Maður gærdagsins

Það er í heildina mjög lítil eftirspurn eftir söguskýringum Kjartans Gunnarssonar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins varðandi "skrílslætin" á Austurvelli eða að hann sé nothæfur í að túlka niðurstöður kosningana.

Þó ég sé ekki haldin persónulegri óvild gagnvart honum eða öðrum þá verður það að viðurkennast að það gefur ónotahroll að hlusta á hann og skynja fyrir hvaða pólitík og gildi hann stendur. Það er eitthvað ekki alveg í lagi þarna!!

Nú þegar bakland fyrirtækjanna færir sig í meira mæli yfir á Samfylkinguna, sem vill tryggja hlutdeild okkar í heilbrigðu alþjóðlegu rekstrarumhverfi til framtíðar, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn einangrað fyribæri sem einungis hentar forpokuðum íhaldsmönnum.

Flokkurinn verður á næstu árum hvorki gerandi aðili í mótun velferðarsamfélags né með tromp á hendi fyrir fjárhagslegan stöðugleika. Þar gæti fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks verið rétti aðilinn til að festa flokkinn í hugmyndalegri stöðnun.

Hans tími er liðinn nema hjá sönnum afturhaldsöflum. Ekki kom hann heldur vel út úr stóra styrkjamálinu sem að hann nefnir nú "dapurleg tíðindi". Sagðist fyrst hafa verið hættur í starfi fyrir flokkinn en reyndist svo hafa verið að setja nýjan framkvæmdastjóra inn í starfið.

Á endanum kvað nýr formaður upp úr um að Kjartani Gunnarssyni hefði átt að vera fullkunnugt um stóru styrkina út frá vinnu sinni innan flokksins og trúlega einnig út frá stöðu sinni sem formaður bankaráðs Landsbankans.

Það er merkilegt hvað þessir menn geta endalaust haldið áfram að bera sig digurbarkalega í stað þess að skammast sín, setja skottið á milli lappana og byrja að fikra sig áfram við smásagnagerð eða eitthvað sem færist þeim betur úr hendi.


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er einn af "mönnunum bak við tjöldin"semsagt einn sem þarf að draga til ábyrgðar og veita stöðu grunaðra sem first,frysta allar eigur hanns þarmeð talið húsið hanns Hannesar Hólmsteins sem fært var á nafn Kjartans Gunnarssonar þegar Hólmsteinninn tapaði málinu gegn Jóni Ólafssyni.

zappa (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þessa dagana er hann ásamt Davíð Oddssyni tákn samþættingar pólitískrar og fjárhagslegrar spillingar af verstu sort. En birtist svo í þessu viðtali og talar um "dapurleg tíðindi". Þau eru vonbrigði fyrir hann því hann ætlaði sér að halda öllu baktjaldamakkinu rækilega í felum. En hafa ber í huga að það er bara verið að byrja á að kíkja í pakkann.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.4.2009 kl. 08:54

3 identicon

Kjartan Gunnarsson er algjörlega trausti rúinn innan flokks sem utan. Framtíðarsaga íslands mun fara jafnófögrum orðum um hann og Hannes Hólmstein, Davíð Oddsson og Geir Harde. Þeir eru draugar fortíðar - þeirra tími er liðinn.

Stefán (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:03

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þessi setning þín er óborganleg.

Það er í heildina mjög lítil eftirspurn eftir söguskýringum Kjartans Gunnarssonar fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins varðandi "skrílslætin" á Austurvelli eða að hann sé nothæfur í að túlka niðurstöður kosningana.

,,Nú þegar bakland fyrirtækjanna færir sig í meira mæli yfir á Samfylkinguna, sem vill tryggja hlutdeild okkar í heilbrigðu alþjóðlegu rekstrarumhverfi til framtíðar, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn einangrað fyribæri sem einungis hentar forpokuðum íhaldsmönnum."

Ef þetta er rétt hjá þér, eru nú ekki margir í því baklandi , ef marka má niðurstöður kosningana það er tölulegar.

Þið náið ekki einusinni í kjörfylgið sem Össur fékk.

Þrátt fyrir verulegan stuðning og á köflum grímulausan úr hendi eða réttara sagt úr munni fjölmiðlunga.

Hitt er jafnsatt hjá þér, að öngvir eru líkt því jafn fljótir til, að afsala se´r réttindum óborina kynslóða fyrir grunna súpudiska í Brussel en einmitt þið Kratarnir.

Um Kjartan er hinsvegar það að segja, að hann nýtur óskorðaðs trausts hvarvetna, það er mikið meir en hægt er að segja um ykkur Kratana og að ekki sé talað um skrílinn sem gekk um eyðileggjandi eigur þjóðarinnar, sevo sem Alþingishúsið og fl.

Hin sem voru að mótmæla,- þó óhefðbundnar aðferðir hafi á stundum verið brúkaðar, voru og eru ekki hlutmengi í nafngiftinni skríll.  Hinir eiga þá nafngift og jafnvel sterkari orð.

Miðbæjaríhaldið

með áherslu á Íhald

Bjarni Kjartansson, 28.4.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bjarni. Það bendir flest til að það verði mun frekar, sem bæði réttindi og hagsmunir komandi kynslóða verði fyrir bí ef við höldum okkar einangrunarstefnu heldur en ef við tökum höndum saman við lýðræðisþjóðir Evrópu í að byggja upp sterka Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 28.4.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veit ekki hvaða frímúrarahreyfingu þú ert staddur í kæri Bjarni. Þú ert ekki að vísa til þjóðarinnar og ekki einu sinni Sjálfstæðisflokksins. Þar á bæ eru menn að reyna að rjúfa tengslin við þessa menn. Verið er að reyna aðferð Framsóknarflokksins að halda því fram að nú séu komnir nýir menn og nýir tímar.

Ertu búin að lesa bókina um hrunið og hlut Davíðs Oddssonar í því, meðal annars með því að hindra að þeir gætu gert upp í evrum?

Jóhanna Sigurðardóttir nýtur mest trausts meðal þjóðarinnar og hefur sócial demokratískar áherslur í sínum störfum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.4.2009 kl. 12:44

7 identicon

Aumingja Kjartan er maður gærdagsins eins og Davíð, Hannes og Geir. Það er erfitt fyrir þessa kónga að fá reisupassann frá þjóðinni. Vonandi eru að renna upp nýjir tímar hjá þjóðinni og við áttum okkur á því að við verðum að taka þátt í samfélagi þjóðanna í gegnum ESB. Ef við gerum það ekki er viðbúið að börnin okkar og barnabörn muni ekki búa á landinu í framtíðinni. Eftir verður gamla fólkið. Við verðum að taka þátt í að móta framtíð með hag heimilanna í fyrirrúmi og átta okkur á því að núna er tími til breytinga.

Flokkurinn hans Kjartans er flokkur afturhaldsafla fortíðar og einangrunarsinna. Ég yrði ekki hissa að hann myndi klofna og fortíðardraugarnir sitja einir eftir sem er alveg ágætt.

Ína (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er rangt hjá þér Gunnlaugur að halda því fram að það sé lítil "eftirspurn eftir söguskýringum Kjartans Gunnarssonar". Þú þarft ekki annað en horfa á myndbandið til að sjá að fréttamaðurinn beið eftir að ná tali eftir honum. Og þú þarft ekki annað en að hlusta á það til að heyra hvernig hann rúllar Samfylkingunni upp.

Viðbrögðin við þessu viðtali hafa heldur ekki staðið á sér. Öll vinstri hersingin komin á stúfana til að reyna að neutralisera áhrif hans. Það gerist bara þegar áhrifamenn tala. Og viðbragð ykkar verður þeim mun meira áberandi, þegar um er að ræða mann sem stiginn er af sviðinu. Mann "gærdagsins". 

Er það vegna þess að menn eins og Kjartan Gunnarsson eru ekki einnotamenn heldur menn allra tíma.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2009 kl. 14:34

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvar vík ég orði að Reglu Frímúrara?

Ég er búin að glugga í bókina sem þú vísar í og bið þig gera slíkt hið sama en nú með venjulegum sjónglrejum en ekki þeim bleiku.

Höfundurinn er, líkt og afar margir sem þátt tóku í og stjórnuðu að hluta, Hrunadansinum eftir Jörfagleði sjálftökuliðsins, er he´r eð reyna að skrifa SIG SJÁLFAN frá ábyrgð og að gera hlut sinn og kæruliðsins sem sífellt kærði allar stofnanir þjóðar sinnar fyrir ESB EES dómstólum vegna ætlaðra brota á Fjórfrelsinu þeirra heilaga.

Jóka hafu ENN traust þjóðar sinnar, þar til að upp rifjast hvernig hún skildi við ,,félagslega íbúðalánakerfið" og þau sveitafélög sem þar gegnu í björgin og ginnt voru til þáttöku og misstu í kjölfarið fjárhagsleg yfirráð sín yfir stjórn sinna sveitafélaga vegna skulda. Og að við erum enn að greiða þann barreikning.

Ég taldi þig vera skynsamari mann en hér fram kemur.  Kjartan er varkár og horskur maður, það vita allir sem við hann hafa átt viðskipti hvoort um er að ræða venjuleg eða pólitísk.

Mér er óljúft, að kafa gerr í tilskrif ýmis en sum eru vart svaraverð, því tók ég til varna á þinni síðu, því þar er ekki farið af oforsi og þakka ég það.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 28.4.2009 kl. 15:01

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég þekki Kjartan ekki persónulega en ég er að tiltaka tengsl hans við þjóðlíf og stjórnmál. Þar stend ég við það að hann hefur verið maðurinn sem að stjórnar bak við tjöldin.

Var í slagtogi við ritstjóra Sjálfstæðisflokksins, lögmann Sjálfstæðisflokksins og ónafngreindan valdamann (sem flestir álíta Davíð Oddsson) í að hjálpa Jónínu Ben að ná fram persónulegum hefndum í Baugsmáli og koma því af stað.

Hann var á sama tíma formaður bankastjórnar Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ásamt því að vera helsti ráðgjafi og vinur seðlabankastjóra. Finnst Sjálfstæðismönnum engin augljós meinsemd í þessu?

Hann neitar aðkomu að stóra styrkjamálinu, þar sem að hann hafi hætt í október, en styrkurinn var veittur skömmu síðar. Síðan kemur hinn nýi formaður og segir að hann hafi verið í nokkra mánuði starfandi framkvæmdastjóri með hinum nýráðna.

Innan ítölsku mafíunnar þykir allt í lagi að gera hitt og þetta sem að er utan siðferðisramma almennings ef það eflir "fjölskylduna". Aðrir meðlimir og ættmenni halda áfram að þylja rullur um persónueinkenni sem séu öllum öðrum æðri.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.4.2009 kl. 15:54

11 identicon

Haltu afturhaldinu við efnið og beindu dagsljósinu að þeim.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:47

12 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Mikið er þetta nú fjörugt hjá ykkur, krakkar! En þið talist við af jafn miklum gagnkvæmum skilningi og sjítar og súnnítar!

Flosi Kristjánsson, 28.4.2009 kl. 21:55

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður punktur Flosi. En ég held að óþol mitt sé mest gegn fámennri klíku sem bæði hafði alla helstu þræði Flokks og þjóðar í hendi sinni. Nú getur Davíð farið í smásagnagerðina og Kjartan getur raðað upp seðlabuntunum eða eitthvað. Hannes hefur vit á að halda sig til hlés og eini kosturinn við að gera Jón Steinar að hæstaréttadómara að hann dæmdi sjálfan sig frá þjóðmálaumræðu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.4.2009 kl. 22:19

14 identicon

Hvers vegna setur að mér ónotahroll að lesa svo margar blogggreinar síðustu mánuði? Kannski það að ég þoli illa skinhelgi. Til dæmis hjá einhverjum sem heldur fram að hann stundi mannrækt og að efla kærleika. Á sama tíma er auðvitað verið að hreyta skít í amk fjórðung kjósenda sem eru eingöngu forpokaðir íhaldsmenn og sönn afturhaldsöfl. En auðvitað er óþol þitt eingöngu gegn fámennri klíku þegar á þetta er bent. Hvers vegna ekki að nota tækifærið og hreyta skít í frímúrara og loksins að tengja all þetta skítapakk við mafíuna. Glæsilegt og óborganlegt. Ég hef ekkert á móti því að fólk hafi aðrar skoðanir en ég, í endann eigum við flest meira sameiginlegt en það sem stíar okkur í sundur. Hvernig við umgöngumst fólk sem hefur aðrar skoðanir segir mest um okkur sjálfa.

Anton

Anton (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 02:46

15 Smámynd: ThoR-E

Maður fékk hálfgerðan hroll við að hlusta á þetta viðtal. Guði sé lof að þessir flokkur með þessa menn inanborðs séu ekki við völd í landinu.

Dapurlegt að sjái ekki að skríllinn var í stjórn bankanna og þeirra fyrirtækja sem hér lögðu allt í rúst ... með hjálp Sjálfstæðisflokksins.

Þessir aðilar mega aldrei komast aftur til valda hér á landi.

ThoR-E, 29.4.2009 kl. 11:28

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Anton, fyrir mér er hluti mannræktarinnar að uppræta hroka, valdníðslu, spillingu og allt það sem að þessi valdaklíka hefur staðið fyrir í íslensku samfélagi. Það er ekkert rangt við að fella tré og klippa hraustlega af blómarunna til að búa í haginn fyrir sólríkan fagran garð til framtíðar. Mannræktin verður ekki byggð upp af andlausum liddum. Ef markmiðið er að mylja niður íhaldið þá duga engir silkihanskar

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.4.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband