Austurstræti

Næsta sumar er ráðgert að Iceland Express fljúgi tvisvar í viku frá Kaupmannahöfn til Egilsstaða. Gongubru-yfir-Jokulsa-i-LonÉg trúi því að miklir möguleikar geti legið í slíku flugi. Það er allavega 10% styttra í vegalengd yfir til meginlandsins og því full ástæða til að athuga hvort ekki sé eðlilegt að Egilsstaðir verði höfuðborg landsins í sameinaðri Evrópu. Allavega finnst mér líklegt að að túristar verði ekki óánægðir með að lenda í gróðursælum austfirskum fjallasal í stað þess að lenda í hinu tunglgerða umhverfi Keflavíkur.

Einn af möguleikum Austurlands er að bjóða upp á lengri gönguferðir með upphaf á Egilsstöðum. Þar er ég einkum að hugsa um gönguferðir úr Fljótsdal niður í Lón og um Víknaslóðir á Borgarfirði eystra. Það eru ekki nema 5-6 svæði á landinu sem að hafa verið byggð upp sem útivistarsvæði með hæfilegri vegalengd milli svæða. Þar er þekktust leiðin Þórmörk - Landmannalaugar, sem stundum er nefnd "Laugavegurinn".

Miklir möguleikar eru til útivistar í landi Stafafells í Lóni sem afmarkast af vatnaskilum við Fljótsdal og spannar um 40 km leið niður með vatnasviði Jökulsár í Lóni. Það gefur einstæðan þverskurð af fjölbreytileika íslenskrar náttúru. Úr auðn grýttra mela á vatnaskilum niður með stórskornum gljúfrum og snarbröttum litskrúðugum skriðum, um birkivaxnar hlíðar í átt að söndum og votlendi.Eskifellsskáli

Núna um helgina fór ég eina af mínum ótal ferðum á slóðir forfeðranna til að vinna að uppbyggingu aðstöðu til útivistar. Verið er að byggja skála í Ásum við Eskifell. Mjög mikið vatn var í ám og talið íllfært einbíla yfir Skyndidalsá, þannig að við gengum þrír yfir göngubrúna við Einstigi og þaðan í Ása. Skálinn tekur framförum í hvert sinn sem farið er í vinnuferð en enn er mikið óunnið.

Það var gaman að rifja það upp þegar ég gekk yfir göngubrúna að ég stakk upp á byggingu hennar á skipulagsfundi sem var haldin á Hótel Höfn árið 1993. Síðan tók Hjörleifur Guttormsson málið upp í þingmannahópi Austurlands sem tryggði fjármagn til verksins. Brúin var fullgerð 2003, þannig að hugmyndin var tíu ár að komast í framkvæmd. Lengsta göngubrú hér á landi.

Nú eru þrjú ár síðan ég byrjaði að vinna að uppbyggingu gönguskála við Eskifell og trúi ég að hann verði fullbúin eftir tvö ár. Tími og fjármagn er af skornum skammti og miðast frmkvæmdahraði við þær forsendur. Hinsvegar verður skálinn glæsilegur þegar hann verður fullbúinn. Hann mun geta tekið um 25 manns í gistingu.

Næsta sumar verður boðið upp á 5 daga göngur úr Flótsdal til byggða að Stafafelli. Hægt er að keyra inn að Sauðárvatni sem að er ekki svo langt frá vatnaskilum við Lón. Síðan er hægt að fara það sem til forna kallaðist Norðlingaleið eða Víðidalsleið en mætti svona í takt við samhengið kalla líka "Austurstræti".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gulli. Veit ekki hvort þú manst eftir mér frá BUGL. Gisti líka hjá þér í Stafafelli. Hef fylgst með þér enda kemurðu þér reglulega á framfæri.Þú stendur þig vel í þínum baráttumálum. Vonandi á ég eftir að fara inn á Lónsöræfi með þér. Áfram velgengni í þínum málum .Stend með þér.Var á nv. síðustu nótt get ekki farið að sofa núna.Fylgist með þér áfram. Kveðja Hólmdís.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 04:56

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hólmdís. Gaman að fá línu frá þér. Orðin leiður á slæmri kvefpest og því reddar það alveg deginum að fá svona fínar óskir. Takk, bestu óskir og kveðjur til baka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.10.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gaman væri að fara svona gönguferðir.
Kannski að maður kíki næsta sumar ,með myndavélina.

Halldór Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Komdu sæll Halldór Ég fer oft inn á síðuna þína og dáist að myndunum þínum. Hef svo sem ekki verið að hrósa þér þar, en geri það hér og nú. Stafafell eins og það teygir sig inn með Jökulsá í Lóni er mikið spil lita og forma sem áhugavert er að festa á filmu. Ávallt velkomin.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.10.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband