Niðurgreiða rafmagn til gróðurhúsa!

Þetta er góð tillaga og hefur verið nokkuð lengi í umræðunni. Nú er hinsvegar lag að láta hana verða að veruleika. Við erum heimsmeistarar í sykuráti sem að leiðir af sér allskyns lífstílsvanda. Ekki bara sykursýki og offitu, heldur dansar sykurneyslan með stressástandi þjóðarinnar. Það er mín tilgáta (sem ég ætlaði að fá doktorsnafnbót fyrir) að taugaspenningurinn kalli á sykurinn. Þannig að hin raunverulega lausn vandans felst ef til vill ekki í því að hafa vit fyrir fólki með verðstýringu. Ekki frekar en sérstakar álögur á tóbak og áfengi eru ekki öruggar til að draga úr neyslu.

Því hefur verið fagnað að íslensk ungmenni hafi aukið neyslu á mjólkurvörum, en rétt er að skoða það í samhengi. Neyslan jókst þegar búið var að breyta mjólkurvörum í sælgæti með allskyns útgáfum af bragðbættum vörum með viðbættum sykri. Við setjum sykur út í ótrúlega margar unnar vörur. Það er rétt skref að setja skatt á sykurinn, en við verðum líka að huga að því að búa í haginn fyrir framleiðslu á hollustu. Þar er nærtækast að líta til niðurgreiðslu á raforku til garðyrkju og gróðurhúsa.


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má víst kalla það niðurgreiðslu að koma verðinu á þeirri framleiðslu niður í það sama og í þéttbýli, ellegar þá niður í verðið sem stóriðjan fær orkuna á. Frá sjónarhóli garðyrkjubænda eða annarra landsbyggðarframleiðenda eru í rauninni allir með niðurgreiðslu nema þeir. Ömulegt og til skammar!

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:16

2 identicon

Hverjar eru líkurnar á því að Brusselvaldið sé samþykkt slíkri sértækri niðurgreiðslu á aðfangakostnaði fyrir eina atvinnugrein? Þetta væri augljós viðskiptahindrun sem gengur gegn reglum innri markaðarins.

Bjarki (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: B Ewing

Þess má geta að sykurskatturinn kemur örugglega mest niður á einum (ef ekki þeim) stærsta sykurkaupanda sem til er á lendinu, Mjólkursamsölunni.

B Ewing, 15.5.2009 kl. 15:44

4 identicon

Þetta er góð tillaga Gunnlaugur,

Það væri ágæt ef Bjarki kynnti sér reglur um heimskautalandbúnað ESB svona fyrir utan það að framboð og eftirspurn á eU svæðinu ræður verðinu. Þetta þýðir að ef menn geta keypt ódýrari orku frá Frakklandi en Þýskalandi, þá er mönnum heimilt að gera það, t.d. Ef Bjarki ætlar að leggja sæstreng fyrir orku ,frá Íslandi til Evrópu, væri þetta spurning en þessi fullyrðing hans er bara bull.

Ewing, Mjólkursamsalan skilar þeirri hækkun bara áfram til neytanda, einsog allir aðrir sem verða fyrir skattinum, þannig ég skil heldur ekki hvað þú ert að fara heldur.

Hrappur (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sykurinn út um allt er einfaldlega mengunarvandamál. Lúmskur læðir hann sér að hér og þar. Á endanum hættum við að vera næm fyrir fjölbreytileika í bragði, viljum bara sykurkikk.

Það er ekkert sjálfgefið að sykurskattur fari út í vísitöluna. Mjólkursamsalan verður að hætta sykursullinu út í mjólkurvörurnar. Láta duga kolvetni sem gefast með ferskum ávöxtum.

Góður punktur varðandi rafmagnið til garðyrkju að frekar en að tala um niðurgreiðslu, þá væri réttara að tala um jafna stöðu og sanngirni að til þessarar notkunar yrði hún seld eins og til annarra stórnotenda. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.5.2009 kl. 15:16

6 Smámynd: B Ewing

Svo ég svari Hrappi.

Mjólkurvörur lúta opinberri verðlagningu, þ.e. framleiðendur ráða ekki verðinu 100% sjálfir þrátt fyrir tilslakanir í þá átt undanfarin ár.  Sykurskatturinn mun þar af leiðandi ekki skila sér í verðlagið nema opinber ákvörðun komi til (sem menn væntanlega neyðast til að taka). Sé drollað við ákvarðanatöku í þessum efnum hefur það óneitanlega áhrif á þá mjólkurframleiðendur sem fylla vörur sínar af sykri.  Aftur á móti getur t.d. Mjólkursamsalan komist undan þessu með því að breyta uppskriftum og hætta þessum gengdarlausa sykuraustri í allar vörur sínar.  Það væri raunverulegt framlag til tannverndar að skikka framleiðendur "hollustuvara" að takmarka kolvetni í vörum sínum ellegar vara við sykurmagni með áberandi hætti.

B Ewing, 17.5.2009 kl. 09:21

7 identicon

Nei Hrappur, þú bullar. Sértækar reglur um heimskautalandbúnað skipta engu máli varðandi raforkuverð til gróðurhúsa. Málið snýst ekki heldur um hvort að Ísland sé tengt evrópu um rafstreng eða hvort að orkan sé dýrari eða ódýrari þar. Málið snýst um það að sértæk niðurgreiðsla á raforkukostnaði til gróðurhúsa myndi án nokkurs efa brjóta gegn reglum innri markaðarins sem ólögleg ríkishjálp sem skekkir samkeppnisstöðuna á markaðnum.

Annað sem menn tala um er þá að þvinga orkufyrirtæki til að selja garðyrkjubændum ódýrari orku og kalla það "leiðréttingu" vegna þess að álver fái orkuna ódýrari. Það vill bara svo til að það er mun minni kostnaður á bakvið það að afhenda stóriðjuveri nokkurhundruð megawött á einn punkt en það er á bakvið að dreifa tiltölulega lítilli orku á marga dreifða punkta. Þar kemur bæði til mun minni kostnaður við dreifikerfi og einnig stærðarhagkvæmni. Menn eru beinlínis að biðja orkufyrirtækin kurteisislega að setja sig á hausinn með því að afhenda orku til gróðurhúsabænda undir kostnaðarverði. Löggjöf ESB í raforkumálum (sem við höfum tekið upp) kveður á um að verðskrár orkufyrirtækja eigi að vera gegnsæjar og endurspegla raunverulegan framleiðslukostnað. Það er augljóst brot á þeim reglum að selja orku undir kostnaðarverði.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband