Regnbogahlaupið á sunnudag kl. 10

regnboginn2

Ég hef verið á fulllu að undirbúa hlaupið á fellin sem hefst klukkan 10 á sunnudag við Íþróttamiðstöðina að Varmá og er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima. Þetta er sérlega skemmtileg og fjölbreytileg leið eftir fellunum fjórum sem liggja að Mosfellbæ (Helgafell, Reykjafell, Reykjaborg, Úlfarsfell). Hún er 18 km.

regnboginn1
ATORKA mannrækt & útivist skipuleggur hlaupið. Búið er að endurbæta fyrri merkingar á fellin og hefur þróast stígur sem er greinilegur á stórum hluta leiðarinnar. Helgafell er með rauðum stikum, Reykjafell með gulum, Reykjaborg með grænum og Úlfarsfell með bláum stikum.
regnboginn3

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu að keppa við eigin viðmið. Þannig hafa verið settir upp tímasetningar til að gefa atorkumat. Þeir sem ná að hlaupa hringinn á þremur tímum eða skemur teljast með 100% atorku. Þeir sem að eru þrjá og hálfan með 75%, fjóra klukkutíma 50% og fjórir og hálfur gefur 25% atorku.

Meðfylgjandi er kort er af fellunum ásamt GPS merktri leið á Helgafell og Úlfarsfell. Fallegur Regnbogi var síðdegis einn dag í vikunni og tók ég mynd af honum. Einnig er mynd af stikum, sem a´ð eru á leiðinni upp á fell og settar niður eftir litum. 

Hægt er að skrá sig í Íþróttamiðsöðinni að Varmá eða í Álafosskvos á morgun laugardag. Einnig í síma 699-6684. Þátttökugjald er 500 kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vonandi hafa margir tekið þátt og allt gengið vel hjá þér.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband