Til lukku með kjörið Dagur!

Það var sérlega góður andi á landsfundi þegar úrslit höfðu ráðist í varaformannskjöri og forsætisráðherra hafði tekið við formennsku. Jóhanna var kröftug og sýndi skemmtilega takta þar sem hún blés á væntingar andstæðinga um að hún væri puntudúkka í formannsstóli.

Það var auðvelt að vera Þjóðvakamaður með stolti og síðan hafði ég lýst yfir stuðningi við Dag í varaformannsslagnum. Held að hann eigi eftir að vera öflugur fyrir innra starf flokksins. Ásamt því að tengja saman landsmálin og sveitarstjórnarstigið.


mbl.is Tengir ríki og sveitastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Ég er nú alveg hættur að skilja hvar þú stendur í pólitíkinni,  sagðist um daginn vera Framsóknarmaður að upplagi, svo eitilharður alþýðuflokkssinni Jóns Baldvins, nú einarður Jóhönnu maður með þjóðvakaflæði.  Ég botna bara ekkert í þessu lengur, sveitungi sæll.

kveðja-Helgi

HP Foss, 28.3.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru margar vistarverur í Samfó Helgi og þar á meðal fyrir öflugan Framsóknarkarl eins og þig.  Hvar ætti trúboðinn líka að vera annars staðar en mitt á meðal heiðingjana. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.3.2009 kl. 02:43

3 identicon

Þetta er dæmigert fyrir Samfylkingarfólk, þetta er margklofinn flokkur og eina ástæðan fyrir því að Samfylkingarfólk getur sameinast um Jóhönnu er að hún er ekki í neinni klíku í flokknum, og allar klíkurnar hata hana en geta unnt henni framans af því hún stendur ein. Um Dag BÉ er það að segja að hann er leiðinlegasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur alið talar í langlokum um ekki neitt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 05:24

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ómar hvernig gastu farið svona vitlaust fram úr á þessum fagra sinnudegi?!! Það er frábært ef þú hefur fundið flokk sem að er samhentari og með skýrari plan en Samfylkingin. Það væri gott ef þú gætir deilt því með okkur. Getur verið að þú sést sjálfur leiðinlegasti maður sem Ísland hefur alið" ef þú hefur svona litla stjórn á neikvæðninni? En bestu óskir um velgengni í að sjá og finnna ljósið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.3.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband