Farinn á fjöll

 Fjallasol

Í fyrramálið legg ég af stað með fyrsta gönguóp sumarsins um æskuslóðir að Stafafelli í Lóni. Það er 19 manna hópur á vegum Kennarasambands Íslands. Soðið í humarsúpuna fyrir fyrsta kvöldið er tilbúið og búið að kaupa allt til matar fyrir fjögur kvöld og keyra því í Eskifell.

Á þriðjudag fékk ég fulla skoðun á rútuna. Skoðunarmaðurinn sagði "jæja, þú ert kominn með kafbátinn" og vísaði þar til þess þegar hún fór í Lindá (Jökulsá um árið). En ég fór áðan yfir Skyndidalsá í nokkrum vexti á Únimognum og þegar búið er að splitta kemst hún allt.

Vegagerðin er nýbúin að hefla veginn inn Kjarrdalsheiði á Illakamb og ég standsetti í dag vatn og annað bæði tjaldstæði í Smiðjunesi og líka við skálann í Eskifelli. Þannig að fjöllin Stafalls og Lónið fagra eru tilbúin fyrir ferðamenn sumarsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góða ferð Gunnlaugur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

oh hvað ég öfunda þig :-) Yndislegt. Hvað ég man þessa dásamlegu tilfinningu í upphafi ferðamannatímabils, að vera komin í rútuna með migrafóninn í hendi, borgin á baka á fullri ferð inn í sumarið með Frakkana mína eða Spánverja syngjandi glaða fyrir aftan mig. Ólýsanleg tilfinning

Anna Margrét Bjarnadóttir, 22.6.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband