Tökum til seríurnar og lýsum upp!

Vorum einmitt að spá í að smella einni seríu með hvítum perum á kirsuberjatréð fyrir framan stofugluggann. Það er ekkert að því að lýsa aðeins upp í skammdeginu. Myrkrið getur verið svolítið þrúgandi í snjóleysinu. Hinsvegar er ég á móti því að vera böggaður með auglýsingaflóði og að hvatt sé til kaupæðis í nóvember. Desember er meira en nógu langur tími fyrir gullkálfinn.
mbl.is Aðventuljós komin út í glugga í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir að gerast bloggvinur. Rakst á þig á síðunni hennar Guðnýjar Önnu. Veit ekki hvort þú manst eftir mér en við vorum saman einn bekk í ML  Ég sé að við deilum áhuga á plöntum.

Mæli með því að kveikja á eins og einni seríu, er með eina rauða á trénu fyrir utan eldhúsgluggann sem ég ætla að stinga í samband í kvöld.

Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hrönn og takk sömuleiðis fyrir að hafa valið mig sem bloggvin. Ég man eftir þessum fyrstu stundum í ML eins og gerst hafi í gær. Man eftir hinum þremur vösku meyjum frá Selfossi (Eydís, Brynja, Hrönn).

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.11.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband