Myljum niður íhaldið

Einbeittur brotavilji Sjálfstæðisflokksins birtist skýrt í stjórnarskrármálinu. Markmið tillagna að breytingum var að tryggja betri grundvöll undir lýðræðishefðir í landinu og árétta með skýrari hætti eign á sameiginlegum auðlindum. Hvorugt hugnast íhaldinu. Flokknum er ekki vel við hugmyndir sem lúta að íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum. Að sjálfsögðu er flokkurinn líka hagsmunaklíka um LÍÚ og  séreignarrétt á fiskveiðiheimildum.

Gamalreyndur Hafnfirðingur sem að er orðinn lúinn af lífsins göngu, bæði til líkama og sálar, las mér boðskapinn um daginn. Það færðist yfir hann lífskraftur, snerpa og ákveðni í röddina. Hann sagði; "Það er aðalmálið í þessum kosningum að mylja niður íhaldið, ef það gerist ekki núna þá verður það aldrei". Þetta er verðugt verkefni að brjóta niður þetta spillta valdakerfi sem þróaðist í kringum fjárhagslega fyrirgreiðslu.

Kjölfesta lýðræðis og réttlætis er öflug hreyfing jafnaðarmanna. Við þurfum líka flokk sem fer opinn og bjartsýnn inn í framtíðina. Flokk sem að mun gefa kjósendum möguleika á að hefja viðræður við Evrópusambandið. Undirbúa samning sem þjóðin úrskurðar um hvort að sé góður grunnur að samvinnu landsins við önnur lýðræðisríki í álfunni. Að svipta fólk þessum möguleika er ólýðræðislegt.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alltaf með hugann við mannræktina, Gunnlaugur.

Ragnhildur Kolka, 17.4.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jah, reyndar er ég líka með hugann við skógræktina núna. Þar þarf að grisja ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.4.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll frændi.

Sem betur fer fjarlægjumst við óðfluga þá hafvillu að leita á náðir Evrópusambandsins. Það þarf þingmeirihluta til að sækja um ESB-aðild og hann er ekki í sjónmáli.

Verkefnið er að taka til í eigin garði og ég heyri að þú ert að vinda þér í það.

Hjörleifur Guttormsson, 17.4.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Kristín Ara

Ó mæ good! Trúir þú virkilega þessu sem þú ert að skrifa, að það þurfi að mylja niður íhaldið, og þú telur þig vera mannvin, ekki veit ég hvað þú meinar með því. En hitt veit ég að ef einhverjir voru að brjóta á einhverjum þá voru það stjórnarflokkarnir. Minnihlutastjórn VG og Samfylkingarinnar var stofnuð í febrúarbyrjun „til að tryggja landinu starfhæfa ríkisstjórn sem hrindi átti í framkvæmd brýnum og mikilvægum aðgerðum, einkum í þágu heimila og atvinnulífs. En ríkisstjórnin taldi að besta leiðin til þess að ná þessum markmiðum væri að gera breytingar á stjórnarskránni! Eitt af ákvæðunum sem lagt var til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar gekk út á að varið yrði um 2 milljörðum króna til að setja á fót stjórnlagaþing til að skrifa nýja stjórnarskrá og svipta þingið þannig af sínu helsta og veigamesta hlutverki. Gegn þessu börðust þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tóku þannig afstöðu með Alþingi sem þjóðkjörnum vettvangi.Ef þú ert virkilega sammála því sem stjórnin er að gera, þá er mér bara spurn til hvers erum við yfir höfuð með alþingi, ég hélt satt best að segja að við hefðum nú kannski eitthvað annað við peningana eð gera en eyða þeim í svona bull. Svo hefur sú hefð skapast að stjórnmálaflokkar hafa með sér samstarf um stjórnarskrárbreytingar og undirbúning þeirra til að tryggja vandaða málsmeðferð og ná sátt um breytingar á slíku grundvallarskjali. Þannig vilja sjálfstæðismenn vinna og þannig var t.d. staðið að viðamiklum breytingum á stjórnarskránni árið 1995 og 1999 undir forystu sjálfstæðismanna. En þannig vilja þínir menn alls ekki vinna . Finnst þér það vera lýðræði?

Kristín Ara, 18.4.2009 kl. 03:26

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Árni Johnsen sönglandi í ræðupúlti finnst mér ekki lýðræði. Gjörspillt kerfi fjárhagslegrar fyrirgreiðslu sem flokkurinn hefur stundað í stjórnkerfinu og fjármálalífi þarf að uppræta. Þar gildir sama og í skógræktinni að það getur þurft að hafa hugrekki til að klippa nógu mikið til að komast fyrir vandann. Stundum þarf meira að egja að fella tré og setja ný sem fá tækifæri að vaxa á nýjum forsendum. Við eigum skilið algjörlega nýtt upphaf.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.4.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband