Bloggleti

BloggletiÉg er ekki búin að setja inn færslu í viku. Það er mikil bloggleti að ganga yfir. Það ríkir ákveðið millibilsástand. Skólinn búin og ég ekki komin í gírinn með gönguferðir.

Það er samt nóg að gera. Fór í miklar útreiðar tvær síðustu helgar. Mosfellsbær, Þingvellir, Sel í Grímsnesi, Vorsabær á Skeiðum og að Þjórsártúni. Segi frá því síðar ef ég nenni.

Er búin að vera með göngur á fellin umhverfis Mosó síðustu tvær vikur. Síðasta gangan var í gær á Úlfarsfell. Það mættu um 15 manns. Segi frá því seinna ef ég nenni.

Er búin að vera að standsetja fjallarútuna fyrir sumarið. Það þurfti að skipta um startkrans, kúplingsdisk og fleira. Síðan er verið að yfirfara lakkið næstu tvo daga. Nenni ekki að segja nánar frá því.

Verð að fara að sofa, því ég mæti í spjall til Steinunnar Harðardóttur í fyrramálið fyrir þáttinn hennar Út um græna grundu. Set tengil á viðtalið ef ég nenni, svo þið getið hlustað (ef þið nennið).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hlakka til!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 08:12

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér skildist að eitthvað yrði í þætti á morgun og síðan meira síðar. Nú styttist í að ég hitti á þig kæri Baldur í Lóninu. Það hittist vel á að ég er að koma úr gönguferð 8. júlí og gæti jafnvel tekið útreið með ykkur. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tengill inn á fyrsta hluta spjallsins

http://dagskra.ruv.is/ras1/4444511/2009/06/13/

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband