnum einhvern samhug og leiðir. Hverjar sem þær eru. Það hefur vissulega engin rétt á því að segjast tala í umboði þjóðarinnar. Nauðsynlegt endurmat og uppstokkun á lýðræðislegum leikreglum mun ekki eiga sér stað undir þessum ofbeldisfullu formerkjum á báða bóga. Slík vinna er gerð af fólki með góða og djúpa þindaröndun en ekki af fylkingum ofbeldis, hvort sem það felst í beitingu piparúða eða berja ræðupúlt í þingsölum.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fyndið að halda að öfl reiðinnar séu undir handleiðslu Ögmundar :-) Heimurinn er stærri en þingheimur!

Héðinn Björnsson, 21.1.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Dunni

Mér þykir þú heldur betur mála ástandið í KR-litunum.  Að halda því fram að íslenska þjóðin standi frammi fyrir tveimur kostum, þ.e. að velja lýððræðið í skjóli hersveitar Björns Bjarnasonar eða ofbeldið undir handleiðslu Ögmundar Jónassonar. 

Þessi framsetning þín þykir mér afar heimskuleg. Í besta falli er hún barnaleg.  Allir sjá að það er ekkert lýðræði á Íslandi í dag. Eftir stökkbreytinguna á íslenska samfélaginu um mánaðamótin sept. okt. hefði ríkistjórn lýðveldisins átt að grípa til nauðsynlegra neyðarráðstafanna og kveðja til erlenda rannsóknaraðila til  að greina vandann og finna sökudólgana áður en hún boðaði til kosninga.

Þess í stað neitaði ríkistjórnin að hlusta á þjóðina sem hún starfar fyrir og ekki bara það bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra hfa hvað eftir annað gert lítið úr almenningi sem hún kallar skríl.

Ríkistjórnin og af og til lögreglan er sá aðili sem beitir ofbeldi. Ríkistjórnin neyðir almenning til að taka á sig allar afleiðingar óstjórnar sinnar og sigar svo, annars mjög góðri lögreglu, til að berja á fólkinu sem biður stjórnvöld um að hlusta á sig og gefa sér svör.

Mótmælin á Íslandi hafa vakið athygli í nágrannaæöndunum fyrir það hve friðsæl þau hafa verið.  En ú veist það jafn vel og ég að ef maður blæs of mikið í blöðruna þá springur hún að lokum.  Það er það sem er að gerast nú.  Fólk gefur ekki ríkistjórninni endalaus tækifæri þegar í ljós kemur að hún er vanhæf til að takast á við vandann og beitir svo lygum til að réttlæta aðgerðir sínar.

Mig tekur sárt að sjá, og þig sjálfsagt líka, að okkar flokkur skuli hafa látið flækja sig inn í spillingarvef Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Og flokkurinn er sokkinn svo djúpt að formaðurinn, Ingibjörg Sólrún, er farin að verja, sér þvert um hug nema hún sé siðblind orðin, gerðir Árna Matt og Davíðs sem húnáður sagði að ætti að segja af sér.   Dýpra getur einn flokkur varla sokkið dýpi sjálfseyðingarinnar.  Í stað þess að taka á móti vandanum af þeim styrk og tiltrúnaði sem SF hafði á haustdögum tók hún þá ákvörðun  að styðja brennuvargana í slökkvistarfinu og skrifa upp á meðmælabréf fyrir Árna og Davíð.

Ég vona svo innilega að hvorki ég, né nokkur annar, þurfi að lúta að leiðsögn annars hvors þeirra Björns B. eða Ögmundar J.  Þeir eru nefnilega þeir sem mér þykir ógeðfeldastir af öllum þeim sem á Alþingi sitja. Þar með talinn Árni Johnsen.  En ef þú vilt njóta verndar hers Björns Bjarnasonar finnst mér þú æði langt frá hugsjónum Samfylkingarinnar sem barðist hart gegn humyndum Björns áður en hún settist í ríkistjórn með honum.  

Dunni, 21.1.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við búum við flokksræði en ekki lýðræði.. þegar menn hafa áttað sig á því þá er hægt að laga hlutina á réttan hátt. 

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Dunni - þú misskilur mig. Ég vil eiga þriðja valkost að einhver vettvangur sé til staðar fyrir heilbrigt lýðræði, sem er laust undan dýrslegum eiginleikum reiði og ofbeldis, piparúða og upphrópunum.

Ljóst er að við kunnum ekki að fara með frelsið í peningamálum og í stað þess að nýta tækifærið og sigla nú í átt að auknu jafnvægi í anda ræðu Obama í gær þá er hér stefnt á upplausn og glundroða. Finnst óþarfi að bæta því ofan á aðrar ófarir landsins að við séum ófær að móta hugsanir okkar inn í skynsemi og jákvæðar umbreytingar á samfélaginu.

Slíkt heilbrigt endurmat á lýðræðinu verður að vera framkvæmt af fólki sem að vissulega getur orðið reitt, en eru þó ekki þrælar hennar. Slíkt endurmat verður að vera framkvæmt af fólki sem að getur hlustað og dregið ályktanir, en beitir ekki fyrir sig lögreglu til að standa vörð um spillt valdakerfi. Fólki sem gengur fram af kærleika og sækir lífsorku sína með góðri og nærandi öndun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2009 kl. 12:56

5 identicon

Ég held að ég skilji hugsjón þína Gunnlaugur og vilt vel í anda Ghandis, það er ljóst að ofbeldi elur af sér ofbeldi, þjóðinni hefur verið nauðgað og ef það er ekki ofbeldi þá veit ég ekki hvað það er.  Það er ekki hægt að ætlast til þess að langlundargeð þolandans sé óþrjótandi og að allir hafi þá innri stillingu sem Gahandi hafði.  Ég held að við verðum að meta stöðuna út frá skilningi á hinum blákalda raunveruleika frekar en rósrauðri hugsjón.  Enginn hugsandi maður vill glundroða, en ef stjórnvöld þekkja ekki vitjuratíma sinn og þverskallast við í fílbeinsturni sínum, þá er glundroði uppskeran.

Boltinn er hjá stjórnvöldum, fyrsta skrefið er að biðja þjóðina um endurnýjað umboð til verka, þar hefst lýðræðið.

Kveðja,

Óli í Hvarfi

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við eigum sjálfsagt glundroða skilið sem afleiðingu af eltingaleik við gullkálfa síðustu ára. Það virðist sem að stjórnvöld séu ekki með á hreinu hvað er hægt að gera og almenningur er líka ráðalaus. Ég er hvorki hrifin af lögregluríki eða múgsefjun mótmælenda, þar sem siðferðisvitund og afstaða hvers einstaklings er horfin inn í einhverja stefnulausa samsömun. Þetta hefur ekkert með Gandhi að gera, heldur að nota valdið og viljann inn í eitthvað sem verður til heilla fyrir land og lýð. Að berjast fyrir einhverju ekki síður en að berjast gegn einhverju.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2009 kl. 16:56

7 identicon

Ekki undarlegt að fólkið sé orðið reitt. Veik landslög gerðu þjófum kleift að stela nánast landinu undan fólkinu.  Og enginn enn sætt ábyrgð fyrir þjófnaðinn.  Hins vegar veit ég ekki hvaða gagn aðsúgur að forsætisráðherra og skemmdarverk á bíl hans gerir.  Eða ofbeldi gegn lögreglunni, högg í höfuð þeirra og skyrkast í fötin þeirra.   

EE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:13

8 Smámynd: Dunni

Það þarf ekkert endurmat á lýðræðinu. Það þarf bara að fylgja eftir reglum lýðræðisins.  Lýðræði er og verður aldrei annað en lýðræði og við þurfum ekkert að breyta þvi. Bara virða það eins og það er. 

Það er því miður eitt af því sem formaður Sf ekki skilur eða vill ekki skilja.

Dunni, 21.1.2009 kl. 22:31

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stjórnin fellur innan sólarhrings

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband