Kemur þú Evrópa?

Nú reynir á hvort stefnt er á að vera í siðaðra manna samfélagi með frændþjóðum og öðrum lýðræðisríkjum Evrópu. Flestir eru til í slaginn ef samningar nást um varanleg ákvæði í sjávarútvegsmálum. Sumir íslenskir beturvitrungar segja það mögulegt og aðrir segja það ekki mögulegt, sumir fulltrúar ESB segja að hægt sé að taka tillit til sérstöðu Íslands aðrir segja að sjávarútvegurinn verði að fylgja með í fiskveiðistefnu sambandsins.

Úr þessu verður ekki skorið nema með aðildarviðræðum!!! Látum ekki hræða okkur frá lýðræðislegu uppgjöri í þessu máli. Hjörleifur Guttormsson og Jón Baldvin Hannibalsson áttu báðir ágætar greinar í helgarblöðunum. Báðar byggðar á þekkingu og yfirsýn. En á endanum snýst málið fyrst og fremst um að gera upp við sig hverjum við viljum tilheyra. Þar erum við landfræðilega og menningarlega í mestum tengslum við frændþjóðir og önnur lýðræðisríki í álfunni.

Valdið er lagskipt. Við höfum sveitarstjórnina, landstjórnina, Norðurlandaráð og Sameinuðu Þjóðirnar, en vantar að vera fullgild í ákvarðanatöku um sameiginleg málefni álfunnar. Slíkt eykur sóknarfæri og sjálfstæði okkar sem þjóðar.


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með útlenska beturvitrunga? Olli Rehn ("frávik koma ekki til greina") eða Joe Borg ("...en innan ramma sameiginlegu fiskveiðastefnunnar") t.d.

Annars er það rétt hjá þér að spurningin er meira pólitísk en efnahagsleg og um hana er hægt að kjósa áður en sótt yrði um aðild. Raunar væri það lýðræðisleg nauðsyn sæktu sér umboð til þess.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bíðum nú við! Hvaðan hefur þú það að "flestir séu til í slaginn...." Má ég benda þér á nýafstaðnar kosningar til Alþingis sem þú hefur víst ekki frétt af. Þar voru 7 framboðslistar og aðeins einn þeirra boðaði afdráttarlaust samningaviðræður við ESB. Eitt þessara framboða lýsti sig andsnúið öllum viðræðum og afdráttarlaust.

Framboðið sem vildi tafarlaust fara í viðræður bætti við sig tveimur þingmönnum! Hitt framboðið bætti við sig fimm þingmönnum!

Í þeim skoðanakönnunum sem ég hef fylgst með hafa andstæðingar aðildar haft nauman meirihluta. Ef fylgjendum aðildarviðræðna hefði fjölgað þá hefði Samfylkingin í það minnsta náð því fylgi sem hún hafði 2003. 

Árni Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er staðreynd að það er þingmeirihluti fyrir aðildarviðræðum. Ekki þörf á að þvæla málið meira, heldur einhenda sér í verkið með það að markmiði að tryggja hagsmuni Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef sjávarútvegsmálin fengju viðunandi niðurstöðu þá trúi ég að "flestir séu til í slaginn". Láttu ekki svona Árni, Samfylkingin er stærst, mest og best . Annað er bara nöldur   Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.5.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband