Davíð og LÍÚ að taka yfir Morgunblaðið?

OddssonUmfjöllun á þeim nótum að Davíð Oddsson verði ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins fær mann til að athuga hvort dagatalið sé ekki rétt. Hvort möguleiki sé á að það sé byrjun aprílmánaðar eða að dögum þar sem má segja grínfréttir hafi fjölgað. Sprell að vori og aftur að hausti.

En svo virðist vera að þetta sé rætt í fullri alvöru. Var Steingrímur J að gefa eftir fimm milljarða skuld Morgunblaðsins til að búa til möguleika fyrir LÍÚ klíkuna og foringjadýrkendur að komast yfir blaðið? Þá hefði verið miklu betra að láta það fara á hausinn.

Ég var nokkuð ánægður með aukið frjálslyndi í ritstjórn blaðsins síðustu misserin. Tók eftir að fyrir tæpum mánuði var jafnvel Kjartan Gunnarsson gagnrýndur í Staksteinum. Dálkurinn sem var frátekinn fyrir forpokuðustu íhaldssjónarmið innvígðra og innmúraðra.

Ólafur Stephensen virtist heimsmaður og skilja breytta stöðu landsins í alþjóðlegu umhverfi. Davíð Oddsson er tákn alls þess sem við þurfum að endurskoða og gera öðruvísi. Hann er tákn oflátunga og þjóðremba sem héldu að allt væri best á Íslandi.

Hann hefur vitnað til þess að vera vinur George W Bush og Silvio Berlusconi. Stuðningur Íslands við innrás í Írak átti að verða endurgoldinn með áframhaldandi veru herliðs á Suðurnesjum. Vinaböndin héldu ekki. Nú hefur þjóðin glatað trausti til hans í opinberri umræðu.

Fregnir eru af því að blaðamenn á Morgunblaðinu íhugi uppsögn verði Davíð ráðinn. Áskrifendur blaðsins verða líka að taka sig saman og senda sterk skilaboð um að þeir kaupi ekki blað með þennan umdeilda karakter í forystu.

Það er ekki hægt að ráða mann sem að hið virta tímarit TIME hefur útnefnt sem einn af 25 helstu ábyrgðaraðilum á efnahagslægð heimsins til forystu á fjölmiðli sem að er endurreistur og rekinn fyrir almannafé. Það verður ekki liðið að smáklíka úr Sjálfstæðisflokknum búi sér til áróðursvél.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Vil sjá Moggann styðja og fjalla um atvinnuvegi landsins ,mennta og lista elítan fær næga umfjöllun í öðrum fjölmiðlum. Þá er mér sama hvað ritstjórinn heitir sakna ekki fráfarandi ritstjóra. Með sitt ESB trúboð og skrif gegn íslenskum atvinnuvegum.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.9.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Held að Davíð sé ekki á leiðinni í þennan stól.

Björn Birgisson, 22.9.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Óskar er þekktur fyrir kolsvartan húmor

Finnur Bárðarson, 22.9.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Þórður Már Jónsson

LÍÚ eru löngu búnir að taka yfir moggann. Þetta yrði hins vegar kremið á kökuna ef af yrði. Held reyndar að LÍÚ-menn séu klókari en þetta, að fara að setja Dabba í stólinn. Hann myndi skemma plottið þeirra.

Þórður Már Jónsson, 22.9.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Umfjöllun á þeim nótum að Davíð Oddsson verði ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins fær mann til að athuga hvort dagatalið sé ekki rétt.

Vel að orði komist. Það er stórgóð umfjöllun í DV í dag um málið. Þeir röktu mjög vel hvernig klíkan í kringum Morgunblaðið tengist FL-okknum sterkum böndum. Hollendingur ætlaði að kaupa blaðið og borga upp ALLAR skuldir. Mafían kom í veg fyrir það.

Theódór Norðkvist, 22.9.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

LÍÚ klíkan er aldrei að grínast. Þeim er fúlasta alvara, eins og á eftir að koma betur í ljós.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.9.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband