Kjölfesta lýðræðis og réttlætis

1. Með því að kjósa Samfylkinguna eru aðildarviðræður að ESB á dagskrá. Þannig fá komandi kynslóðir tækifæri og sjálfstæði til fullrar þátttöku í samstarfi frændþjóða og lýðræðisríkja.

2. Með því að kjósa Samfylkinguna eru tvinnaðar saman á heilbrigðan hátt áherslur á frumkvæði og sköpun einstaklingsins og samfélagslega ábyrgð og réttlæti.

3. Með því að kjósa Samfylkinguna verður efld lýðræðisvitund í landinu og haldið vakandi kröfunni um nauðsynlegar úrbætur á stjórnarskrá.

4. Með því að kjósa Samfylkinguna verður losað um þau bönd sem að kvótakerfi til lands og sjávar halda frumatvinnugreinunum.

Rauðar rósir

EUflag

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Undirlægjuháttur af þeim toga sem Samfylkingin sýnir hlýtur að vera einsdæmi í heimssögunni. Og að halda því fram að með því að kjósa SF og leggjast undir Brussel-valdið eflist lýðræðisvitund hlýtur að vera hámark ósvífninnar. Öfugmæli af verstu gerð.

Eina vitundin sem eflast mun með þjóðinni verður söknuður eftir því lýðræði sem glatast við aðildina að ESB.

Skoðanakannanir hafa gefið Steingrímur Joð nægilegt sjáfstraust til að standa upp í hárinu á Samfylkingunni. Það er alltaf gott að hafa fleiri kosti til að velja um.

Hélt ekki að ég ætti eftir að mæra StJ, en svei mér þá, ef hann ygldi ekki brún framan í þá gömlu í þættinum í kvöld.

Kannski er ekki öll von úti enn.

Ragnhildur Kolka, 24.4.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll frændi.

Þú ferð að slá Jóhönnu út sem öfugmælasmiður, sbr. færslu á bloggsíðu minni í dag.

Þú ættir að vita að ESB er ólýðræðislegasta samsteypa sem fyrirfinnst á Vesturlöndum.

"ESB snýst um vinnu og velferð" auglýsti formaður Samfylkingarinnar í blöðunum nú degi fyrir kosningar. Þegar ég las þann uppslátt rann það upp fyrir mér að hún veit lítið um hvað hún er að tala, enda aldrei um ESB-málefni fjallað opinberlega fyrr en nú. Vegna ESB-haukanna í Samfylkingunni telur hún sig tilknúða að fara með ritúalið um aðild sem allrameinabót eins og heyra mátti m.a. í umræðu flokksformannanna áðan. Áheyrandanum finnst hann kominn á samkomu hjá Hjálpræðishernum.

Hjörleifur Guttormsson, 24.4.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir

Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd. En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nú reynar þannig með þessar endurteknu kosningar í ESB að ef þjóðin hafna tilteknum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er einfaldlega kannað hvað þjóðin á erfitt með að sætta sig við. Ef það reynist vera atriði, sem menn eru tilbúnir til að breyta þá breyta menn því og leggja síðan breyttan samning fyrir þjóðina. Er eitthvað ólýðræðislegt við það?

Svo má líka benda á að með tímanum koma breytt viðhorf þannig að þó inngöngu í ESB hafi einu sinni verið hafnað þá er það ekki svo að sú ákvörðun gildi að eilífu.

Það er ekkert að þeim ummælum Jóhönnu að ESB snúist um velferð. Það er einfaldlega staðreynd. Þetta eru samtök lýðræðisþjóða Evrópu, sem hafa það markmið að efla velferð íbúa allra aðildarlandanna.

Sigurður M Grétarsson, 25.4.2009 kl. 09:39

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það var nú renydar þannig í Sovétríkjunum að menn fengu að kjósa.

Einn flokk.

Í sumum löndum ESB eru 75% kjósenda á framfærslu hins opinbera. Þeir munu aldrei kjósa neitt annað en þá flokka sem þeir hafa depónerað efnahgslegri tilveru sinni hjá. Í svona löndum þrífst ekkert virkt lýðræði, Það er búið að kaupa atkvæðin. Það er ekki undarlegt þó að að ESB búar í sumum löndum ESB séu oft kallaðir velferðarfíklar. Þeir eru á opinberu dópi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er fagur dagur og sameinumst í góðum hug til helstu stofnana sem við tilheyrum. Þar á meðal er Evrópusambandið sem við erum hluti af í gegnum EES samninginn. Kjósum það sem gefur mest tækifæri og gildi fyrir mannlífið. Dveljum ekki í vandamálunum heldur hvernig við breytum og bætum. Gerum eitthvað sem eykur líkur á að hjartað hrærist og tvö til þrjú dansspor verði stigin af kátínu með kvöldinu.  - Með kærri kveðju -  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.4.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er afskaplega margt skrítið sem frá Gunnari kemur.. en hann er líka leigupenni ESB andstæðinga.

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Með því að kjósa Samfylkinguna ertu að segja að pólitísk spilling sé í lagi.

Jón Kristófer Arnarson, 25.4.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband