Bestu þakkir og óskir

Manneskjan sem sýndi að félaghyggjuöflin geta sigrað í kosningum, aftur og aftur, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá starfi í stjórnmálum. Hún hlýtur líka að hafa verið góð fyrirmynd fyrir konur. Að þær geti gegnt forystu og sigrað. Sama hversu margir nýir foringjar voru kallaðir til í liði mótherjanna, þeir höfðu ætíð of stutt sverð. Enginn sigraði snerpu og rökvísi hennar í sjónvarpskappræðum. Snerpuna sem hún finnur nú að er horfinn. Tankurinn sem var ætíð fullur af baráttuþreki er nú tómur.

Formannskjör er nú verkefni landsfundar. Ég hvet Dag B. Eggertsson að gefa kost á sér. Hann er ferskur og hugmyndaríkur, glaðbeittur og drenglyndur. Vissulega eru það sérstæðar aðstæður að hann sé ekki í prófkjörsslagnum í Reykjavík. Hann hefur sjálfsagt ætlað að landa fyrst afgerandi sigri í borginni. Hinsvegar teldi ég eðlilegt við þessar breyttu aðstæður að honum sé opnuð leið inn til að vera á lista flokksins. Hugsanlega getur kjörstjórn og frambjóðendur í prófkjörinu fundið ásættanlegar leiðir.

Þó Jóhanna Sigurðardóttir sé vinsæl og njóti mikils trausts, þá hefur hún lýst því að hún hafi ráðgert að hætta í stjórnmálum eftir þetta þing. Þó ekki væri nema vegna aldurs er ákvörðun hennar skiljanleg um að gefa ekki kost á sér til formennsku. Engar forsendur eru til staðar að fara að beita hana þrýstingi til að breyta þeirri ákvörðun. Flokkurinn býr yfir miklu mannavali og þar er Dagur fremstur meðal jafningja.

Þakklæti og góðar óskir um bata til Ingibjargar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég óska ISG alls velfarnaðar.. en ég vil jóhönnu sem forsætisráherraefni samfó.. hver verður formaður í stað ISG er mér nokk sama úr þessu því það verður nýr maður.

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég vil ungann pólitíkus sem forsætisráðherra Jóhanna og Steingrímur eru komin með verkkvíða og kjarklaus það fylgir ákveðnum aldri við þekkjum það úr atvinnulífinu þú situr ekki gamlan mann í nýtt krefjandi verkefni sem ekki hefur áður verið framkvæmt það þarf nýjar lausnir sem vel menntað og hugsjóna fólk sem er að byrjað er í pólitík hefur. Þingmenn missa neistann á tveim kjörtímabilum en þeir geta miðlað af reynslu sem er gott að hafa aðgang að fyrir alla.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 8.3.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jón það er allþekkt úr atvinnulífinu að fólkið með reynsluna og þekkinguna sé einmitt rétta fólkið í snarreddingarnar. Það er nákvæmlega þannig fólk sem þarf núna ekki einhverja hagfræði-viðskiptafræði-stjórnmálafræðikrakka sem aldrei hafa komið út fyrir lóðarmörkin hjá foreldrum sínum. Þau hafa einfaldlega engan skilning á því umhverfi sem atvinnuvegirnir og þjóðfélagið almennt hrærist í.

Haldið ykkur við Jóhönnu meðan stætt er á en gætið ykkar á gamla mosaskegg. Þ' hann hafi óneitanlega reynslu, er hann stórhættulegur íslensku þjóðinni. Hann hefur lýst því yfir að hann vilji selja okkur mansali fyrir silfurpeninga.

Þórbergur Torfason, 8.3.2009 kl. 23:30

4 identicon

Já blessunin, það er vonandi að hún nái bara góðri heilsu aftur sem ég efast reyndar ekkert um enda er hún viljasterk að eðlisfari. Að því loknu er ég viss um að hún finni sér stað í atvinnulífinu þar sem hún á betur heima en í pólitíkinni, enda bráðskýr stúlka þrátt fyrir að hún reyndist ekki farsæll stjórnmálamaður.

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér finnst það umfram allt spennandi verkefni að velja nýjan formann. Skynja enga örvæntingu í þessu eins og lesa má út úr foríðú Fréttablaðsins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.3.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband