Afskriftir nauðsynlegar heimilunum

Tryggvi Þór gengur slóð Framsóknarflokksins að leggja til að allir fái jafnmikla niðurfellingu skulda. Slík prósentuleið stuðlar að því að sá sem tók stórt lán fyrir lúxussnekkju fær mest úr okkar sameiginlegum sjóðum og þar að auki óháð því hvort hann getur borgað skuldina. Það er réttilega arfavitlaus nálgun.

Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar grein í Fréttablaðið sem hún nefnir "Að skipta ófyrirséðu tjóni". Í niðurlagi greinarinnar skrifar hún; "Það er afleitt hvað opinberum aðilum reynist auðvelt að nota sameiginlega sjóði til að bæta öllum öðrum en heimilum landsins það tjón sem hlotist hefur af þeirri verðbólgu sem að hruninu hefur fylgt".

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bæta fyrirtækjum óverðtryggða verksamninga, skilanefndir gömlu bankana hafa afskrifað háar skuldir fyrirtækja til að tryggja áframhaldandi rekstur. Þar var gengið einna lengst í að afskrifa þrjá milljarða af fimm milljarða skuld Morgunblaðsins. Heimilin eru krossbönd samfélagsins og þurfa álíka skilning. 

Það verður þó að nást samhugur um að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Þung krafa er meðal almennings um að þau verði ekki skilin ein eftir með sífellt hækkandi höfuðstól vegna verðtryggingar. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að mestu fólgnar í frestun á vanda, þó vaxtabætur hjálpi tekjulágum. Setjum fram ofurgáfulegar leiðir í anda sanngirni og réttlætis.

 


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Silfur Egils sagði í þættinum.  ESB.  Ef það kæmi upp fuglaflensa á Íslandi myndi samfylkingin segja ESB.  Ef það kemur aftur hvítbjörn á Íslandi segir samfylkingin ESB.  Enginn af hinum flokkunum hugnast ESB.  Samfylkingin er sennilega að vonast eftir mörgæs til að skella sér í ESB með.  Ekki virðist þessi aumi flokkur hafa ráð né hugmyndir til að bregðast við vandanum.

Hshue (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Slá skjalborg um heimilin á landinu er þreyttur frasi kæri Gunnlaugur. Svo kemur tillagan frá Samfylkingunni: Göngum í ESB. Framsókn og Tryggvi Þór eru þó með tillögu sem má ræða og er það meira en frá öllum hinum. Þar er þögnin þrúgandi og engar tillögur. Bara að tillaga Framsóknar kostar svo og svo mikið þegar ljóst er að það þarf að afskrifa gríðarlegar fjárhæðir hvort eða er.

Nei ég segi á meðan aðrar og betri tillögur líta ekki dagsins ljós styð ég þessa. Þótt einhverjir stöku snekkjueigendur (þeim fer fækkandi reyndar) græði á tillögunni þá styð ég hana ef hún bjargar þúsundum íslenskra heimila. Annað væri mannvonska.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki verið að blanda saman tilfinningum og peningum, ég bara spyr?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur þetta með lúxussnekkjuna er ekki gott dæmi, þar sem öllum efnahagsaðgerðum sem fram verða settar, fylgir gallar. Lúxussnekkjurnar eru nú ekki margar hér.

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún sögðu nokkru eftir hrunið, að kaupmáttur fólks minnkaði um 20-30% sem þýddi að við hefðum lífskjör sem við hefðum haft fyrir 2-3 árum. Þetta er talsverð mikil einföldun á þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir.

Ég ber mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, en ég hef á tilfinningunni að ekki einu sinni hún átti sig á þeim erfiðleikum sem við eru að etja. Tillögur um afskrift skulda heimila og fyrirtækja eru djarfar og full ástæða til þess að skoða nánar. Það má vel vera að þær gangi ekki upp, en það á ekki að útiloka þá leið, aðeins vega þess að Framsóknarflokkurinn hafi komið fram með málið.

Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Gunnlaugur þú játar því að heimilin þurfi afskriftir.  Gott og vel.   Hækkun vístiölu frá 1. jan 2008 til mars 2009 er ríf 20% sem hefur hlaðið á höfuðstól verðtryggðra krónulána VEGNA HRUNSINS.  Með því er hanhöfum verðtryggðra útlána gefin ávísun á ÁVÖXTUN - vegna hrunsins - á meðan allir aðrir handhafar fjármuna og eigna taka á sig "kreppuleiðréttingu.

Fyrir liggur að amk. 30000 fjölskyldur eru komnar í 0 áður en námslánin og bílalánin og lífeyrissjóðslánin eru staðsett á kennitölur.   Þar eru einir 500-600 milljaðar sem bætast við.  Megnið af þeim fjármunum raðast á þá einstaklinga sem mest skulda í húsnæði - á yngri fjölskyldurnar.

Miðað við hagspár Seðlabankans og AGS er reiknað með því að til ársloka 2009 muni fasteignaverð lækka um 12-15% og verðtryggð lán hækka um 10-14%.   Þetta þýðir að í hópi þeirra sem verða komnir í neikvæða eiginfjárstöðu við árlok bætast alla vega 10000 fjölskyldur.  

Enn til ársloka 2010 munu bætast við verðfall eigna um 10-14% - og hækkun verðtryggðu krónulánanna um 4-8% ef við verðum heppin . . . .  Að slíku gerðu mun hópur eignalausra fjölskyldna á Íslandi líklega verða amk. 50 þúsund fjölskyldur - eða líklega 120 þúsund einstaklingar að minnsta kosti.

Flestar venjulegar fjölskyldur á Íslandi skulda á bilinu 10-35 milljónir í krónulánum að teknu tilliti til námslánanna.    Við sem erum formælendur almennrar niðurfærslu erum örugglega tilbúin til að skoða það að setja hámark á niðurfærsluna - eða beita hárri skattlagningu á niðurfærslu umfram t.d. 10 milljónir.   Held því að "ótti við að einhverjir fái niðurfærslu sem ekki þurfa" sé byggður á misskilningi því sá hópur sem er með stærstu skuldsetningu Umfram 35-40 milljónir) - mun í mörgum tilfellum hvort sem er fá miklu meiri afskrift en 20% - - og eins og ég nefndi áður - - þá má beita bæði hámarksfjárhæð og/eða skattleggja niðurfærslu umfram tiltekna fjárhæð - ef tekju og eignastaða viðkomandi gefur tilefni til.   Þennan hóp má lesa úr - og vinna með sérstaklega á málefnalegum forsendum.   Slíkt er miklu manneskjulegra en að keyra alla hina sem gætu bjargað sér í þrot.

Það má ekki vanmeta það að markaður með íbúðarhúsnæði er botnfrosin og fyrirséð að verðhrunið verður langt niðurfyrir jafnvægisverðlagningu - ef ekki verður gripið til markaðshvetjandi aðgerða eins og hlutfallslegrar niðurfærslu höfuðstóls.  Fólkið sem tók sín lán og gerði áætlanir í "góðri trú" er ekki persónulega ábyrgt fyrir hruninu og verðskuldar ekkert annað frekar en að geta staðið við sitt og sínar skuldbindingar  - og vill geta það.   Leiðin liggur því örugglega ekki í gegn um neitt annað en niðurfærslu - og það almenna.

Mundu að unga fólkið sem keypti litla íbúð í ársbyrjun 2007 og skuldsetti sig einungis um 50% - mun verða eignalaust fyrir mitt ár 2010.   Ég hef raunveruleg dæmi um þetta.   Flestir sem voru að kaupa á tímabilinu frá 2006-2007 voru að skuldsetja sig þetta 60-90% . . .  en í góðri trú - og áttu að geta staðið undir sínu miðað við greiðslugetuna.   Reiknuðu einnig með því að geta selt sig frá skuldbindingum sínum - ef menn misstu vinnu eða splittuðu sinni sambúð eða þyrftu að flytja einhverra hluta vegna.  N'u eru ekki markaðsforsendur til slíks.

Með hlutfallslegri niðurfærslu skapast forsendur til þess að einhver markaðsviðskipti íbúðarhúsnæðis fari af stað (á SV-landi og Akureyri)  - - amk ef verðtryggingin verður takmörkuð eða afnumin . . um leið dregur úr verðfalli eigna og umtalsverður fjöldi fólks getur selt sig frá ofþungri greiðslubyrði . . .

Ef þú hefur betri tillögu er 20% niðurfærslu - sem er BARA leiðrétting á vísitölu eða verðtryggingarhluta krónulána . .  þá er sjálfsagt að leggja slíka tillögu á borðið og ræða hana.   En er ekki dálítið billegt að "æpa bara að öðrum" . . .án þess að sníða mögulega vankanta af.

Viltu þú virkilega að Samfylkingin bjóði 20-30 þúsund ungum fjölskyldum eingöngu upp á "gjaldþrotameðferð" . . .  fyrir árslok . . . .   með tilheyrandi efnahagslegum og félagslegum afleiðingum?  Og heldur þú virkilega að fjármálakerfið ráði við að taka allar 50 þúsund fjölskyldurnar í endurnýjað "greiðslumat" núna fyrir næstu ármót?

Samfylkingin hlýtur amk að gera þá kröfu til forsætisráðherra síns að hann gefi færi á rökræðu og málefnalegri úrvinnslu og hlífi þjóðinni við kjánalegum fullyrðingum og skætingi . . .  án þess að benda á efnislega og raunsæja laus á alvarlegu vandamáli - - líkleg stærsta vandamáli Íslandssögunnar . . .  þarna reynir á . .

. . og Jóhanna er ekki að höndla það . . enda Steingrímur J líklega versti sessunautur sem hún gat fengið til lausnamiðaðrar vinnu . . .

Benedikt Sigurðarson, 17.3.2009 kl. 21:49

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gunnlaugur hvers vegna  er alltaf verið að tala um þá sem hafi mest fái mest ég ekki skil eins og einhver sagði.

Það er því miður fullt af ungafólki sem er ný komið úr námi og hefur verið í vinnu sem eru t.d verkfræðingar arkitektar og svo mætti lengi telja þar sem vinna hefur dregist saman þetta fólk skuldar 35 til 70 miljónir þegar það tók þessi lán þá var gert greiðslumat sem þoldu miklu meiri skuldsetningu en þetta.

Þetta fólk er það sem fær mesta niðurfellingu skulda við 20% regluna ekki þeir sem hafa 200 þúsund á mánuði þeir gátu ekki fengið svona hátt greiðslumat.

Verði ekki gert einkvað fyrir þennan hóp sem er í 90% tilfella að ég held velmenntað ungt fólk þá fer það úr landi og kemur aldrei aftur heim.

Megina þorri lána er hjá almenum launamanni er á bilinu 15 til 25 miljónir ef þau hafa verið tekin á síðustu 6 árum. her er þá niðurfellingin á lánsupphæðinni

hæst 14 miljónir og lægst 3 miljónir  og ætla að það sé mikil munur á eftir niðurfellingu hjá hvor sé betra  að standa undir skuldbindingunum

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.3.2009 kl. 22:15

7 identicon

já, Gunnlaugur, Jóga flugfreyja er búin að slá skjaldborg um heimilin í landinu, henda í þau hærri vaxtabætur í ágúst. Svo þarf að tryggja að kallarnir fari nú ekki til skyndikvenna án þess að verða hent í fangelsi fyrifr. Stórkostleg RÍKISSTJÓRN !,

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:53

8 identicon

Ég verð að segja það að þú Gunnlaugur skilur ekki prósentur frekar en margur annar.

Og aftur að verðtryggingu ,verðtrygging er ekki lán það er verið að tala um að færa verðtryggingu aftur í það horf sem hún var áður en bankarnir fóru að krukka í gengið til að redda stöðunni hjá sér,af hverju eigum við almenningur að taka það á okkur.

það skiptir ekki máli hvað skuldin er há allir fá sömu prósentu niður felda af þeim lánum sem fólk tók til að kaupa húsnæði, og gerðu þér grein fyrir því að það er ungt fólk með ung börn á framfæri og jafnvel í námi sem skuldar mest og þar af leiðandi fá þeir mest sem skulda mest og ekkert athugvert við það.

Þessir fjármunir eru ekki almannafé við erum að tala um hókus pókus peninga sem misvitrir kratar börðust fyrir á áttunda áratugnum að yrðu settir á öll lán til almennings og hafi þeir skömm fyrir .

Venjulegt fólk er búið að þræla alla æfi fyrir hel---is auðvaldi allar götur síðan þetta vertryggingaglæpafyrirkomulag var sett á.

Og enn og aftur þessi aðgerð kostar ekki neitt það er ekki verið að afskrifa neitt það eru eingin verðmæti fólgin í þessari tilbúnu verðbólgu nema fyrir auðvaldið sem vill nátúrulega fyrir alla muni ekki afnema verðtrygginguna. 

H.pétur jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:03

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þessi umræða er mjög brýn og því tek ég hana endurtekið upp hér á síðunni minni. Einhver bullskætingur er ekki svaraverður. Ríkisstjórnin er að stærstum hluta að standa sig prýðilega.

Varðandi afskriftir þá hef ég viljað binda það við húsnæðislánin. Guðjón Arnar talaði skynsamlega í sjónvarpinu í kvöld. Samfylkingarfólk þarf að gefa þrýsting innan síns flokks svo þeir skynji hvaða mál brenna á skinni.

Ég er enn sannfærður um að afskriftir á viðbótum verðtryggingar frá því fyrir hrun er besta leiðin ásamt úrlausnum í gengis og gjaldmiðilsmálum til þess að koma stöðugleika á myntkörfulán.

Benedikt Sigurðsson rekur á sérlega upplýsandi hátt hvernig fleiri og fleiri heimili verða eignalaus, ef ekki er gripið inn í þróunina. Hann á hrós skilið fyrir að átta sig á því að það þarf að setja þak á slíka niðurfellingu og líka að ef eignastaða er góð þyrfti að skattleggja slíkt framlag ríkisins.

"Ef þú hefur betri tillögu er 20% niðurfærslu - sem er BARA leiðrétting á vísitölu eða verðtryggingarhluta krónulána . .  þá er sjálfsagt að leggja slíka tillögu á borðið og ræða hana.   En er ekki dálítið billegt að "æpa bara að öðrum" . . .án þess að sníða mögulega vankanta af".

Skil ekki Benedikt í þessari setningu, er hann að segja að ég hafi æpt að einhverjum? Endurtek að ég hef lagt til niðurfellingu á verðtryggðum viðbótum húsnæðislána. Hef trú á að við séum nálægt sameiginlegum skilningi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 00:03

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

H. Pétur þú ferð örlítið fram úr þér í yfirlýsingagleði þegar þú seir að ég skilji ekki prósentur. Ég skil þær mjög vel, en vil eingöngu miða aðgerðir útfrá því að leiðrétta óréttlæti sem að eru hækkanir verðtryggingar húsnæðislánum.

Vilt þú lækka öll lán um 20% eins og Framsókn hefur talað fyrir eða eingöngu húsnæðislán. Ef þú vilt binda það við húsnæðislán þá erum við ef til vill á svipuðu róli, verðbólgan hefur verið ríflega 15% síðustu mánuðina frá því fyrir hrun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 00:24

11 identicon

Allir þessir menn að ofan: Benedikt, Guðmundur, H. Pétur, Jón og Sigurður, komu með góð og skiljanleg rök sem vert er að skoða.  Og að kalla það vitlaust eða vitleysu lætur mann efast um að fólk skilji hvað hinir ýmsu menn eru að fara með svipuðum rökum. 

EE elle (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:55

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tillögur Framsóknar og Tryggva ganga út á að hið opinbera innleiði enn frekari ójöfnuð í stað þess að hlutverk skattakerfis er að gegna hlutverki sem jöfnunartæki. Ekkert hefur sannfært mig um annað en það sé rétt að sú leið sé arfavitlaus. Hinsvegar þarf að afskrifa verðbætur verðtryggingar af húsnæðislánum og taka á gjaldeyrismálum vegna körfulána á húsnæði. Að allir fái niðurfellingu á öllu er einfaldlega flótti frá því að menn beri ábyrgð. Vaxtalækkun er þar mikilvægust.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 11:07

13 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gunnlaugur lánin fyrir lúxussnekkjur og einkaþotur sitja enn í gömlu bönkunum, ekki í þeim nýju.  Það hefur enginn talað um afskriftir af lánum í gömlu bönkunum, það veist þú mæta vel.  Ekki tala um útúrsnúninga annarra þegar þú byrjar færsluna á svona rökleysu og vitleysu. 

Vertu málefnalegur.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 11:08

14 identicon

Fólkið getur ekki verið ábyrgt á neinn veg fyrir kolfalli gengisins og flugi verðbólgunnar.  Ábyrgðin var bankanna og yfirvalda.

EE elle (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:12

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

G Valdimar - þetta er einhver samsláttur - þú ert væntanlega að tala um að tiltekin fyrirtæki urðu eftir í gömlu bönkunum - en breytum orðunum í lúxusjeppar og tíu hesta kerrur. Eitthvað sem að var augljóslega mikil áhætta að setja á lán. Þar vil ég að ábyrgðin sé meiri heldur en vegna verðtryggingar og gengisbreytinga á húsnæðislánum. Það þarf að draga einhvers staðar línuna og persónulega finns mér það eigi að vera um að vernda eignahluta fólks í húsnæði.

                               -Málefnalegt svar óskast -

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 12:17

16 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gunnlaugur þú vilt semsagt verðlauna þá sem skuldbreyttu og fóru í bankanna og tóku ný húsnæðislán fyrir yfirdrættinum, neyslulánunum og kreditkortunum en refsa þeim sem voru heiðarlegir og fóru ekki þessa leið?   Er það ekki rétt skilið hjá mér ?

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 13:13

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flestir settu langtímafjárfestingar sem veð á húsnæði og ég vil klippa af höfuðstól af verðtryggingðum húsnæðislánum. Það er aldrei allt sanngjarnt og þú ert að tala um einhver frávik. Það er til dæmis ekki sanngjarnt að fjármagnstekjur hjá sparífjáreigendum, sem héldu öllu sínu séu einungis 10% á meðan launatekjur eru skattlagðar fjórfalt hærra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 13:50

18 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Flestir ????  á hverju byggir þú þá fullyrðingu þína?  Og hvað kallar þú langtímafjárfestingar?  Það er staðreynd að yfirdrættir í bönkum hurfu nánast þegar skuldbreytingarnar stóðu sem hæst.   Var það bara hókus pókus ? 

Varðandi fjármagnstekjur virðist mér að jafnaðarmennskan felist í því að skattleggja sömu peningana eins oft og hægt er.  Telur þú að við höfum miklar tekjur af sparifé sem fer úr landi vegna skattpíningar ?

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 13:56

19 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nú væri gott Valdimar að halda eigin viðmið um að vera málefnalegur. Ég var ekki að tala um að skattleggja höfuðstólinn þannig að hann rýrni. Heldur tekjurnar af því að eiga fjármagn, sem að eru einungis skattlagðar um tíund á meðan tekjur af því að vinna eru skattlagðar fjórfalt meira.

Þetta hlutfall var haft lægra hér á landi en í flestum löndum út af hræðsluóráðri um að slíkt fjármagn færi úr landi. Það er svo sannarlega 2007 viðhorf. Nú vilja menn gegnsæi, uppræta bankaleynd og skattaskjól. Tími Hannesar Hólmsteins er liðinn. Þú ættir að horfa á laugardaginn á þáttinn um Enron og alla hina snillingana.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 14:51

20 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

úuuppss ég skal reyna að halda mig við efnið.  Ég tel ekki að það eigi að hækka skatt á fjármagnstekjur vegna þess að það dregur úr sparnaði.  Ég tel aftur á móti eðlilegt að þeir sem hafa umtalsverðar tekjur af fjármagni reikni sér afgjald eins og t.d. iðnarmenn í sjálfstæðum rekstri gera og greiði eðlilegan tekjuskatt af því.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 14:56

21 identicon

Og þarna hafa bættst við góð rök, og núna frá G. Valdimar.  Gunnlaugur, voru það ekki bara mistök af Jóhönnu að fara ljótum orðum um tillögur fólksins?  Þið hin þurfið ekki að feta í þau fótspor þó þið séuð í sama flokki.  Svona er leiðinlegt komandi frá yfirvaldi.  Það er verið að ´gefa skít´ í skoðanir lærðra manna.  Með fullri virðingu.

EE elle (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband