Saga Ice Save málsins

Nú þegar eru sagnfræðingar og fleiri farnir að skrifa bækur eða viðameiri úttektir á eðli hrunsins, ásamt tilurð og þróun Ice Save málsins. Í bók Vals Ingimundarsonar Hrunið er hægt að sjá að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum gangast inn á þá línu að Ísland verði að axla ábyrgð á tryggingum samkvæmt tilskipun ESB sem leidd var í lög á Alþingi árið 1999.

Í hnotskurn er saga Ice Save malsins þannig;

  • Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipta bankakerfinu á milli sín. Sjálfstæðisflokkurinn ráðstafar Landsbankanum til einstaklinga sem höfðu vafasama fortíð í fjármálum og voru þekktir fyrir að vera áhættusæknir. 
  • Aðildin að EES skapar frelsi milli landa í fjármálastarfsemi. Með tilskipun frá ESB frá 1999 gengst Ísland undir kvaðir tengdar stofnun og ábyrgð á Tryggingasjóði sparífjáreigenda.
  •  Sjóðurinn er stofnaður en opinberir eftirlitsaðilar (Fjármálaeftirlit og Seðlabanki) tryggja ekki samræmi milli vaxtar Landsbankans erlendis og greiðslna í Tryggingasjóð.
  • Hollenska og breska fjármálaeftirlitið bjóðast til að taka eftirlitið yfir og að Ice Save sé breytt í dótturfélag.
  • Skýrlur erlendra aðila vara við spilaborginni.
  • Íslenska fjármálakerfið hrynur.
  • Tryggingasjóður hefur einungis 19 milljarða á meðan veldi Landsbankans erlendis hafði vaxið í 1400 milljarða.
  • Ef banki er ekki með dótturfélag í því landi sem hann starfar þá ber tryggingassjóði heimalands að borga sparífjáreigendum lágmarksupphæð (um 20 þ. evrur).
  • Íslensk lagatúlkun kemur fram sem gengur út á að Ísland hafi einungis átt að stofna Tryggingasjóð en beri ekki ábyrgð á að tryggja að í honum séu fjármunir.
  • Árni Matt fer með þessa íslensku lagatúlkun til Brussel og vill að málið fari fyrir dómstóla. Því er hafnað af öllum, en þá krefst hann skipunar sé gerðardóms í málinu. Málsaðilar ytra taka hann á orðinu, en Ísland skipar síðan ekki fulltrúa í dóminn.
  • Gerðadómur kveður einróma upp þann úrskurð að Íslandi beri að greiða lágmarkstrygginguna til sparífjáreigenda (sem átti að vera í Tryggingasjóði ef það hefði verið fyrirhyggja að taka frá fé til mögru áranna).
  • Geir Haarde samþykkir "agreed guidelines" við ESB 13. Nóv 2008 um að við göngumst við ábyrgð á tryggingu samkvæmt tilskipun ESB innleiddri í íslenska löggjöf. Hinsvegar verði tekið tillit til íslenskraí aðstæðna og boðið upp á hagstæð greiðslukjör.
  • Davíð Oddsson þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra senda fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftirfarndi yfirlýsingu; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.”
  • Geir Haarde og Árni Matt vinna uppkast að samningi við ESB þar sem að er gert ráð fyrir hærri vöxtum og styttri greiðslutíma.
  • Með nýrri ríkisstjórn er skipuð samninganefnd undir forystu Svavars Gestssonar sm að nær hagstæðari niðurstöðu í greiðslutilhögun heldur en áður.
  • Alþingi setur nokkuð marga fyrirvara við samninginn og tilhögun á greiðslum
  • Bretar og Hollendingar samþykkja flesta fyrirvarana og þá mikilvægustu, en fallast ekki á fyrirvara um að skuldin falli niður að vissum tíma liðnum o.fl.
  • Ekki verður haldið lengra í pólitískum hráskinnaleik sem bitnar á mikilvægum hagsmunum Íslands og trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu.

Þannig hefur sú meginlína verið viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum frá því í nóvember á síðasta ári að hér sé á ferðinni einfalt innheimtumál, en hinsvegar sé hægt að útfæra og ræða greiðslutilhögun. Þetta er uppáskrifað af forystu Sjálfstæðisflokksins hvort sem hún var í stjórnarráðinu eða í seðlabanka.

 


mbl.is Líst illa á fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það sem vantar í þessa samantekt hjá þér - er m.a.  þetta nýjasta í sögu Icesave málsins:

  • Það er ekki ljóst hverju við erum skuldbundin lagalega (þín túlkun) er ekki ljóst. Þvi er æskilegt að málið fari fyrir dómstóla - með  einhverjum hætti - enda er það siðaðra þjóða háttur að fallast á dómstólameðferð í ágreiningsmálum. 
  • Lengsta sem hægt væri að ganga - til að báðir aðilar standi við sitt - er að við skuldbindum okkur til að greiða - þá niðurstöðu sem dómurinn kvæði á um.
  • Niðurstaða ríkisábyrgðar á Icesave - eru LÖG.
  • Brot á þeim lögum hjá núvarandi "samninganefnd" kann að teljast alverlegt lagabrot... sem kann að skaða hagsmuni íslenska ríkisins... þetta er stórhættulegt mál - fyrir viðkomandi embættismenn og þá ráðherra sem samþykkja þetta lagabrot með þögninni...
  • Hráskinnaleikur sá sem þú talar um - á hann ekki sérstaklega við um hugsanlegt brot á nýsettum lögum í dag ....  af hverju var ekki skipuð ný samninganefnd - fagfólki - sérfræðingum í slíkri samningagerð...???
  • þú notar vísvitandi orðalagið "einfalt innheimtu mál"... um stærsta og mesta deilumál hérlendis fyrr og síðar - sem íslenskir lagaprófessorar hafa sagt að við séum alls ekki lagalega skuldbundin af....
  • Ritstjóri og blaðamaður Financial Times komust báðir að þeirri niðurstöðu seint í sumar - í úttekt sinni -að þetta væri sameiginleg ábyrgð fjármálaeftirlita Íslands, Bretlands og Hollands þar sem þetta væri eftirlitsklúður - vegna galla í eftirlitsregluverki EES ESB.... Niðurstaða ritstjóra Financial Times var einnig sú - að skipta ætti skaðanum milli þessa fjármálaeftirlita.... pr/haus í þessum löndum.... efn sanngirni væri beitt.
  • Svo ertu algerlega að horfa fram hjá því að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að fara hænufet út fyrir þann ramma sem lögin sem 90 dögum var eytt í að semja - kveða á um... Það er hinn lagalegi afmarkaði rammi - sem ríkisstjórnin sjálf samþykkti - og Alþingi samþykkti - stjórnaflokkarnir samþykktu...
  • Hvernig í ósköpunum getur þá hafa orðið til umboð handa einhverjum -
  • til að gera "eitthvað annað" en lagasetningin kveður skýrt á um.
  • Það sem eftir var - eftir 2024  - ef það yrðu eftirstöðvar - átti að hefja samningaviðræður um þá - samkvæmt ríkisábyrgðinni....
  • Þetta eru þeir minnispinktar sem þú ert að skauta framhjá...

Svo er eftir að láta meta allt tjónið af Bresku hryðjuverkalögunum og senda Bretum reikninginn fyrir því - verðhruni eignasafns bankana - gengishruni hérlendis vegna lokun gjaldeyrisviðskipta, hruni Kaupþings - sem ekki ert víst að hefði hrunið - ef hryðjuverkalögum hefði ekki verið beitt. o.fl.

Samkvæmt almennu réttarfari - er sá ábyrgur fyrir þeim skaða sem hann veldur náunganum með framferði sínu... ef ég skemmi bílinn þinn í "einhverju kasti" - þá á ðeg að borga tjónið - ekki satt?

Á sama hátt eiga Bretar að borga allt tjónið af hryðjuverkalögunum....

að fradregnu "gagninu" sem lögin skiluðu....

getur þí Gunnlaugur negnft dæmi um eitthvert "gagn" (staðreynd - ekki tilgátu)sem beiting hryðjuverkalaganna skilað Bretum. Hvað gagn varð af því... viltu ekki taka það líka með í þessa "sagnfræðisamantekt" þína  

Kristinn Pétursson, 2.10.2009 kl. 05:55

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Kristinn - Það er ekki hægt að galopna þetta mál aftur. Það var fyrir tæpu ári í nóvember búið að viðurkenna af forystumönnum Sjálfstæðisflokks í stjórnarráði og seðlabanka að Ísland bæri´ábyrgð á tryggingagreiðslum vegna íslensks banka sem rúllar um á evrópska efnahagssvæðinu.

Opnað er á möguleika á að semja um greiðslutilhögun, sem við erum búin að taka drjúgan tíma í að ræða. Nú verður því landað með hraði sem upp á vantar, sem eg trúi að séu frekar léttvæg atriði.

Það var boðið upp á gerðardóm þar sem tilskipun um ábyrgðir á tryggingasjóði yrði túlkuð. Það eru bara Íslendingar sem að vilja vera með eitthvað lögskýringaþras meðan þetta liggur kristaltært fyrir.

Getur nokkuð verið að þú horfir á þetta í gegnum einhver flokksgleraugu Kristinn? Ágætur stjúpfaðir konunnar sem að er sjalli, lengi framkvæmdastjóri stórfyrirtækis í innflutningi, Davíðsaðdáandi og allt sem til þarf segir að Sjálfstæðisflokkurinn stundi einungis skemmdarstarfsemi í þessu máli.

Sá flokkur ber mest ábygð á vandanum, með græðgisvæðingu og að úthluta áhættufíklum Landsbankann. Geir Haarde, Árni Matt og Davíð gengust við ábyrgðinni að borga og mörkuðu brautina hvernig staðið yrði að því.

Við getum ekki eytt meiri tíma í að ræða greiðslutilhögun. Þar hefur náðst mikill árangur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ég tel að framsetning "samninganefndar" sé linkind.... Þeir áttu bara að kynna niðurstöðu Alþingis - ekkert annað - þeir höfðu ekki lagalega heimild til neins annars... Það er kjarni málsins.

Svo má endalaust deila um(og gerðist ekki ein og inngrip Fjármálaeftirlits)  hver gerði rangt og hvað. við eigum að forðast slíkt og reyna að finna það sem við getum verið sammála um.

Lögin um Icesave eru kjarni málsins Gunnlaugur. Þau lög er ekki hægt að brjóta - það er alvarlegt lögbrot - eða hvað finnst þér? 

Það getur engin ríkisstjórn - sett lög - eftir 90 daga vandaða umfjöllun - og lagasetningu í smáatriðum -

og að ríkisstjórnin sem setti lögin - hafi heimild til að brjóta aþua lög - það bara getur ekki verið....

Kristinn Pétursson, 2.10.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Lögsaga okkar nær að sjálfsögðu ekki nema til okkar hluta málsins. Það kom strax fram hjá Bretum og Hollendingum að þeir þurfi að samþykkja fyrirvarana fyrir sitt leyti.

Ég hef trú á að þeir hafi gert það í aðalatriðum. Nú þarf að breyta lagasetningunni miðað við athugasemdir mótaðilans. Verst af öllu er þegar mikilvægar aðilar sem bera ábyrgð og vörðuðu þessa leið eru með hringlandahátt.

Þar eru Sjallarnir að spila afskaplega aumkunarverða rullu miðað við ábyrgð og að hafa siglt skútunni úr höfn á þeim forsendum sem að er verið að vinna útfrá.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband