Minn tími er kominn!

Það er margt sem bendir til að tími Jóhönnu Sigurðardóttur sé kominn. Hún sagði þessi orð eftir að hafa tapað í formannskosningu Alþýðuflokks. Fór síðan fram undir merkjum Þjóðvaka sem setti á oddinn kröfuna um lýðræðisleg vinnubrögð og samvinnu félagshyggjufólks. Hún setti árið 1996 fram hugmyndir um stjórnlagaþing til að breyta kjördæmaskipan og stjórnarskrá.

Svipaðar áherslur eru æskilegar enn í dag og eru endurómaðar í mótmælum og kröfum fólks síðustu vikur. Ef verður af samstarfi VG og Samfó þá vona ég að þar verði ekki tjaldað til einnar nætur. Að þó að mistekist hafi að ná öllu Alþýðubandalaginu inn í Samfylkinguna að þá verði það regla héðan í frá að ef flokkarnir fá góða kosningu þá sé sjálfgefið að þeir leiti samstarfs.

Sem þriðji maður á lista Þjóðvaka á Austurlandi fyrir kosningarnar 1995 þá geri ég ráð fyrir að nú sé líka minn tími kominn, loksins. Þessi tilraun í átt að pólitískum metorðum hefur ekki skilað miklum bitlingum, stöðuveitingum eða öðrum hlunnindum. En nú er verið að raða á básana og trúi ég varla öðru en að mér verði tryggð störf í ráðum og nefndum. Er ekki eitthvað að losna í Seðlabankanum?


mbl.is Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah Gulli! Nú hló ég.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jáá, það er ekki fyrr en nú eftir öll þessi ár sem Þjóðvaki nær fullum styrk og sjálfsmyndin og sjálfstraustið eflist!!!!  

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.1.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband